Vikan


Vikan - 28.01.1988, Side 3

Vikan - 28.01.1988, Side 3
VIKAN 28. JANÚAR 1986 VIKAN ÞRIÐJA MEST LESNATÍMARITIÐ Vikan mestiesin at allri fjölskyldunni Þórarinn Jón Magnússon, sem keypti Vikuna á síðasta ári, sést hér blaða í gömlum árgangi af þessu sívinsaela heimlisblaði. Ljósm.: Gunnlaugur Rögnvaldsson Niðurstöður úr könnun á lestri dagblaða og tímarita liggja nú fyrir en það var Verslunar- ráð íslands sem lét Félagsvísinda- stofnun Háskólans annast þessa könnun. Þaö eru ánægjuleg tíð- indi fyrir okkur hér á Sam- útgáfunni aö Vikan er nú þriöja mest lesna tímaritiö á markaðnum ásamt Nýju lífi. í fyrsta sæti er Mannlíf og í öðru sæti er Hús og híbýli en það tímarit er einnig gefið út af Sam-út- gáfunni. Sam-útgáfan tók við rekstri Vikunnar á síðasta ári og vitað var að tímaritið var þá komið í mikla lægð. Þær breytingar á efni og útliti tímaritsins sem fram- kvæmdar voru strax hafa því heppnast vonum fram- ar og mun verða haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð var að gera tíma- ritið að alhliða blaði fyrir alla fjölskylduna. Þegar athugaðar eru niðurstöður í þessari könnun kemur glögglega fram að Vikan er það tíma- rit sem mest er lesið af allri fjölskyldunni en kannað var sérstaklega hver væri fjöldi heimilismanna sem lesa þau tímarit er spurt var um. í Ijós kom að í 40% tilvika lásu 4 eða fleiri heimilismenn Vikuna og var það langhæsta hlutfall- ið í þessum flokki. Næst kom Mannlíf en í 29% til- vika lásu 4 eða fleiri heim- ilismenn það tímarit. NUDD Nudd er tekið til rækilegrar umfjöllunar í þessu tölu- blaði Vikunnar og greinin studd ljósmyndum sem ljósmyndari Vikunnar tók af Silju Kristjánsdóttur er hún var með Unni Steins- son sýningarstúlku og flug- freyju á bekknum. Hér er hins vegar mynd af Silju ásamt Bandaríkjamannin- um Rick Gaines þar sem hann er að skýra henni frá nýjustu handtökunum í nuddi sem farið er að beita í heimalandi hans þar sem hann rekur fjölda nudd- stofa. Gaines þessi kemur reglulega hingað til lands til að leiðbeina íslenskum nuddurum eins og fram kemur í greininni á bls. 12. ÚTGEFANDI: SAM-Útgáfan, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík. Sími 83122. Framkvæmdastjóri: Sigurður Fossan Þorleifsson Auglýsingastjóri: Hrafnkell Sigtryggsson Ritstjórar og ábm.: Þórarinn Jón Magnússon Magnús Guðmundsson Ritstjórnarfulltrúi: Bryndís Kristjánsdóttir Menning: Gunnar Gunnarsson Blaðamenn: Adolf Erlingsson Gunnlaugur Rögnvaldsson Friðrik Indriðason Ljósmyndarar: Páll Kjartansson Magnús Hjörleifsson Útlitsteikning: Sævar Guðbjörnsson Setning og umbrot: SAM-setning Pála Klein Sigríður Friðjónsdóttir Árni Pétursson Litgreiningar: Korpus hf. Filmusk., prentun, bókband: Hilmir hf. Dreifing og áskrift: Sími 83122 VIKAN kemur út á fimmtudögum. Verð í lausasölu 170 kr. Áskriftarverð: 550 kr. á mánuði, 1650 kr. fyrir 13 tölublöð árs- fjórðungslega eða 3300 kr. fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverðið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru i nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykja- vík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. ATHUGIÐ: Ákjósanlegasta greiðslufyr- irkomulagið er notkun EURO eða VISA. VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.