Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 6
Hvemig spá þeir í völvuna?
Spádómar völvu Vikunnar áriö 1988 hafa,
eins og áður, vakið mikla athygli. Að þessu
sinni er athyglin kannski nokkuð meiri en oft
áður, sem væntanlega má rekja til þess að
völvan var ótrúlega sannspá fyrir árið 1987.
Spádómarnir eru oftast skoðaðir i lok hvers
árs, til að kanna hvernig til tókst, en til gamans
ákváðum við að kanna viðhorf nokkurra „fórn-
arlamba" völvunnar til nýjustu spádóma
hennar og biðja þá að spá í völvuna og leggja
mat á þá spádóma sem lúta fyrst og fremst að
þeim sjálfum.
Viðmælendur Vikunnar tóku fyrirspurnun-
um mjög vel. Svörin eru nokkuð misjöfn eins
og búast mátti við og gætti jafnvel nokkurrar
furðu meðal sumra þeirra hversu völvan virð-
ist komast nálægt hinu sanna í tengslum við
áætlanir sem þeir hafa á prjónunum og hafa
ekki verið ræddar opinberlega ennþá, eins og
sjá má á svari Jóns Baldvins Hannibalssonar
fjármálaráðherra.
Gamansöm tilsvör Ólafs Ragnars Grims-
sonar, formanns Alþýðubandalagsins, gefa til
kynna að völvuspádómarnir séu unnir í höfuð-
setri Sjálfstæðisflokksins í Valhöll, en ritstjórn
blaðsins getur fullvissað lesendur um að svo
er ekki, þótt ritstjórnarskrifstofur Vikunnar séu-
raunar í því húsi.
Völva Vikunnar er ekta völva, sem hefur
engin pólitísk tengsl, svo vitað sé, og hefur
engin önnur tengsl við Vikuna en að senda
okkur spádómana á hverju ári.
r
Olafur Ragnar Grímsson:
. . .óþarfi að taka mikið
mark á því þó að
Hvatarkerlingin völva
Vikunnar telji...
„Það er greinllegt að völva
Vikunnar hefiir ruglast
nokkuð í ríminu og ofinetn-
ast vegna velgengni sinnar
hvað spána fyrir nýliðið ár
snertir. Og það bendir einn-
ig margt til þess að hún hafi
á nýliðnu ári gengið í Sjálf-
stæðiskvennafélagið Hvöt
vegna þess að hugmyndir
hennar um Sjálfstæðisflokk-
inn, bæði formann hans,
ráðherra og ríkisstjóm hans
em svo úr takti við raun-
veruleikann að þær geta að-
eins átt heima í þeim mekt-
arklúbbi Sjálfstæðiskvenna-
félaginu Hvöt,“ sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, þingmað-
ur og formaður Alþýðu-
bandalagsins, er hann hafði
lesið spá völvunnar í síðustu
Viku.
„Það er þess vegna óþarfi að
táka mikið mark á því þó að
Hvatarkerlingin völva Vikunnar
telji að þessi ríkisstjórn sé sterk-
asta ríkisstjórn sem verið hefiir
Jón Sigurðsson:
Völvan hef ur rétt fyrir sér
„Það er vissulega rétt hjá
völvunni að ég hef hugsað
mér að framkvæma mikil-
væga breytingu á umferðar-
lögunum," sagði Jón Sig-
urðsson ráðherra er hann
var spurður álits á völvu-
spánni.
„í hyggju er að leggja fram
frumvarp til laga um breytingu á
umferðarlögunum til þess að
taka upp nýja skipan á bifreiða-
skoðun og -skráningu. Þar á
meðal er að númer fylgi hverri
bifreið auk fleiri atriða sem ekki
er ástæða til að tíunda að svo
stöddu.
Þessar breytingar munu
verða til mikillar hagræðingar
og minnka verulega brasið sem
Jón Sigurðsson segir það vissu-
lega rétt hjá völvunni að mikil-
vægar breytingar verði á um-
ferðarlögunum á þessu ári.
er í kringum bifreiðaskipti og
skoðun eins og málum er háttað
í dag.“
6 VIKAN
„Það er greinilegt að vöfva Vik-
unnar hefúr ruglast nokkuð í
ríminu og ofmetnast vegna vel-
gengni sinnar hvað spána fyrir
nýliðið ár snertir," segir Ólafur
Ragnar Grímsson.
á íslandi og Þorsteinn Pálsson
vinsælasti og traustasti leiðtogi
þjóðarinnar og Friðrik Sophus-
son og Birgir ísleifur glæsileg-
ustu ráðherrarnir. Þetta er nátt-
úrlega ekki í nokkrum takti við
það sem almenningur í landinu
skynjar því aldrei hefur verið
hér jafn veik ríkisstjórn í langan
tíma og aldrei hefúr verið hér
veikari forsætisráðherra í
nokkra áratugi né heldur veikari
formaður Sjálfstæðisflokksins.
Því tökum við á því með
mildi og fyrirgefningu í Alþýðu-
bandalaginu að völvan skuli
ekki hafa gefið sér tíma til að
kynna sér hvað er í rauninni að
gerast, en spáin ber þess glögg
merki. Kannski væri fróðlegt
fyrir hana eftir að hafa kynnt sér
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
að koma á nýju ári til starfa í
kvennasveit Alþýðubandalags-
ins og geta þessvegna verið með
réttari spá að ári liðnu hvað Al-
þýðubandalagið varðar en hún
er með fýrir árið 1988. Ég held
að það væri skynsamlegast fyrir
völvuna að gleyma spánni um
Alþýðubandalagið til að verða
ekki minnt á hana of óþyrmilega
við lok ársins.
Þorsteinn Pálsson:
Rétt hjá völvunni
að stjórnin
muni styrkjast
—Ég hef náttúrlega ekki
sömu heimildir og völva Vik-
unnar þar sem ég hef ekki
legið yflr stjörnukortum og
kristalskúlu, en ég get verið
henni sammála í því að
stjómin sé sú sterkasta í
langan tíma. Þó að menn séu
iðnir við að finna ágreining
á milli stjómarliða má ég
kannski benda á að á tíma-
bili í tíð síðustu ríkisstjórnar
gekk yflrlýsingagleði stjóm-
arliða langt firam úr því sem
nú er, og sat sú stjóm út
kjörtímabilið. Ég er viss um
að stjómin eigi eftir að fest-
ast enn í sessi og styrkjast
eftir því sem líður á árið.
— í sambandi við þá spádóma
völvunnar að fjármálaráðherra
muni gera fjárfestingarfélögum
lífið leitt vil ég segja að ég dreg
í efa að vilji hans hnígi í þessa
átt, en ef stjörnurnar toga hann
út í eitthvað þess háttar, mun-
um við sjálfstæðismenn reyna
að koma í veg fyrir of mikinn
skaða af þess völdum.
— Völvan hefur sjálfsagt rétt
fyrir sér að miklu leyti í sam-
bandi við Evrópubandalagið,
því þó að aðild okkar sé ekki á
dagskránni á þessu ári þarf að
ræða þetta mál mikið og um-
ræður um það eiga eftir að fara
vaxandi.
Þegar ummæli Ólafs Ragnars
Grímssonar um tengsl völvunn-
ar við Sjálfstæðiskvennafélagið
Hvöt voru borin undir Þorstein
sagði hann: „Ég tel nú ekki að
hún þurfi að vera félagi í Hvöt
til að vera raunsæ, en hins vegar
veit ég að þær Hvatarkonur
fagna hverjum nýjum félaga, og
þá völvu Vikunnar einnig."