Vikan


Vikan - 28.01.1988, Page 9

Vikan - 28.01.1988, Page 9
Með tollalagabreyting- unni erum við að reka endahnútinn á verk Við- reisnar. að breyta. Þar ríkir hins vegar tregðulögmál sem veldur því að breytingar mega ekki verða í einu stökkki, heldur skref fyrir skref. En þetta er allt að síga í rétta átt.“ Litli bitlinga- flokkurinn Þú talar um hagsmunagæslu þeirra flokka sem lengst hafa stýrt landinu. Hvað með Alþýðuflokkinn? Varla hefúr hann haldið sig ffómur frá kjöt- kötlunum í gegnum árin? „Einu sinni var Alþýðuflokk- urinn kallaður Litli bitlinga- flokkurinn. Það sem menn höfðu fyrir sér í því var það að forystumenn flokksins höfðu til- hneigingu til að koma sér fýrir í skjóli í ríkiskerfinu. Þetta er breytt. Það er alveg óþarfi að telja AI- þýðuflokknum til dyggðar að þessu er ekki lengur svona varið. Hann var lengi í stjórnar- andstöðu og endurnýjaðist af fólki og hugmyndum. Þú getur tekið Vilmundartímabilið sem dæmi. Á seinni árum hefúr hann því ekki verið þessi hagsmuna- gæsluflokkur. Hvers vegna ekki? Jú, hann hefúr ekkert sér hags- munakerfi að verja í þessu þjóð- félagi." Er það kannski vegna þess að hann hefur ekki komist að kjöt- kötlunum í svo langan tíma? ,Já, kannski. Andstæðingarnir gætu sagt að það væri skýringin en ég veit betur. Það er ekki bara það. Flokkurinn hefúr endurnýjast af fólki sem er ekki af slíku sauðahúsi. Fólki sem vill ekki vera í hagsmunagæsluflokki og er ekki í þannig flokki. Ef við værum í hagsmuna- gæslu gætum við ekki staðið að þeim umbótum sem við erum að gera.“ Stefna Alþýðu flokksins, ríkis- stjórnarstefnan Kratar hafa látið þau orð falla að þið Alþýðuflokksmenn ynnu VIKAN 9 Li

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.