Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 22
Égtelað nýtingin á
þorskstof ninum sé röng
•W':
Forstjóri HafrannsóknarstoCnunarinnar: „Þegar við vorum að
feera út landhelgina voru Bretar skammaðir mikið fyrir smá-
flskadráp... Raunin hefur hinsvegar orðið sú, að við byggjum
meginhluta þorskveiðanna á smáfiski... “
TEXTI: JÓN KR. CUNNARSSON
segir Jakob
Jakobsson
fiskifræðingur
í Viku-viðtali
Fiskveiðimál hafa verið
mikið í brennidepli
síðustu vikurnar. Deilt
hefur verið um kvóta-
kerfið og margir hafa
viljað stokka það upp
frá grunni en aðrir hafa
viljað fara varlegar í
sakirnar. En það er
athyglisvert að nærri
allir viðurkenna þó þá
staðreynd að hafa þurfi
hemil á fiskveiðunum
og að ekki megi ganga
of nærri fiskstofnunum.
Fiskurinn er ekki
óþrjótandi auðlind og
það er brýnt að stunda
fiskveiðarnar af gát.
Hins vegar er deilt um
hvernig skipta skuli
auðlindinni á milli þeirra
aðila sem hagsmuna
eiga að gæta.
í umræðunni um fiskinn er
oft skírskotað til Hafrannsóknar-
stofnunarinnar og álits flski-
fræðinga. Til að blanda sér örlít-
ið í umræðuna um fiskinn hélt
Vikan á fiind JakobsJakobssonar
fiskifræðings og forstjóra Haf-
rannsóknarstofhunarinnar og
lagði fyrir hann nokkrar spurn-
ingar.
- Hvert er álit þitt á flsk-
veiðistefliu íslendinga um
þessar mundlr?
„Ég vil byrja á að minnast á
það hvers vegna við þurfum
kvótakerfi og hvers vegna við
þurfum fiskveiðistefriu, því að
fiskveiðar liafa verið stundaðar í
margar aldir án þess að þurft
hafi að grípa til kvótakerfis eða
búa við sérstaka fiskveiðistefnu
eða aðrar takmarkanir. Svarið
við þessu er einfaldlega það að
með nútímatækni hefur veiði-
geta fiskiskipaflotans aukist
miklu meira en viðkoma fisk-
stofhanna leyfir. Með- tækninni
er hægt að ofveiða nánast hvaða
fiskstofn sem er í heiminum svo
að við komumst að þeirri raun
að það verður að hafa einhvers
konar takmarkanir. Þá er yfir-
leitt deilt um það hvort við eig-
um að takmarka veiði hvers
skips fyrir sig eða láta allan flot-
ann veiða úr sameiginlegum
kvóta. Ef við hugsum okkur það
að við ákvæðum að veiða til
dæmis 350 þúsund tonn af
þorski úr sameiginlegum kvóta
þá myndum við standa frammi
fyrir þeirri staðreynd einhvem
tímann síðla árs, eftir mikið
kapp og harða samkeppni, að
við væmm búnir að ná í þetta
tilskilda magn og þá stæði fisk-
vinnslan uppi verkefhalaus. Og
spurningin yrði þá hvað yrði
gert. Því er hætta á að það yrði
ekkert gert annað en að halda
áfram. Það er ekki hægt að
stöðva allan flotann samtímis.
Þess vegna tel ég að það sé eina
leiðin sem vit er í að takmarka
aflann á hvert skip fyrir sig eins
og gert hefur verið að undan-
förnu. Það verður líka að hafa í
huga að nýtingin í hráefninu
verður einnig betri ef veiðarnar
og vinnslan dreifist yfir allt árið.
Hitt er svo annað mál að kvóta-
kerfinu hefiir verið beitt á rang-
an hátt. Það hefur verið tekið
alltof mikið úr þorskstofhinum.
Sóknin í þorskinn er alltof hörð
sem kemur fram í því að aflinn
er í auknum mæli smáfiskur. Við
veiðum fiskinn áður en hann
hefur tíma til að þyngjast og
alast upp og verða kynþroska.
Mér finnst það skjóta skökku við
að við emm í óðaönn að setja
milljónir og aftur milljónir af
laxaseiðum í hafið til að endur-
heimta sem fullvaxinn fisk og
teljum það vera mjög arðvæn-
legt að stunda laxeldi á þennan
hátt. En hins vegar hvarflar ekki
að okkur að þorskurinn þyngist
býsna hratt líka en hann veiðum
við áður en hann fær nokkurt
tækifeeri til að þyngjast. Ég tel að
nýting okkar á þorskstofninum
sé röng. Ég tel að þær miklu
vonir sem vom bundnar við út-
færslu landhelginnar hafi
bmgðist. Þetta skeður fýrst og
fremst vegna smáfiskadrápsins
sem við höfum stundað og erfð-
um eftir Bretana hér áður fyrr.
Þegar við vomm að færa út
landhelgina vom Bretar skamm-
aðir mikið fyrir smáfiskadráp.
Við létum umheiminn trúa því
að smáfiskadráp hjá okkur yrði
aldrei stundað. Raunin hefur
hins vegar orðið sú að við
byggjum meginhluta þorskveið-
anna á smáfiski og vertíðarafl-
inn, sem er aðallega stórfiskur,
er alltaf að minnka hlutfallslega.
Þetta er röng stefha og gengur
ekki til lengdar. Það sem er til
úrbóta er einfaldlega að draga
úr aflanum þannig að hærra
hlutfall af þorskinum fái að eld-
ast og þyngjast í sjónum áður en
hann er veiddur.
- Það er svo oft um vísind-
in rætt og Hafrannsóknar-
stofnunin er oft i sviðsljós-
inu. Mig langar til að spyrja
þig um ljós dæmi um árang-
ur sem hefiir náðst og sem
sannar hagnýti sjávarrann-
sókna.
„Ég get nefht það að íslend-
ingar hófu humarveiðar fyrir 15
ámm eða svo og það liðu ekki
nema um það bil tvö ár þegar í
ljós kom að humarstofhinn var
orðinn ofveiddur. Afli á sóknar-
einingu var orðinn mjög lágur.
Veiðarnar nánast borguðu sig
ekki lengur. Hrafhkeli Eiríksson
hóf þá rannsóknir á humarstofn-
inum og í framhaldi af því kom
hann með ráðleggingar um
hvernig nýta ætti humarstofii-
inn. Eftir hans ráðleggingum
hefur verið farið svo að nú er
svo komið að humarveiðamar
em með arðbæmstu veiðum í
landinu. Humarinn gefur miklar
útflutningstekjur auk þess sem
aflcoma bátanna er góð. Þetta tel
ég bera þess órækt vitni að við
ráðum nú yfir þekkingu til að
geta ráðlagt stjómvöldum og
sjávarútveginum og það er ljóst
að þetta ber árangur.
Sama má segja um síldveið-
arnar undanfarin tólf ár. Það
hafe verið stundaðar hér mjög
arðvænlegar síldveiðar. Það hef-
22 VIKAN