Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 42
r
Texti: Árni Sigurðsson
Fáir menn hafa haft jafn
róttæk áhrif á gang mann-
kynssögunnar og Lenín. Án
seihni byltingarinnar í Sov-
étríkjunum vaeri heimur-
inn harla frábrugðinu því
sem hann er í dag. Það voru
nefnilega tvær byltingar
sama árið 1917. Hin fyrri
var borgaraleg, en rúmum
sex mánuðum síðar hrifs-
uðu Bolsévikkar (sem
þýðir: Meirihlutinn) völdin
í sínar hendur og Lenín
komst til valda.
Sagt hefur verið að þeir sem
oftast sigra endanlega í bylting-
um séu almennt einörðustu og
öguðustu byltingarmennirnir.
Þegar þetta er sagt hlýtur einn
maður að koma strax upp í
hugann: Lenín.
Ævi Léníns er sem sl ólabók-
ardæmi um undirbúning til að
ná og beita völdum. Hann virð-
ist hafa verið ótrúlega einbeitt-
ur, viljasterkur og agaður
maður. Aldrei hvikaði hann frá
markmiði sínu né lét hann neins
konar „hentistefnur“ hafa áhrif á
markmið sín í hinni pólitísku
baráttu. En hann beitti ýmsu fyr-
ir eigin vagn og notfærði sér að-
stæðurnar til hins ýtrasta. Enda
verður það að segjast að hann
náði umtalsverðum árangri,.
hvort sem það verður talið hafa
verið til ills eða góðs fýrir
mannkynið.
Mótunarár
Lenín (skýrður Valdimir
Iljítsjs) fæddist í Simbrsk þann
10. apríl 1870. Hann átti rætur
að rekja til millistéttar fólks.
Faðir hans var embættismaður
og var í mikluni metum fyrir
störf sín í þágu menntamála. Af
honum hefur Lenín fljótlega
lært iðni og reglusemi. Haft er
eftir systsur hans að faðir þeirra
rhafi hafí eftirlit með hvernig
pau systkinin stunduðu námið
og veitt þeim mikinn styrk.
Námsferill Leníns var glæsileg-
42 VIKAN
gófaður
vinnuþjarkur
ur. Níu ára gamall tók hann inn-
tökupróf í menntaskóla og hlaut
þar alltaf fýrstu einkunn fyrir
námsárangur. En hann stundaði
ekki einungis sitt eigið nám
heldur eyddi hann talsverðum
tíma í að hjálpa vinum og ætt-
ingjum í námi. Eftirfarandi frá-
sögn systur hans gefúr ágætt
dæmi um hverju hann gat feng-
ið áorkað:
... .eftir lát föður okkar, 12.
janúar 1886, veittist mér sér-
staklega crfítt að einbeita mér
við námið og latínan mín stóð
kyrr þar sem hún var. Þá var það
að Volodja (Lenín) bauðst til að
hjálpa mér þótt hann hefði nóg
að gera, því að hann var þá í
næstefsta bekk menntaskóians
og þar að auki að búa Okotnik-
ov, kennarann frá Tsjúvasj, und-
ir próf. Þannig lagði þessi piltur,
tæplega sextán ára, þessa byrði
á herðar sér af frjálsum vilja.
(Anna Uljanova-Jelizarova: Lenín, 18.)
(Það þarf varla að taka það
fram að hún náði latíuninni).
Þegar Lenín var á unglingsár-
um sínum gerðust atburðir sem
áttu eftir að hafa mikil áhrif á
framtíð hins unga manns. Hann
var á sextánda aldursári þegar
faðir hans dó og ári seinna var
eldri bróðir hans tekinn af lífi
fýrir hlutdeild í samsæri til að
ráða Alexander III. Rússakeisara
af dögum. Er næsta líklegt að af-
taka bróður hans hafi hert hinn
unga námsmann til muna og
gert hann harðari og einstreng-
ingslegri. Þessi bróðir hans (Al-
exander hét hann) hafði alltaf
verið í miklu uppáhaldi hjá Len-
ín og var honum fýrirmynd í
flestu. Af honum lærði hann að,
lesa Marx og tileinka sér kom-
múnisk ffæði. Segir systir þeirra
(Anna Úljanova) um aftöku bróð-
urins að Alexander Úljanov hefði
dáið „hetjudauða" og að sá
kyndill byltingarsinnaðs píslar-
vættis hans hafi verið ljós á veg-
um yngri bróður hans, Valdimirs
(Leníns). Um þetta’leyti var
hann í efsta bekk menntaskól-
ans. Fréttin um bróður hans var
honum mikið áfall, en hann bar
harm sinn af miklu sálarþreki,
og bæði hann og Olga systir
hans luku prófi um vorið og
fengu verðlaunapeninga úr
gulli.
Byltingamaður
Alexander, bróðir Leníns,
hafði aðhyllst öfgastefnu sem
köluð var Narodismi og var
nokkurs konar hryðjuverka-
stefna þar sem aðaláJhersla var
lögð á að koma keisaranum fyrir
kattarnef. Seinna gagnrýndi Len-
ín þessa stefnu harðlega.
Lenín útskrifaðist úr há-
skólanum í Kazan árið 1891 og
var hann þá orðinn vel lesinn í
kommúnískum fræðum. Um það
leyti var hann orðinn sannfærð-
ur um öll meginatriði marx-
ismans og var orðinn byltingar-
maður að atvinnu.
í desember 1895 var hann
sendur í útlegð til Síberíu. En
þar starfaði hann ásamt öðrum
marxistum við útgáfústarfsemi
og rannsókmr á matxismanum.
Upp úr þessu fer hann að móta
sínar skoðanir á marxismanum
sem oftast hafa verið nefndar
„Marx-Lenínisminn.“ Lenín hafði
það gott í útlegðinni og segja
reyndar sagnfræðingar að hún
hafi verið honum til happs, því
þar hafi honum veist tími og
næði til rannsókna og lesturs.
Hafi hann í útlegðinni brýnt