Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 53

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 53
Gott úrvcd Jólamyndir kvikmynda- húsanna ganga enn og óhætt er að segja að sjaldan hafi verið betra úrval á þessum markaði en einmitt nú. Af öðrum myndum ó- löstuðum má sérstaklega mæla með myndunum „Síðasti keisarinn" (Last Emperor) í Regnboganum, „Á vaktinni“ (Stakeout) í Bíóborginni, og „Öll sund lokuð" (No way out) í Háskólabíói. ■ „Síðasti keisarinn" er gerð af ítalska leikstjóranum Bernardo Bertolucci en í verkum sínum hefiir hann hingað til sameinað KVIKMYNDIR sem brokkgengur lögreglumað- ur. Hann og félagi hans, leikinn af Emilio Estevez, fá það hlut- verk að fylgjast með íbúð ungr- ar stúlku þar sem grunur leikur á að fyrrum elskhugi hennar, hættulegur morðingi, muni koma í heimsókn. Atvikin haga því svo þannig til að brátt á Dreyfúss í heitu ástarsambandi við stúlkuna og setur verkefnið þar með í stórhættu. Eins og fyrr segir fer Dreyfuss á kostum í þessari mynd en sam- allt hið besta í ítalskri kvik- myndagerð og er þessi mynd engin undantekning þar á. Mynd þessi er nokkuð löng, eins og flest verk Bertolucci, enda spannar hún 60 ára tímabil í kín- verskri sögu en hún fjallar um Pu Yi sem var síðasti keisarinn í Kína og lifði ævintýralegu lífi ffaman af. Fréttir af gerð þessarar mynd- ar herma að kínverjar hafl lagt sig í Iíma við að aðstoða Bertol- ucci við gerð hennar og kemur það glögglega fram í myndinni en stórbrotnar senur og heill- andi umhverfi þessa horfha tíma gera þessa mynd ómissandi fyrir alla þá sem gaman hafa af góð- um kvikmyndum. ■ „Á vaktinni" eða Stakeout er gerð af John Badham en í henni fer Richard Dreyfúss á kostum leikur hans og Estevez er með ólíkindum góður og raunar mun mikið af samtölum þeirra í myndinni vera spuni á staðnum en ekki bundinn í klafa handrits. Útkoman er hreint frábær og ekki spillir galsafengin leik- stjórn Badhams neinu þar um. ■ Kevin Costner hefur á ótrú- lega stuttum tíma tekist að verða ein skærasta stjarnan í Hollywood, hefur leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri. Hér er hann í hinum pólitíska þriller No way out ásamt Gene Hackman sem maður sér alltof lítið til nú í seinni tíð. Myndin er spennumynd af bestu gerð. Leikstjórinn er Ástralinn Roger Donaldson en hann hafði áður unnið sér það til frægðar að leik- stýra einni endurgerð myndar- innar The Bounty með þeim Mel Gibson og Anthony Hopk- ins í aðalhlutverkum. ■ Ef við rennum aðeins stutt- lega yfir aðrar myndir má þar fýrst nefna Isthar, dýrustu gam- anmynd sem gerð hefúr verið og mun borin von að hún nái nokkurn tíman fyrir kostnaði. Þrátt fýrir fyrir að myndin hafi orð á sér fýrir að vera mis- heppnuð eru mörg kostuleg atriði í henni þar sem Warren Beatty og Dustin Hoffrnan leika tvo misheppnaða söngvara í leit að fé og frama í Austurlöndum nær. (Sjá nánari umfjöllun um Isthar í síðasta tbl. Vikunnar). ■ Fjölskyldumyndina í ár er að finna í Laugarásbíói en það er gamanmyndina „Stórfótur" eða Harry and the Hendersons. Leikstjóri er William Dear sem m.a. gerði hina óborganlegu múmíumynd í Amazing Stories. Myndin fjallar um fjölskyldu sem tekur að sér Stórfót eða Snjómanninn hryllilega eftir því hvernig á það er litið og forðar honum frá þeim sem vilja hon- Gene Hackman og Kevln Cost- ner í hlutverkum sínum í No way out. um ilit. En það er erfitt að fela ferlíki á borð við þetta. ■ „Undraferðin“ eða Innerspace í Bíóhöllinni er vísindaskáld- skapur eins og hann gerist best- ur undir leikstjórn Joe Dantge sem unnið hefúr með Steven Spielberg um nokkurt skeið. Dennis Quid leikur reynslu- flugmann sem tekur þátt í ný- stárlegum tilraunum. Hann er smækkaður niður í ekki neitt og síðan á að sprauta honum inn í líkama tilraunakanínu. Þetta misheppnast og í staðinn lendir Quid í líkama búðarþjóns sem er að afhenda vörur á rannsókn- arstofúnni og hefst nú mikill elt- ingarleikur því óprúttnir náung- ar vilja gjarnan ná í þessa upp- finningu. Martin Short leikur búðarþjóninn og fer á kostum í hlutverki sínu. STILLTU Á STJÖRNUNA Stjaman er stillt á Þig FM 102,2 og 104 Auglýsingasími 689910 VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.