Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 47

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 47
Bergljót Baldursdóttir dagskrár- gerðarmaður og málfræðingur í útsendingarstofu Ljósvakans. „Ég Ift á starfið sem þjónustu við hlustendur. Ég er ekki í neinum stjörnuleik hér við tækin," segir hún. LJÓSVAKINN ÞRIGGJA MÁNAÐA Frá fyrstu útsendingu Ljósvakans: Jónas R. Jónsson ásamt Einari Sigurðssyni útvarpsstjóra, og Stefáni S. Stefánssyni, sem var við stjórnvölinn á fyrstu tímum Ljósvakans í loftinu. FM 95,7 engin síbyl ja „Við tókum strax þá ákvörðun að tala sem minnst á Ljósvak- anum, nema við hefðum þá eitthvað alveg sérstakt að segja,“ segir Jónas R. Jóns- son, dagskrárstjóri Ljósvak- ans, sem er nýjasta viðbótin við Ijósvakamiðlana hérlendis. „Við erum með vandaða tal- þætti um helgar, þegar Helga Thorberg fjallar um mannlífið á vandaðan og skemmtilegan hátt. Einnig hefur fróðleiks- spjall Hjálmars H. Ragnarsson- artónlistarmanns og tónskálds um klassíska tónlist mælst ákaflega vel fyrir, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar er Ljós- vakinn fyrst og fremst tónlist- arstöð með vandaða tónlist og kurteislegar kynningar á henni," segir Jónas. „Við höf- um líka einstakt mannaval á stöðinni. Þar á meðal málfræð- ing, sem tryggir að málfarið ætti að vera i lagi, sem hefur því miður verið misbrestur á hjá sumum dagskrárstjórnend- um annarra stöðva," segir hann. Ljósvakinn hefur nú starfað í tvo mánuði og er þvi nokkur reynsla komin á starfsemina og viðbrögð hlustenda. „Við höfum aðeins heyrt mjög jákvæð viðbrögð frá þeim hópi sem Ljósvakanum er fyrst og fremst ætlað að þjóna, en það er fólk um þrítugt og upp úr. Það er enginn vafi á að stöðin höfðar til þessa fólks því í úrtakskönnun- um okkar. segist mikið af þessu fólki hlusta aðeins á Ljósvakann. Það er því mjög ánægjulegt að okkur hefur tekist að ná því mark- miði sem við settum okkur í upp- hafi, þ.e. að ná til þessa hóps, sem var áður að mörgu leyti af- skiptur tónlistarlega," segir Jónas R. Jónsson dagskrárstjóri. Hátækni tryggir tóngæðin Ljósvakinn er eina útvarpsstöð- in hérlendis og reyndar í allri Evrópu, sem leikur eingöngu tón- list af geisladiskum. Hljómgæðin eru veruleg umfram venjulega plötuspilara, en þau njóta sin þó varla að fullu nema viðtækin séu mjög vönduð. Blaðamenn Vik- unnar gerðu samanburð á hljóm- gæðunum í tónlistarútsendingu Ljósvakans og annarrar FM stöðvar með vandaðri hljóm- tækjasamstæðu og gæðamunur- inn var auðheyrilegur. „Þetta nýtur sín best í klass- ískri tónlist og jass. Við erum nú að stækka verulega safn stöðvar- innar af þessum tegundum tón- listar og við ætlum jafnframt að draga úr flutningi á mörgu efni sem skarast áberandi á við hinar stöðvarnar, en það þarf þó eng- inn að óttast að efnið verði þung- lamalegt og leiðinlegt," segir Jónas R. Jónsson. „Það er ekkert vandamál með framboð af erlendri tónlist á geisladiskum, en það er nokkuð verra með íslenskt efni. Við höf- um leyst það vandamál með ærn- um tilkostnaði, með því að færa íslenskar upptökur yfir á stafræn (digital) tónbönd, sem gefa jafn- vel enn meiri hljómgæði en geisladiskar. Meðal þess sem við höfum endurunnið á þennan hátt er gamalt íslenskt efni, sem nýtur sin ótrúlega vel i slíkri útgáfu. Þjónusta við hlustendur Bergljót Baldursdóttir málfræð- ingur sér um útsendingar Ljó- svakans alla virka daga á milli klukkan 13 og 19. Bergljót kynnir lög og les fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar, systurfyrirtæki Ljós- vakans. „Ég lít fyrst og síðast á starf mitt hér sem þjónustustarf í þágu hlustenJa,11 segir Bergljót. „Við höfum hlustendur fyrst og fremst í huga og reynum þvi eftir mætti að forðast að misbjóða þeim og mál- farskennd þeirra," segir hún. Jónas R. Jónsson segir að þrátt fyrir góð viðbrögð hlustenda við nýbreytni Ljósvakans sé hæp- ið að slk stöð gæti staðið undir sér ein síns liðs. „Samreksturinn við Bylgjuna tryggir hagræðingu og reksturinn er þvi allur einfald- ari fyrir vikið. Við erum í loftinu til að veita ákveðna þjónustu og dæmið gengur vel upp. Ljósvak- inn sendir út í 124 tíma á viku og þess á milli er rásin samtengd við Bylgjuna," segir Jónas. „Eg er sannfærður um að Ljós- vakinn verður áfram metinn sem sá þægilegi afþreyingarfjölmiðill sem ætlun hans er að vera. Góð, vönduð og róandi útvarpsstöð, sem hefur það takmark að flytja góða tónlist. Ég skora þvi á unn- endur góðrar tónlistar að stilla yfir á Ljósvakann og kynna sér gæðin. Þeir verða ekki sviknir," segir Jónas R. Jónsson dagskrár- stjóri. VIKAN 47 UÓSM.: PÁLU KJARTANSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.