Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 19
Fórnar verður krafist af London
fyrir blóð hins réttláta.
Brennd af eldi (árið) þrisvar
sinnum tuttugu plús sex.
Bruninn mikli var 1666. Nostradam-
us notar þarna þá ítölsku venju að
sleppa tveim fyrstu stöfunum í ártali.
Með „blóði hins réttláta" mun átt við
aftöku Charles fyrsta, konungs
Englands, sem Cromwell átti stóran
þátt í. Nostradamus sagði reyndar
einnig fyrir um þann atburð og var lítið
hrifinn af Cromwell.
Pasteur
Nostradamus sá fyrir að um þrjú
hundruð árum eftir hans dag myndi
starfsbróðir hans í læknisfræðinni
hljóta mikinn frama. Hann nefndi bæði
nafn og tíma:
Pasteur mun hylltur sem goðum
lík vera.
Þetta; þegar tunglið lýkur sínum
mikla hring.
Louis Pasteur stofnaði Pasteur stofn-
unina árið 1889. Hringferð tungls um
jörði tekur nítján ár. Einum slíkum
hring lauk 1889.
Játvarður áttundi
Nostradamus sá fyrir að Játvarður
áttundi myndi afsala sér konungstign í
Bretlandi til að kvænast bandarísku
konunni Wallis Simpson, sem var frá-
skilin. Hann skrifaði:
Fyrir að vilja ekki viðurkenna
skilnaðinn
sem síðar mun talinn óverðugur
neyðist konungur eyjanna til að
flýja
og annar taka sœti hans sem ber
engin merki konungs.
Játvarður neyddist til að segja af sér
þann 10. desember 1936, þegar hann
fékkst ekki ofan af því að kvænast frú
Simpson. Við hásæti hans tók Georg
sjötti, sem var foringi í breska flotan-
um og hafði hvorki menntun né reynslu
til að taka við af bróður sínum. Hann
reyndist þó dágóður konungur.
Franco
Þegar hann sagði fyrir um borgara-
styrjöldina á Spáni (1936-9) nefndi
Nostradamus nöfn beggja höfuðand-
stæðinganna í þeirri rimmu, Primo de
Rivera og Francos. Síðasta línan vísar
til tímabundinnar útlegðar Francos,
þegar honum var ekki leyft að fara yfir
Miðjarðarhafið, til að komast til
Spánar.
Nostradamus nefndi Franco með
nafni og sagði fyrir um valdatöku
hans á Spáni.
Frá Kastalíu mun Franco koma
með þingið.
Sendiherrar munu verða ósam-
mála og skapa mikinn brest.
Fylgismenn Riveras verða í
mannfjöldanum,
og hinum mikla manni verður
meinað að fara að flóanum.
Hitler
Nostradamus skrifaði þó nokkra
lygilega nákvæma spádóma um Hitler,
bæði um uppruna hans, stjórnartíð og
endalok. Hann virðist einnig hafa haft
ótrúlega innsýn inn í hvernig stríð yrði
þá háð og hvaða vopn yrðu notuð.' Á
einum stað segir:
/ fjöllum Austurríkis nálcegt Rín
mun fœðast af óbrotnum foreldr-
um maðursem mun þykjast verja
Pólland og Ungverjaland
og hvers örlög verða aldrei Ijós.
Allt stendur heima um fæðingarstað
og fjölskyldu Hitlers og einnig það að
örlög hans yrðu aldrei ljós. Það hefur
aldrei verið óyggjandi sannað að hanp
hafi látið lífið í Berlín 1945 með þeim
hætti sem sagan hermir.
Á öðrum stað segir Nostradamus
frá fyrstu árum heimsstyrjaldarinnar
þegar þýsku herirnir stormuðu yfir
Rín og inn í Frakkland. Par nefnir
hann Hitler á nafn þótt hann kalli hann
„Hister".
Ært af hungri fer rándýrið yfir
fljótin.
Meirihluti vígvallarins
verður á móti Hister.
Þar sem talað er um „meirihluta
vígvallarins“ á spámaðurinn við að
flestar þjóðir Evrópu hafi verið á móti
Hitler. Nostradamus varaði einnig við
„vopnum sem heyrast á hirnni" og
„vélar fljúgandi elds“ og á þar við
flugvélar og eldflaugar Þjóðverja. Jafn
Nákvœmlega var spáð um uppgang og fall Hitlers og hann hér um bil
nafngreindur, talað var um Þjóðverjann „Hister".
VIKAN 19