Vikan


Vikan - 28.01.1988, Side 4

Vikan - 28.01.1988, Side 4
í BYRJUN VIKUNNAR t Mexíkóferð í stað Þingvallahringsins Ýmsar uppákomur í skólanum fram að utanferðinni voru til þess fallnar að auka á spenn- inginn. Stúdentar frá þremur skólum saman í hópferð Það er af sem áður var að nýútskrifaðir stúdentar færu austur fyrir Fjall eða bara Þingvallahringinn til að halda upp á áfangann. í dag heimsækja nýstúdentar fjar- lægar heimsálfur. í síðustu viku komu þrtr stúdenta- hópar til landsins eftir tæp- lega þriggja vikna ferðalag um Mexíkó. Það voru nýstúdentar úr Fjöl- brautaskólanum Breiðholti, Kvennaskólanum og Fjölbrauta- skóla Vesturlands, sem ákváðu í haust að halda til Mexíkó að af- loknum prófum um jólin. Ferða- iagið hófst rétt fyrir áramót með því að flogið var til New York. Nýr Þórs- kabarett af stað „Svart og hvítt“ heitir eld- fjörugur kabarett sem Þórskaffl hóf sýningar á um síðustu helgi. Margir af okkar þekktustu skemmtikröftum taka þátt í þess- ari grínveislu ársins. Má þar nefna Jörund Guðmundsson, Magnús Ólafeson, Sögu Jónsdótt- ur dansara og síðast en ekki síst stórsöngvarann og grínistann Tommy Hunt sem sló í gegn svo um munaði í fjörugum Þórs- kabarett í fyrra. Tommy hefúr notið mikilia vinsælda erlendis á undanförnum árum og komið fram með Sammy Davis jr, Stevie Wonder, Díönu Ross og fleirum. Morguninn eftir var haldið áleiðis til Mexíkóborgar, höfúð- borgar Mexíkóríkis og þar dval- ist í þrjá daga. Enginn veit með vissu hvað þar búa margir. Töl- ur um íbúafjölda rokka á milli 12—20 milljóna. Þar fögnuðu hóparnir komu nýs árs á þjóð- legum mexíkönskum veitinga- og skemmtistað. Að lokinni skemmtilegri og forvitnilegri dvöl í Mexíkóborg kom að því sem alla hafði hlakkað mest til; tæplega tveggja vikna dvöl t Ac- apulco, ferðamannaparadís á Kyrrahafsströndinni. Mexíkó- borg liggur í rúmlega 2 km hæð á háslettu. Þaðan eru rúmlega 300 km til Acapulco. Þangað var ekið í rútum eftir hlykkjóttum fjallavegum. Dvölin í Acapulco var kær- komið frí eftir prófannir. Þar sem hóparnir fóru ekki á vegum sömu ferðaskrifstofú dvöldu þeir á tveimur hótelum. Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti og Kvennaskólinn voru saman á vegum Pólaris en Fjölbrauta- skóli Vesturlands fór með Útsýn. Úr 35-40 stiga hita í Acap- ulco var haldið til New York þar sem frosthörkur voru svo gífúr- legar að fólki var ráðlagt að halda sig innandyra nema það ætti bráðnauðsynlegt erindi út í gaddinn. Þar dvöldu nýstúdent- arnir svo í þrjá daga og skoðuðu stórborgina. - ÁS skemmti sér rækilega um leið og þeir njóta þríréttaðrar veislu- máltiðar. Ljósm.: Lárus Wöhler. Auk þess koma við sögu í kabar- ett ársins hljómsveitin Burgeisar sem skipuð er nokkrum af fær- ustu tónlistarmönnum landsins. Hljómsveitin leikur jafiiffamt fyrir dansi fram á rauðanótt. Um tónlistarflutningfyrirmat- argesti sér ítalski gítarsnillingur- inn Leone Tinganelli. Þórskabarett í Þórskaffi er sýndur matargestum öll föstu- dags- og laugardagskvöld og boðið er upp á þríréttaða veislu- máltíð. Nokkrir stúdentanna sjást hér veifa Visa-kortum sínum í flugstöðinni í New York, en Visa studdi hópinn að nokkru leyti til fararinnar. 4 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.