Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 38
Bréfskákvígi fallið
Sagnir herma að sendi-
boðar hafi borið leiki milli
Henry fyrsta Englandskon-
ungs og Loðvíks sjötta í Frakk-
landi um árið 1119 og Katrín
mikla, Friðrik mikli og
franska skáldið Voltaire, sem
hafði óslökkvandi skák-
áhuga, munu einnig hafa
fengist við það sem við nú
nefnum bréfskák.
Þeir sem búa við fásinni eða
eiga þess ekki kost af öðrum
ástæðum áð tefla meðal manna
fá kjörið tækifæri til að slökkva
skákþorsta sínum með bréfekák.
Þá gefet betra tóm til að íhuga
leikina og taugunum er ekki
misboðið á sama hátt og í venju-
legri keppnisskák. Á hinn bóg
inn tekur bréfskák alla jafna
langan tíma og krefst því
óvenjulegrar þolinmæði og eins
er það spennan sem fylgir tafl-
inu sem einmitt mörgum finnst
svo heillandi.
Ólympíumót í bréfekák hafa
verið haldin níu sinnum, fyrst
Jón L.
Árnason
SKÁK
árið 1952 er Ungverjar urðu sig-
urvegarar. Sovétmenn hafa sex
sinnum tekið þátt og fimm sinn-
um sigrað. Rétt eins og í venju-
b'undnu tafli hefúr austurblokk-
in ráðið ríkjum. Það kom því
verulega á óvart að á ólympíu-
mótinu sem hófet 1982 og lauk
s.l. haust urðu Englendingar
hlutskarpastir. Sveit þeirra hlaut
33 Vi vinning, Vestur-Þjóðverjar
fengu 30 v. og Sovétmenn urðu
að sætta sig við þriðja sæti með
27 v.
Englendingar eru á fáum
árum orðnir fremstir skákþjóða
á Vesturlöndum. Árið 1976
eignuðust þeir sína fyrstu stór-
meistara, Kenne og Miles, og
síðan hefur ekkert lát verið á
framgöngunni. Stórmeistara-
fjöldi þeirra fyllir nú tuginn og
silfúrverðlaun á ólympíumótum
í Þessalóniku 1984 og Dubai
1986 segir einnig sína sögu. Slík
frammistaða er smitandi og hef-
ur vitaskuld hvetjandi áhrif á þá
sem fást við bréfskák.
Gamlir skákrefir skipuðu
ensku bréfskáksveitina sigur-
sælu. Á fyrsta borði tefldi Jon-
athan Penrose, tífaldur breskur
meistari og ffægur fyrir að
leggja heimsmeistarann Mikhail
Tal að velli á ólympíumótinu í
Leipzig 1960. Penrose beitti þar
nýstárlegu afbrigði gegn Ben-
óní-vörn Tals, sem síðan hefúr
jafnan verið nefnt í höfúðið á
þeim: Penrose — Tal afbrigði.
Góivörngaftopp
Reykjavíkurmót í tvímenningi í
bridge fór nýlega fram. Að þessu
sinni var engin undankeppni hald-
in vegna dræmrar þátttöku. Úrslit
mótsins voru frekar óvænt, að vísu
unnu mótið gamalreyndir spilarar,
en þeir hafa ekki mikið spilað sam-
an áður. Sigurvegararnir, Kristján
Blöndal og Georg Sverrisson skut-
ust upp fyrir Karl Sigurhjartarson
og Sævar Þorbjörnsson í síðustu
umferð, en þeir síðarnefndu höfðu
verið í forystu mest allt mótið.
Georg og Kristján enduðu með
278 stig, Karl og Sævar rétt á eftir
ísak örn
Sigurðsson
BRIDGE
með 269 stig og Guðlaugur R. Jó-
hannsson — Örn Arnþórsson með
235 stig í þriðja sæti.
Spilin í keppninni voru tölvugef-
in, og spil Vikunnar er einmitt
dæmi um spil sem margir vilja
meina að komi upp við tölvugjöf.
Norður var í aðalhlutverki í vörn-
inni, en sagnir gengu þannig:
S V N A
Pass 4spaðar Pass Pass
Pass
S/enginn
DG
AK843
DG2
A95
AKT9654 N
965 V ' A
KD8 s
32
DG962
KT
GT74
87
T75
A8743
632
Hér eru lokin á einni skák
Penrose ffá nýafetöðnu ólymp-
íumóti í bréfekák. Hann hefúr
svart og á leik gegn A. Anton ffá
Rúmeníu:
Liðsafli er jafn en svartur hef-
ur. sóknarfæri gegn hvíta kóng-
inum. Penrose gerði laglega út
um taflið: 40. — c3! Peðsleikur á
drottningarvæng er undanfari
atlögunnar á kóngsvæng. Hug-
myndin er að loka undan-
komuleið kóngsins. 41. bxc3
Rf4 42. Kel Hgl+ 43. Rfl Við
sjáum að 43. Kd2 er nú svarað
með 43- — Hxf2+ og vegna
peðsleiksins góða í 40. leik er
hvítur mát. 43. — Hxfl + ! Hvít-
ur hefði nú getað gefist upp
með góðri samvisku, því að 44.
Kxfl er svarað með 44. — Hhl
mát. Ensk frímerki eru sjaldgæf í
Rúmeníu, sem og flest annað, og
því hélt hvítur áfram tafl-
mennsku. Hann lék 44. Kd2
Hhxf2+ 45. Ke3 Hxc2 46.
Kxe4 og gafst ekki upp fyrr en í
50. leik, þótt hann eigi hrók
minna í endatafli.
Margir spilarar í norður ffeist-
uðust til að dobla 4 spaða, en flest-
ir fengu að sjá effir því. Skoðum
fyrst aðeins spil norðurs og aust-
urs. í byrjun er eðlilegt að spila
hjarta ás, og vestur trompar og
tekur ás og kóng í spaða. Suður er
með í bæði skiptin. Næst spilar
sagnhafi laufakóng. Líklega er oft-
ast best að dúkka, þó vestur þurfi
ekki að eiga drottningu í litnum.
Suður sýnir oddatöiu spila í
litnum. Því dúkkar norður einnig
laufdrottningu sem fylgir í kjölfar-
ið. Næst spilar sagnhafl litlum tígli.
Þessa stöðu varð norður að sjá
fyrir. Hann má alls ekki stinga á
milli, því sagnhafi á níuna þriðju.
Með því að flnna þessa vörn fékk
norður næstum hreinan topp fyrir
spilið. Víðast hvar stakk norður á
milli í tíglunum, ef hann var þá
ekki búinn að gefa spilið með því
að drepa of fljótt á lauf ás.
Verðlounahofar
Eftirtaldir hlutu verðlaun fyrir
krossgátulausnir nr. 45:
1. verðlaun, 1.000 krónur, hlaut
Ágústa A. Valdimarsdóttir,
Orrahólum 1,111 Reykjavik.
2. verðlaun, 750 krónur, hlaut
Steinunn M. Óskarsdóttir,
Bálkastöðum II, 500 Brú.
3. verðlaun, 500 krónur, hlaut
Ásta Margrét Grétarsdóttir,
Sambyggð 2, 815 Þorlákshöfn.
Lausnarorð:
ÞJÓÐFLOKKUR
Eftirtaldir hlutu verðlaun fyrir
krossgátulausnir nr. 46:
1. verðlaun, 1000 krónur, hlaut
Margrét Magnúsdóttir, Birkimel
6, 107 Reykjavík.
2. verðlaun, 750 krónur, hlaut
Hulda Björgvinsdóttir, Víði-
vangi 13, 220 Hafnarfirði.
3. verðlaun, 500 krónur, hlaut
Dóra Tryggvadóttir, Hamrahlið
30, 690 Vopnafirði.
Lausnarorð:
PALLADÓMUR.
38 VIKAN