Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 44

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 44
Nýársfagnaður í Naustinu: Húllumhæ hjá hesta- mönnum Hestamenn, nánar tiltekið Hjóna- klúbbur Fáks, fagnaði nýju ári með pomp og prakt í veitingahúsinu Naust- inu að kvöldi 1. janúar s.l. Fjölmennt var á fagnaðinn, hvert sæti setið og eig- endur staðarins lögðu sitt af mörkum til að skapa hina einu sönnu hesta- mannastemmningu því upp um alla veggi héngu hnakkar og beisli og ann- að sem bráðnauðsynlegt þykir á sam- komu sem þessari. Gunnar Maggi Árnason, sem var einn af forsvarsmönnum þessa fagnaðar, sagði í samtali við Vikuna að þessi fagnaður hefði tekist vonum framar og að allir hefðu verið mjög ánægðir með kvöldið. „Við munum örugglega halda svona hátíð aftur, því þessi heppnaðist svo vel,“ sagði Gunnar. í máli hans kom fram að tilurðin að þess- um fagnaði hafl einkum verið sú að menn hefðu verið orðnir leiðir á því að skemmt- anir Fáks hefðu oft á tíðum leiðst út í skrall, enda félagið orðið stórt og blandað. Matseðillinn þetta kvöld samanstóð af villigæsapaté og humarsúpu í forrétt, sorbet í millirétt, hreindýrasteik í aðalrétt og eftir- rétturinn bar heitið 1988. Gunnar Maggi sagði að skemmtiatriði kvöldsins hefðu verið heimatilbúin, mikið um leiki og mikið sungið að sjálfsögðu en síðan hefðu hinir landskunnu hestamenn Diddi Bárðarson og Guðmundur Gíslason verið með frumsamið prógramm sem m.a. samanstóð af smábrag sem saminn var sér- staklega fyrir fagnaðinn og stuttan leikþátt þar sem Diddi lék nútímahestamann í fúll- komnum Evrópukeppnisgalla en Guðmund- ur aftur á móti gamla tímann í sauðskinns- skónum með öllu tilheyrandi. FRI. Sveinn Hjörleifsson, einn eigenda Naustsins, fylgist hér með Guðrúnu „Snúllu" Ólafsdóttur veitingastjóra gantast við þjóninn Helga. Glatt á hjalla hjá Hjónaklúbbnum. Lengst til vinstri sést Viðar Guðmundsson, á móti honum situr Sigurbjörg kona hans, við hlið hennar eru svo Tómas Brandsson, Fríða Steinars- dóttir og Gunnar Maggi Árnason en Karen Jónsdóttir snýr baki í vélina. „Þú segir ekki!“ Hestamenn höfðu um nóg að spjalla fram undir morgun. 44 VIKAN LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.