Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 16

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 16
SPÁDÓMAR NC Fyrir síðustu jól kom út ó íslensku bók um spódóma Frakkans Nostradamusar. Seldist bókin upp á örfóum dögum. Spódómana setti Nostradamus fram fyrir meira en 400 órum og er vœgast sagt óhugnanlegt, hve sannspór hann hefur reynst. En við skulum vona, að spó hans um ógnir þœr og hörmungar, sem ó okkur eiga að dynja í júlímónuði órsins 1999, verði ekki að veruleika. Flér ó eftir fer grein eftir Óla Tynes um nokkuð af spódómum Nostradamusar og það sem fram hefur komið. Haustið 1939, um það leyti sem Adolf Hitler var að hrinda af stað síðari heimsstyrjöldinni, vakti Jósef Göbbels athygli hans á merkilegum spádómum. Spádómarnir voru settir fram af frönskum manni sem kallaður var Nostradamus og höfðu verið skrifaðir fyrir fjögur hundruð árum. Þeir virtust segja fyrir um valdatöku foringjans og voru jafn- vel nálægt því að nefna hann á nafn, þar sem talað var um Þjóðverja að nafni „Hister“. Því miður fyrir Hitler var ekki með nokkru móti hægt að túlka spádómana þannig að þeir væru þriðja ríkinu í hag. Ekki oili það þó Göbbels miklum vandræðum, hann bara umskrifaði þá. Árið 1940 varpaði svo flugherinn þús- undum „Nostradamus flugumiða" yfir Frakkland og Belgíu. Þar var því spáð að Þýskaland yrði sigursælt og að suð- austurhluti Frakklands slyppi við átök- in. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að flóttamenn lokuðu vegum til Parísar og hafna við Ermarsund. Breska leyniþjónustan tók þessu ekki þegjandi heldur skrifaði eigin Nostra- damus spádóma, þar sem banda- mönnum var að sjálfsögðu lofað sigri yfir möndulveldunum. Eins og sjá má á viðbrögðum í þessum tveim löndum var Nostradam- us enginn venjulegur „stjörnuspádóma skríbent“. Spádómar hans, sem voru mjög nákvæmir, náðu mörg hundruð ár fram í tímann. Margir síðari tíma fræðimenn hafa fengist við að bera spádóma hans saman við það sem sagan hefur svo leitt í Ijós og þykir ,Á árinu 1999, í sjöunda mánuði, kemur hinn mikli konungur ógnar- innar af himnum" segir í hrollvekj- andi framtíðarspá Nostradamusar. með ólíkindum hvað hann hefur séð fyrir. Michel de Nostredame, sem síðar breytti nafni sínu í Nostradamus, fædd- ist árið 1503 í St. Rémy í Frakklandi. Fjölskylda hans var af gyðingaættum 16 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.