Vikan


Vikan - 28.01.1988, Page 6

Vikan - 28.01.1988, Page 6
„Rekum endahnútinn á viðreisnina" — segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra og formaður Alþýðuflokksins í viðtali við Vikuna TEXTI: MACNÚS CUÐMUNDSSON UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON „Það er ljóst, að frum- kvæðið að þessum miklu kerfisbreytingum er komið firá Alþýðu- flokknum og ég óttast alls ekki tímabundnar óvinsældir vegna þeirra,“ segir Jón Bald- vin Hannibalsson flár- málaráðherra og for- maður Alþýðuflokksins í samtali við Vikuna. Flest bendir til að fjármála- ráðherrann sé almennt óvinsæl- asti ráðherra ríkisstjórnarinnar þessa dagana. Hann hefur staðið í fararbroddi fyrri þeim um- fangsmiklu breytingum, sem hafa meðal annars leitt af sér verulegar breytingar á verðlagi í landinu, en óvinsældir ráðherr- ans eiga fyrst og ffemst rætur sínar að rekja til þess að mönn- um finnst ýmsar nauðsynjavör- ur hafa hækkað úr hófi fram á undanförnum vikum. Einhver ótilgreindur baró- meter virðist mæla vinsældir stjómmálamanna hverju sinni, og því virðist ekki hægt að kryfja gangverk mælis þessa til mergjar. Fyrir kosningar er stjómmálamanni nauðsynlegt að hafa hlýjan meðbyr almennra vinsælda, en hann á líka á hættu að verða litinn hornauga, fyrir ásókn í þær vinsældir, sem em honum þrátt fýrir allt nauðsyn- legar á stundum. Stjórnmálamönnum er ofit legið á hálsi fyrir að efna ekki kosningaloforðin fögm, en slík sviksemi bakar mönnum þó sjaldnast óvinsældir, þar sem hún er þáttur í sjónarspilinu - eðlilegur og viðurkenndur hluti leiksins. Óvinsælt að efna kosningaloforð Hins vegar bakar stjórnmála- menn sér oft óvinsældir þegar þeir leggja til atlögu við þá hringborg kosningaloforða sem þeir hafa slegið um sig í hita leiksins. Framkvæmd stórra kosningaloforða og áætlana hlýtur óhjákvæmilega að skilja eftir sig spor og væri hreinlega undarlegt ef öllum líkaði jafn vel. Hinu má heldur ekki gleyma að þótt stjórnmálamað- ur á íslandi komist í þá aðstöðu eftir kosningar að geta fýlgt mál- um sínum eftir úr ráðherrastól þá hefúr hann sjaldnast meiri hluta kjósenda á bak við sig. Darraðardans stjómarmyndana eftir kosningar á íslandi hefúr oft leitt til þess að það er nánast tilviljunarkennt, hverjir setjast að lokum í ráðherrastóla. Því getur það verið álíka tilviljunar- kennt hvaða stefriumið verður ofan á í ríkisstjóm. Það er því nokkuð kaldhæðið að almennir 6 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.