Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 18

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 18
NOSTRADAMUS hans hafa verið túlkaðir á misjafna vegu, stundum all skringilega. Engu að síður hafa svo margir af spádómum hans verið nálægt veruleikanum að hann er vafalaust mesti spámaður sem Evrópa hefur nokkru sinni átt. Við skulum líta á nokkra spádóma hans (í lauslegri þýðingu) og sjá hvernig þeir hafa ræst. Hinrik annar Hinrik annar var konungur Frakk- lands á dögum Nostradamusar og drottning hans, Katarína af Medici, var verndari og velgjörðarmaður spá- mannsins. En enginn við hirðina þorði að nefna spá Nostradamusar um enda- lok konungs, fyrr en hún hafði ræst. Spádómurinn var á þessa leið: Unga Ijónið mun sigra hið gamla á vígvelli í einum bardaga. Hann mun stinga augu hans í þeirra gullna búri. Tvö sár í einu, svo deyrhann með harmkvœlum. Spádómurinn rættist fjórum árum seinna, 1559. Konungurinn tók þá þátt í burtreiðum þar sem ýmsir riddarar hans og vinir reyndu með sér. Einn af mótstöðumönnum konungs var kaft- einn í hinum skoska verði Frakkakon- ungs, ungur maður að nafni Montgom- ery. Svo slysalega vildi til að lensa Montgomerys fór í gegnum gylltan hjálm Hinriks og særði hann á auga og hálsi. Konungur lést eftir tíu daga kvalafulla sjúkdómslegu. Napóleon Nostradamus sá fyrir framgang og fall annars þjóðarleiðtoga Frakka. Sá var Napóleon sem var á ferðinni nokk- ur hundruð árum á eftir Hinrik öðrum. Spámaðurinn kallaði Napóleon hinn fyrsta antíkrist (Hitler var númer tvö og sá þriðji er órisinn). Um Napóleon sagði hann: Keisari mun fœðast nálœgt Ítalíu sem verður keisaradæminu dýrkeyptur. Og það er ekki ofsagt. Valdagræðgi Napóleons leiddi hræðilegar hörmung- ar og skort yfir Evrópu og kostaði hundruðir þúsunda lífið. Spámaðurinn sagði um örlög keisarans (sem fæddist á Korsíku): Lítill staður mun brátt koma í staðinn fyrir keisaraveldið. Sem mun fljótlega stækka. A smáum stað (svæði) mun hann leggja niður veldissprota sinn. Napoleon var sendur í útlegð til eyjarinnar Elbu. Þaðan slapp hann og lék lausum hala í hundrað daga sem hann notaði til að reyna að endurreisa keisaradæmi sitt. Hann afsalaði sér svo öllum völdum á smáeynni St. Helenu á Suður-Atlantshafi. Bruninn mikli Spámaðurinn gaf sjaldnast nákvæm- ar dagsetningar en hann var þó mjög nákvæmur þegar hann sagði fyrir um eldsvoðann mikla í London: Um Napóleon (sem hann kallaði hinn fyrsta antíkrist) sagði spámaðurinn meðal annars: „Keisari mun fæðast, nálægt Ítalíu, sem verður keisaradæminu dýr- keyptur. “ 18 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.