Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 8

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 8
Mörg umhverf issamtök græða stór- fé á baráttunni gegn dýraveiðum Texti: Magnús Cuömundsson Ráðstefna hvalveiðiþjóða, sem hefst í Reykjavík í næstu viku hefur enn á ný beint augum heimsins að íslandi og hvalveiðum okkar sem hafa eins og kunnugt er, mætt mikilli andstöðu margra öflugra fjölþjóðlegra samtaka sem kenna sig við umhverfisvemd og frið. Bar- áttuaðferðir ýmissa af þess- um samtökum em samt ekki alltaf jafn Criðsamlegar, eins og skemmst er að minnast þegar Sea Shepherd samtök- in stóðu fýrir alvarlegum skemmdarverkum á eignum Hvals h.f. fyrir um ári. Að- gerðir þessar vom gagn- rýndar harðlega um allan heim, og máttu samtökin þola að vera kölluð hryðju- verkasamtök fyrir vikið. Forsvarsmenn Sea Shepherd reyndu að slá Ijóma um verkn- aðinn með gömlum og útþynnt- um réttlætingarklysjum öfga- manna, að tilgangurinn helgi meðalið. Skemmdarverkunum var lýst af þeim sem sönnun á karlmennsku og drengskap. Einn af forsprökkum Sea Shepherd, Paul Watson, hefúr lýst yflr að hann ætli að ögra ís- lenskum stjórnvöldum með að koma til landsins vegna hval- veiðiráðstefnunnar í von um að vekja alþjóðlega athygli á sjálf- um sér. Einkennilegar verndunaraðferðir Dýraverndunaraðferðir dýrafræðinga þar sem þær eru oft æði öfgakenndar og óhugn- anlegar. Nokkur alvarleg dæmi eru um að samtök hafi freistast til að falsa gögn til að tryggja sér fylgi almennings í baráttunni. Slíkt mál komst t.d. upp hjá Gre- enpeace samtökunum í Ástralíu, þegar þau hófú baráttu gegn veiðum þarlendra á kengúrum. Einnig hefur komist upp um falsanir Greenpeace á gögnum ít engslum við baráttu samtak- anna gegn ungselaveiðum í Kan- ada fyrir nokkrum árum. Til- gangurinn virðist hafa helgað meðalið, því samtökunum tókst í samvinnu við Sea Shepherd og fleiri svipuð samtök að fá Efna- hagsbandalag Evrópu til að banna sölu á selskinnum í álf- unni, sem hafði aftur í för með sér óbætanlegt tjón fyrir Græn- lendinga. Margt bendir því til að önnur sjónarmið en náttúruvernd og kærleikur til dýra stýri aðgerð- um sumra umhverfisverndar- samtaka, eins og fram kemur í öðrum og ýtarlegri greinum hér í blaðinu. í mörgum tilfellum virðist vera um að ræða hreina vanþekkingu, sem jafhvel jaðrar við heimsku, en í öðrum tilfell- um er greinilega um að ræða að hrein gróðasjónarmið ráði ferð- inni, þar sem baráttan gegn hin- um „illu villimönnum" sem drepa dýr er óneitanlega orðin að stórgróðafyrirtæki. Dæmi um þetta er starfsemi nokkuð öflugra samtaka sem kalla sig International Wildlife Coalition og starfa í nánu sambandi við Greenpeace. Samtökin skamm- stafa nafnið sitt IWC, eins og Al- þjóða hvalveiðiráðið (Internat- ional Whaling Commission, IWC) sem er tæpast nokkur til- viljun, þar sem aðal gróðalind samtakanna er að selja auðtrúa Bandaríkjamönnum ættleiðing- arskjöl fyrir hvali! Viltu ættleiða 60 tonna bam? Ættleiðingar á hvölum er arðbær starfsemi í Bandaríkjunum! , Já, því er ekki að neita, að við græðum mikla peninga fyrir hvalina, en við iítum á okkur sem fjárhaldsmenn þeirra,“ segir Daniel Morast, formað- ur samtaka sem kalla sig International Wildlife Coali- tion. Samtökin, sem hétu áður einfaldiega Wildlife Coalition, skiptu um nafn fyrir nokkru til að geta notað sömu skammstafanir í nafni sínu og Alþjóða hvalveiðiráð- ið, IWC. Eftir nafinabreytinguna hófú samtökin að leggja áherslu á bar- áttu gegn hvalveiðiþjóðum. Þar á meðal íslendingum og Færey- ingum. Nafnabreytingin hefur líka orðið nokkuð arðbær, þar sem peningar streyma nú inn til samtakanna frá bandarískum al- menningi, aðallega þó skóla- börnum, sem halda að IWC sé sérstakur verndari hvalanna, sem vondu mennirnir á íslandi og öðrum löndum drepa sér til ánægju. Þannig hljómar áróður Inter- national Wildlife Coalitin, sem leggur einnig mikla áherslu á að telja fólki trú um að hvalir séu svo gáfaðir að þeir geri sér grein fyrir því að stjúpforeldri af mannkyni hafi ættleitt þá og borgi peninga til að tryggja vel- ferð þeirra. Stjúpforeldrin fá líka send póstkort ffá hvalnum þeirra, þar sem hann ferðast um höfin blá í leit að ævintýrum! Morast viðurkenndi í samtali við greinarhöfúnd að samtök hans fengju mörg hundruð þús- und dollara á mánuði frá fólki um öll Bandaríkin sem vilja ætt- leiða hval. „Það er líka frádráttar- bært frá skatti að hafa ættleiddan hval á sínu ffamfæri," segir hann. Að mennta hvalinn sinn Ýmsar hjálparstofnanir, sem hjálpa nauðstöddum börnum Daniel Morast, formaður Inter- national Wildlife Coalition: „Ég fékk þessa hugmynd fyrir tveimur árum og hún hefúr gefist mjög vel.“ víða um heim, hafa tekið upp þá aðferð að gefa örlátu fólki kost á að „ættleiða" nauðstatt barn í einhverju ffamandi landi. „Kjör- foreldrin" greiða síðan einhverja ákveðna upphæð á mánuði, oft- ast mjög litla, sem á þó að nægja til ffamferslu barnsins og menntunar í heimalandinu. Hjálparsamtökin sjá síðan um að halda sambandi á milli aðilanna, þannig að „kjörforeldrarnir" geti fylgst með hvernig fé þeirra er varið í þágu barnsins sem þeir ákváðu að hjálpa. Þessi aðferð við hjálparstarf hefúr offast gefist nokkuð vel og nú nota samtökin International Wildlife Coalition hana til að saffia fé ffá fávísu fólki sem virð- ist oft halda að það sé í raun að ættleiða hval með mannlega skynsemi, 'sem fái að njóta pen- inganna til framfærslu eða ein- hvers álíka. Samtökin sjá líka um að senda kveðjur ffá hvalnum til kjörfor- eldranna, með myndum af hinu tröllaukna barni og hvaðeina, ásamt að sjálfsögðu beiðni um áframhaldandi fjárstuðning, svo barnið geti haldið áfram að ferð- ast um heiminn og þroskast. Talsmenn samtakanna telja jafn- vel fólki trú um að þeir geti talað við hvalina, sem séu afar þakklát- ir fyrir náungakærleika kjörfor- eldranna. Frjálst land og góð málefni Daniel Morast telur engan veginn að hugmyndin um að Hér sést í sporð hnúfúbaksins Beltane , þar sem hann sendir kærar kveðjur til kjörforeldra sinna í Bandaríkjunum. „Elsku pabbi og mamma. Hef það gott, er á leið út á bailarhaf blob. Bestu kveðjur blob, blobb. P.S. Vantar meiri aur, blob, blobb, blobbb... (Mynd International Wildlife Coalition) 8 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.