Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 53
Gott úrvcd
Jólamyndir kvikmynda-
húsanna ganga enn og
óhætt er að segja að sjaldan
hafi verið betra úrval á
þessum markaði en einmitt
nú. Af öðrum myndum ó-
löstuðum má sérstaklega
mæla með myndunum
„Síðasti keisarinn" (Last
Emperor) í Regnboganum,
„Á vaktinni“ (Stakeout) í
Bíóborginni, og „Öll sund
lokuð" (No way out) í
Háskólabíói.
■ „Síðasti keisarinn" er gerð af
ítalska leikstjóranum Bernardo
Bertolucci en í verkum sínum
hefiir hann hingað til sameinað
KVIKMYNDIR
sem brokkgengur lögreglumað-
ur. Hann og félagi hans, leikinn
af Emilio Estevez, fá það hlut-
verk að fylgjast með íbúð ungr-
ar stúlku þar sem grunur leikur
á að fyrrum elskhugi hennar,
hættulegur morðingi, muni
koma í heimsókn. Atvikin haga
því svo þannig til að brátt á
Dreyfúss í heitu ástarsambandi
við stúlkuna og setur verkefnið
þar með í stórhættu.
Eins og fyrr segir fer Dreyfuss
á kostum í þessari mynd en sam-
allt hið besta í ítalskri kvik-
myndagerð og er þessi mynd
engin undantekning þar á.
Mynd þessi er nokkuð löng, eins
og flest verk Bertolucci, enda
spannar hún 60 ára tímabil í kín-
verskri sögu en hún fjallar um
Pu Yi sem var síðasti keisarinn í
Kína og lifði ævintýralegu lífi
ffaman af.
Fréttir af gerð þessarar mynd-
ar herma að kínverjar hafl lagt
sig í Iíma við að aðstoða Bertol-
ucci við gerð hennar og kemur
það glögglega fram í myndinni
en stórbrotnar senur og heill-
andi umhverfi þessa horfha tíma
gera þessa mynd ómissandi fyrir
alla þá sem gaman hafa af góð-
um kvikmyndum.
■ „Á vaktinni" eða Stakeout er
gerð af John Badham en í henni
fer Richard Dreyfúss á kostum
leikur hans og Estevez er með
ólíkindum góður og raunar mun
mikið af samtölum þeirra í
myndinni vera spuni á staðnum
en ekki bundinn í klafa handrits.
Útkoman er hreint frábær og
ekki spillir galsafengin leik-
stjórn Badhams neinu þar um.
■ Kevin Costner hefur á ótrú-
lega stuttum tíma tekist að
verða ein skærasta stjarnan í
Hollywood, hefur leikið í hverri
stórmyndinni á fætur annarri.
Hér er hann í hinum pólitíska
þriller No way out ásamt Gene
Hackman sem maður sér alltof
lítið til nú í seinni tíð. Myndin
er spennumynd af bestu gerð.
Leikstjórinn er Ástralinn Roger
Donaldson en hann hafði áður
unnið sér það til frægðar að leik-
stýra einni endurgerð myndar-
innar The Bounty með þeim
Mel Gibson og Anthony Hopk-
ins í aðalhlutverkum.
■ Ef við rennum aðeins stutt-
lega yfir aðrar myndir má þar
fýrst nefna Isthar, dýrustu gam-
anmynd sem gerð hefúr verið
og mun borin von að hún nái
nokkurn tíman fyrir kostnaði.
Þrátt fýrir fyrir að myndin hafi
orð á sér fýrir að vera mis-
heppnuð eru mörg kostuleg
atriði í henni þar sem Warren
Beatty og Dustin Hoffrnan leika
tvo misheppnaða söngvara í leit
að fé og frama í Austurlöndum
nær. (Sjá nánari umfjöllun um
Isthar í síðasta tbl. Vikunnar).
■ Fjölskyldumyndina í ár er að
finna í Laugarásbíói en það er
gamanmyndina „Stórfótur" eða
Harry and the Hendersons.
Leikstjóri er William Dear sem
m.a. gerði hina óborganlegu
múmíumynd í Amazing Stories.
Myndin fjallar um fjölskyldu
sem tekur að sér Stórfót eða
Snjómanninn hryllilega eftir því
hvernig á það er litið og forðar
honum frá þeim sem vilja hon-
Gene Hackman og Kevln Cost-
ner í hlutverkum sínum í No
way out.
um ilit. En það er erfitt að fela
ferlíki á borð við þetta.
■ „Undraferðin“ eða Innerspace
í Bíóhöllinni er vísindaskáld-
skapur eins og hann gerist best-
ur undir leikstjórn Joe Dantge
sem unnið hefúr með Steven
Spielberg um nokkurt skeið.
Dennis Quid leikur reynslu-
flugmann sem tekur þátt í ný-
stárlegum tilraunum. Hann er
smækkaður niður í ekki neitt og
síðan á að sprauta honum inn í
líkama tilraunakanínu. Þetta
misheppnast og í staðinn lendir
Quid í líkama búðarþjóns sem
er að afhenda vörur á rannsókn-
arstofúnni og hefst nú mikill elt-
ingarleikur því óprúttnir náung-
ar vilja gjarnan ná í þessa upp-
finningu. Martin Short leikur
búðarþjóninn og fer á kostum í
hlutverki sínu.
STILLTU Á STJÖRNUNA
Stjaman er stillt á
Þig
FM 102,2 og 104
Auglýsingasími 689910
VIKAN 53