Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 4

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 4
I BYRJUN VIKUNNAR Mexíkóferð í stað Þingvallahringsins Stúdentar frá þremur skólum saman í hópferð Ymsar uppákomur í skólanum fram að utanferðinni voru til þess fallnar að auka á spenn- inginn. Það er af sem áður var að nýútskrifaðir stúdentar færu austur fyrir Fjall eða bara Þingvallahringlnn til að halda upp á áfangann. í dag heimsækja nýstúdentar fjar- lægar heimsálfur. 1 síðustu viku komu þrír stúdenta- hópar til landsins eftir tæp- lega þriggja vikna ferðalag um Mexíko. Það voru nýstúdentar úr Fjöl- brautaskólanum Breiðholti, Kvennaskólanum og Fjölbrauta- skóla Vesturlands, sem ákváðu í haust að halda til Mexíkó að af- Ioknum prófum um jólin. Ferða- lagið hófet rétt fyrir áramót með því að flogið var til New York. Nokkrir stúdentanna sjást hér veifá Visa-kortum sínum í flugstöðinni í New York, en Visa studdi hópinn að nokkru leyti til fararinnar. Morguninn eftir var haldið áleiðis til Mexíkóborgar, höfuð- borgar Mexíkóríkis og þar dval- ist í þrjá daga. Enginn veit með vissu hvað þar búa margir. Töl- ur um íbúafjölda rokka á milli 12—20 milljóna. Þar fögnuðu hóparnir komu nýs árs á þjóð- Nýr Þórs- kabarett afstað „Svart og hvítt" heitir eld- fjörugur kabarett sem ÞórskafS hóf sýningar á um síðustu helgi. Margir af okkar þekktustu skemmtikröftum taka þátt í þess- ari grínveislu ársins. Má þar nefria Jörund Guðmundsson, Magnús Ólafeson, Sögu Jónsdótt- ur dansara og siðast en ekki síst stórsöngvarann og grínistann Tommy Hunt sem sló í gegn svo um munaði í fjörugum Þórs- kabarett í fyrra. Tommy hefur notið mikilla vinsælda erlendis á undanförnum árum og komið fram með Sammy Davis jr, Stevie Wonder, Díönu Ross og fleirum. Þessi bráðhressi mannskapur sér til þess að matargestir Þórskaffis skemmti sér rækilega um leið og þeir njóta þríréttaðrar veislu- máltíðar. Ljósm.: Lárus Wöhler. Auk þess koma við sögu í kabar- ett ársins hljómsveitin Burgeisar sem skipuð er nokkrum af fær- ustu tónlistarmönnum landsins. Hljómsveitin leikur jafhframt fyrir dansi fram á rauðanótt. Um tónlistarflutning fyrir mat- argesti sér ítalski gítarsnillingur- inn Leone Tinganelli. Þórskabarett í Þórskaffi er sýndur matargestum öll föstu- dags- og laugardagskvöld og boðið er upp á þríréttaða veislu- máltíð. legum mexíkönskum veitinga- og skemmtistað. Að lokinni skemmtilegri og forvitnilegri dvöl í Mexíkóborg kom að því sem alla hafði hlakkað mest til; tæplega tveggja vikna dvöl í Ac- apulco, ferðamannaparadís á Kyrrahafsströndinni. Mexíkó- borg liggur í rúmlega 2 km hæð á háslettu. Þaðan eru rúmlega 300 km til Acapulco. Þangað var ekið í rútum eftir hlykkjóttum fjallavegum. Dvölin í Acapulco var kær- komið frí eftir prófannir. Þar sem hóparnir fóru ekki á vegum sömu ferðaskrifstofu dvöldu þeir á tveimur hótelum. Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti og Kvennaskólinn voru saman á vegum Pólaris en Fjölbrauta- skóli Vesturlands fór með Útsýn. Úr 35-40 stiga hita í Acap- ulco var haldið til New York þar sem frosthörkur voru svo gífur- legar að fólki var ráðlagt að halda sig innandyra nema það ætti bráðnauðsynlegt erindi út í gaddinn. Þar dvöldu nýstúdent- arnir svo í þrjá daga og skoðuðu stórborgina. - ÁS 4 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.