Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 33
á... Þau fara að tala saman og síðan leiðir
hvað af öðru og hann býður henni út.“
Garðar lét sem hann hryti og sneri sér að
vinnunni.
„Bíddu aðeins," sagði Tómas. „Þetta verð-
ur flókið. Þó konan sé ógiít og virðist vera
til — þá er hún ófrísk."
„Bless,“ sagði Garðar.
.Augnablik. Þetta er ekki bara einhver
ógift móðir. Þetta er mjög líklega drauma-
dísin hans. Gáfuð, skapgóð, ekta Hófí týpa.“
„Bless,“ endurtók Garðar.
„Værir þú ekki nógu forvitinn til að bjóða
henni út?“
„Hvað sér mikið á henni?“
„Mjög mikið.“ Tómas sýndi útlínur maga
Hönnu á flötum maga sínum. „Köríúbolti."
Garðar hristi höfuðið ákveðið og setti
stút á munninn.
„Þú ert fljótur að taka ákvörðun um þetta.
Ekki jafn frjálslyndur og vanalega," sagði
Tómas.
„Þetta er skólabókardæmi um það hve-
nær á ekki að blanda sér í málin. Hvenær er
stefnumótið?"
„Annað kvöld.“
„Allt í lagi. Annað kvöld ferðu og sækir
hana.“ Garðar veifaði skurðarhnífnum í
kringum sig eins og leikstjóri sem er að lýsa
atriði. „Hún lítur vel út, á móðurlegan hátt.
Þú opnar bíldyrnar og hún smeygir sér í
framsætið. Tunglsljósið endurkastast á silf-
urlitu hári hennar og andlitið ljómar."
„Háraliturinn er gulari," sagði Tómas.
„Veitingahússatriðið: Þið hafið lokið við
lambahrygginn og sitjið og dreypið á Bor-
deaux víninu. Hún segir þér sína sögu ...“
Garðar flautar nokkrar laglínur.
„Sagan.“ Tómas heldur honum við efnið.
„AUt í lagi... Fyrir mörgum árum þá lét
múltí-milljóneri, sem vissi að hann væri að
deyja, frysta úr sér sæði hjá rannsóknar-
stofnun Háskólans. Hann á engan son til að
erfa sig; dætur hans eru allar giitar ónytj-
ungum. Af dánarbeðinu kemur hann auga á
konu sem minnir hann á einhveria sem
hann hefur séð mynd af á sundbol í Iþrótta-
blaðinu. Ritarinn hans hefur upp á stúlk-
unni. Hún samþykkir að leyfa að sæði gamla
mannsins verði sett í hana til að hún geti
fætt honum son. Þegar drengurinn er orð-
inn átján, nei fímm ára þá fær hann arfmn
sinn. Síðan kemur því miður í ljós við leg-
vatnsprufú að konan gengur með stúlku-
barn. Þar með er hún út úr myndinni, en fær
örlitla umbun fýrir fýrirhöfnina."
„Lífið er enginn dans á rósum," sagði
Tómas.
„Bíddu. Nú kemur þú til skjalanna.
Gleymdi ég nokkuð að nefna hversu falleg
hún er í kertaljósinu? Og þegar körfubolt-
inn er falinn undir borðinu þá er mjög auð-
velt að ímynda sér hvernig það er að vefja
hana örmum, mjúk brjóstin og flatur
maginn."
„Þú segir nokkuð," sagði Tómas og vann
af meira kappi en vanalega.
„Langar þig ekki til að vita hvernig sagan
endar?"
Tómas stóð upp og flúði inn í myrkraher-
bergið.
Hanna bauð Tómasi upp á drykk í íbúð-
inni sinni eftir kvöldverðinn. Hún bjó í upp-
gerðri risíbúð í gömlu húsi — eitt risastórt
herbergi með þakgluggum og parketgólfi. í
útskoti, hulið að mestu af lökkuðum milli-
vegg, var vagga. Tómas leit í kringum sig og
leitaði að einhverju sem benti á tilvist
föðurins - ljósmynd, rakdót, aukatannbursti
— en íbúðin virtist tilheyra Hönnu einni.
Bjórinn sem hún bauð honum benti á við-
veru karlmanns í íbúðinni, en þegar í ljós
kom að hann var frá Thailandi og keyptur
fyrir þetta tækifæri þá leið honum strax
betur. Hanna fékk sér mjólkurglas.
Á veitingahúsinu höfðu þau talað saman
um vinnuna. Tómas þagnaði í hvert sinn
sem þjónninn birtist; hann fór hjá sér við
þessar fýrstu kynnis samræður. Honum
hafði fúndist gaman að ganga framhjá gest-
unum sem biðu eftir borði. Honum Iíkaði
vel að vera tekinn fyrir eiginmann Hönnu.
VIKAN 33