Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 3

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 3
VIKAN 28. JANUAR 1986 VIKAN ÞRIÐJA MEST LESNATIMARITIÐ Vikan mest lesin af allri fjölskyldunni Þórarinn Jón Magnússon, sem keypti Vikuna á síðasta ári, sést hér blaða í gömlum árgangi af þessu sívinsæla heimlisblaði. Ljósm.: Gunnlaugur Rögnvaldsson Niðurstöður úr könnun á lestri dagblaða og tímarita liggja nú fyrir en það yar Verslunar- ráð íslands sem lét Félagsvísinda- stofnun Háskólans annast þessa könnun. Það eru ánægjuleg tíð- indi fyrir okkur hér á Sam- útgáfunni að Vikan er nú þriðja mest lesna tímaritið á markaðnum ásamt Nýju lífi. í fyrsta sæti er Mannlíf og í öðru sæti er Hús og híbýli en það tímarit er einnig gefið út af Sam-út- gáfunni. Sam-útgáfan tók við rekstri Vikunnar á síðasta ári og vitað var að tímaritið var þá komið í mikla lægð. Þær breytingar á efni og útliti tímaritsins sem fram- kvæmdar voru strax hafa því heppnast vonum fram- ar og mun verða haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð var að gera tíma- ritið að alhliða blaði fyrir alla fjölskylduna. Þegar athugaðar eru niðurstöður í þessari könnun kemur glögglega fram að Vikan er það tíma- rit sem mest er lesið af allri fjölskyldunni en kannað var sérstaklega hver væri fjöldi heimilismanna sem lesa þau tímarit er spurt var um. í Ijós kom að í 40% tilvika lásu 4 eða fleiri heimilismenn Vikuna og var það langhæsta hlutfall- ið í þessum flokki. Næst kom Mannlíf en í 29% til- vika lásu 4 eða fleiri heim- ilismenn það tímarit. I ÞESSARI VIKU: NUDD Nudd er tekið til rækilegrar umfjöllunar í þessu tölu- blaði Vikunnar og greinin studd ljósmyndum sem ljósmyndari Vikunnar tók af Silju Kristjánsdóttur er hún var með Unni Steins- son sýningarstúlku og flug- freyju á bekknum. Hér er hins vegar mynd af Silju ásamt Bandaríkjamannin- um Rick Gaines þar sem hann er að skýra henni frá nýjustu handtökunum í nuddi sem farið er að beita í heimalandi hans þar sem hann rekur fjölda nudd- stofa. Gaines þessi kemur reglulega hingað til lands til að leiðbeina íslenskum nuddurum eins og fram kemur í greininni á bls. 12. UTGEFANDI: SAM-Útgáfan, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík. Sími 83122. Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Auglýsingastjóri: Hrafnkell Sigtryggsson Ritstjórar og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Magnús Guðmundsson Ritstjómarf ulltrCri: Bryndís Kristjánsdóttir Menning: Gunnar Gunnarsson Blaðamenn: Adolf Erlingsson Gunnlaugur Rögnvaldsson Friðrik Indriðason Ljósmyndarar: Páll Kjartansson Magnús Hjörleifsson Útlitsteikning: Sævar Guðbjörnsson Setning og umbrot: SAM-setning Pála Klein Sigríður Friðjónsdóttir Árni Pétursson Litgreiningar: Korpus hf. Filmusk., prentun, bókband: Hilmir hf. Dreifing og áskrift: Sími83122 VIKAN kemur út á fim.mtudögum. Verð í lausasölu 170 kr. Áskriftarverð: 550 kr. á mánuði, 1650 kr. fyrir 13 tölublöð árs- fjórðungslega eða 3300 kr. fyrir 26 blöð hátfsárslega. Áskriftarverðið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru í nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykja- vík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. ATHUGIÐ: Ákjósanlegasta greiðslufyr- irkomulagið er notkun EURO eða VISA. VIKAN 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.