Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 43

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 43
markmið sín og sannfærst um tilgang sinn. Árið 1893 flutti Lenín til Stal- ingrad og stofnaði þar leynilegt marxistafélag. Eftir mikla leyni- starfsemi var hann aftur dæmd- ur í útlegð. Komst hann þá til Sviss. Þar stofnaði hann blað sem hét „Iskra“ (Neistinn) og var þetta blað að málgagni marxista. Á þessum tíma ferðað- ist hann mikið landa á milli, meðal annars til London og dvaldi þar um skeið. Hann átti í miklum deilum við hina ýmsu leiðtoga marxista og kommún- ista. Var hann oftast harður og óvæginn í orðum við þá sem hann taldi að væru að hvika frá marxismanum og aðhyllast hin- ar ýmsu „hentistefnu". Baktería í tilraunaglasi Heimsstyrjöldin íýrri veikti mjög stöðu Rússakeisara. Hung- ursneyð og hernaðarlegar ófar- iri drógu mjög úr völdum hans. Þá sá Lenín tækifæri sitt. Með samböndum sínum í Þýskalandi tókust samkomulag milli hans og yfirvalda Þjóðverja um að koma honum til Rússlands. Þeir sáu sér hag í því að koma hon- um til valda því hann hafði lofað að stöðva þátttöku Rússa í styrj- öldinni. Um það hvernig Lenín komst til Rússlands aftur og gat beitt sér þar í byltingunni fer mörgum sögum. Ein þeirra er eftirfarandi: „Það mun vera staðreynd að vorið 1917 fór lokuð og innsigl- uð járnbrautalest frá Sviss um Þýskaland og allt til Finnlands. Þetta hefði ekki verið hægt án þess að Þjóðverjar leyfðu, ættu jafnvel hlut að máli, ogþvíhefur verið haldið fram. Tilgangurinn með þessu var að senda á vett- vang mann, sem gæti komið af stað þvílíku róti í Rússlandi, að Rússar yrðu að semja frið við Þjóðverja á austurvígstöðunum, og Þjóðverjar gætu þannig beitt sér af öllum kröftum gegn vest- urveldunum. Þetta tókst, friður var saminn... en það var raunar um seinan fyrir Þjóðverja en það er nú önnur saga. Hitt var ekki vitað fyrr en síðar að íhinni lokuðu járnbrautalest var sá maður sem líklegastur var til að koma öllu í uppnám tRússlandi, en það var Lenín." Afburðarmenn og örlagavaldar, 156. Leiðtogi Lenín var sá maður sem með ótrúlegum viljastyrk gat haldið velli í sviptingum byltingarinn- ar. Hann þurfti að berjast við andstæðinga sína Menshevika (hvítliða) og herir frá hinum ýmsu löndum sóttu að frá öllum hliðum. Ekki má gleyma að eitt aðalatriði marxismanns brást: Það varð engin heimsbylt- ing. Rússar stóðu því einir. Þeir höfðu fjendur á allar hliðar og baráttan varð heiftarlegri og grimmilegri eftir því sem líða tók á. En þegar upp var staðið hafði Lenín sigurinn í hendi sér. Margir hafa orðið tii þess að reyna að varpa Ijósi á persónu Leníns. Sumir hafa talið hann slægvitran og grimman. Hann hafi fyrst og fremst beitt fyrir sig fullkominni hugmyndafræði til að þjóna eiginhagsmunum. Hann hafi verið ofstopamaður, óbilgjarn, kreddufastur og járn- kaldur í mannlegum samskipt- um. Aðrir segja að hann hafi að- eins verið stjórnmálamaður sem þurfti og þorði að taka erfiðar ákvarðanir. Maxim Gorki segir til dæmis um hann í ævisögu hans: Starf heiðarlegs þjóðarleið- toga er óumræðilega erfitt. For- ingi, sem ekki er að vissu leyti harðstjóri, kemur engu til leið- ar. Sennilega voru á stjórnarár- um Leníns drepnir fleiri menn en á dögum Tómasar Munters, því að andstaðan var mikil og vel skipulögð. Einnig verður að taka tillit til þess, að með þróun „menningarinnar" fellur sýni- lega líf einstaklingsins í verði, því ber ómótmælaniega þróun eyðileggingarinnar í Evrópu vitni og það yndi sem margir hafa af því fyrirbæri. Segið mér undanbragðalaust hvort yður finnst hræsni þeirra siðferðis- postula viðurkvæmileg sem tala um morðæði rússnesku bylting- arinnar en hafa sjálfir í fjögur ár staðið fyrir svívirðilegum múg- morðum í Evrópu og ekki sýnt minnstu hryggð yfir milljónum fallinna manna, heldur á allan hugsanlegan hátt knúið áfram þessa andstyggilegu stríðsvél „þangað til sigur er unninn". Maxim Gorkí: Lenín, 244—245. Lenínisminn Lenín skapaði ekki neina sjálf- stæða hugmyndafræði heldur byggði hann kenningar sínar fýrst og fremst á kenningum Marx. Starf hans sem hugmyndafræðingur gekk fýrst og ffemst út á að útskýra marx- ismann og tengja þá hugmynda- ffæði við veruleika síns tíma. Oftast er talað um að Lenín hafi lyft marxismanum í æðra veldi og haldið þróun hans við. Enda er algengasta kenning sósíalism- ans í dag Marx-Lenínismi. Á þeim tíma sem Lenín var að móta sínar hugmyndir, gat hið rússneska þjóðfélag tæplega tal- ist vera komið á það stig að bylt- ing verkalýðsstéttarinnar væri yflrvofandi. Því þrátt fyrir mikla kúgun og fátækt þá var verka- Iýðsstéttin ekki orðin það stór að hún gæti áorkað því að koma í kring byltingu og einnig verð- ur að taka það með í reikning- inn að rússneska þjóðfélagið einkenndist fremur af bænda- menningu heldur en af kapital- isma eins og í Þýskalandi og á Englandi. Lenín reyndi þá að kveða nið- ur raddir þeirra sem vildu bíða eftir „réttum" aðstæðum sam- kvæmt kenningum Marx. Hann taldi að með réttu áróðurstarfi mætti breiða út boðskap marx- ismans meðal öreiganna, auka þannig hjá þeim stéttarvitund- ina og hvetja til athafna. Með því mætti sleppa hluta úr skeiði í söguþróuninni. Þegar Marx og Engels birtu kenningar sínar um hina komm- únisku byltingu, höfðu þeir fýrst og fremst miðað rannsóknir sín- ar við þýskt og enskt þjóðfélag. Þetta telja ýmsir að Lenín hafi gert sér ljóst og telja honum það til tekna að hann hafi getað skilið á milli þess sem hafði al- þjóðlegt gildi í marxismanum og þess sem átti aðeins við að- stæður í Þýskalandi og Englandi. ,Mþjóðlegt gildi Lenínis- mans er þannig fólgið í því, að hann sér á undan öðrum jjiin- eiginiegt verkefni í réttu ijósi og hlutföllum, fremur en í því, að nánari skilgreiningar hans og úr- lausnir séu algild sannindi" Jóhann Páll Ámason: Þættir úr sögu sósialismans, 44. En ekki eru allir sammála um gildi Lenínsmans og þýðingu hans fyrir marxismann. Ýmsir hafa orðið til þess að segja að Lenín gefi í skrifum sínuin fá svör við grundvallarspurning- um byltingarinnar á yfiifctand- andi tímabili né heldur að hann gefi bestu túlkun á marxisman- um í heild sem allir verði að byggja á (en það er algeng skoð- un meðal marxista). VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.