Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 10

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 10
öll helstu verkin í þessari stjórn sem er nú væntanlega ekki sam- þykkt einróma af samstarfsflokk- um ykkar. Af hverju eruð þið svona áberandi í ríkisstjórninni? Ráðið þið meiru en hinir? ,Já, það eru engar ýkjur að fjármálaráðuneytið er valda- mesta ráðuneyti ríkisins. Að minnsta kosti í höndum þess sem vill nota sér það. Menn spyrja af hverju Alþýðuflokkurinn sé svona áberandi í ríkisstjórninni. Það er bæði vegna þess að hann hefur átakamestu ráðuneytin en það er hins vegar engin tilviljun að allar þessar umbætur og átök eiga sér stað nú. Menn geta spurt: Af hverju hófust þessar nauðsynlegu um- bætur ekki á síðasta kjörtíma- bili? Skattakerflð var ónýtt þá líka. Tollakerflð var kolúrelt áður, af hverju gerðu fyrrver- andi stjórnarflokkar ekkert í því? Svona mætti lengi telja. Af hverju gerist allt þetta þeg- ar við mætum til leiks? Við mættum til leiks óháðir hags- munaöflunum og þorum óhræddir að fylgja stefnumark- miðum okkar eftir. Málin unnust reyndar að verulegu leyti í stjórnarmynd- unarviðræðunum. Við vorum með vandlega undirbúna stjórn- aráætlun þar sem verklýsingin var óvenjulega ítarleg. í annan stað voru það fjár- lögin og lánsfjárlögin. Þeim var sett stefna. Þetta voru fjárlög með stefnu sem fólu í sér risa- vaxnar breytingar, m.a. að breyta stórkostlegum halla á ríkisbúskapnum í jöfnuð. Það var risavaxið átak og óskapleg vinna að láta þetta ailt falla saman, þess vegna hefur ekki geflst tími til að undirbúa önnur stórverkefni sem eru á döflnni. Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því að það eru aðeins 17 starfsmenn í öllu fjármálaráðuneyhtinu sem þurfa að sinna öllum þeim ótal verk- efnum sem þetta ráðuneyti varðar, ásamt því að vinna að þessu risavaxna verkefni sem fjárlagagerðin var. Þetta tókst. Mér er því spurn: Hvað gera þessir 160 starfsmenn í Seðla- bankanum allan daginn?" Mikið verk fyrir höndum „Þótt afköstin hafi verið mikil undanfarið er mikið verk eftir óunnið. Það eru fleiri skattkerf- isbreytingar á döfinni sem hefur hreinlega ekki unnist tími til að Við hér í f jármálaráðu- neytinu erum örugglega betur í stakk búnir að gæta hagsmuna hins al« menna neytanda en karlinn á kassanum í Miklagarði. undirbúa. Á næsta ári liggur fyr- ir að við munum undirbúa breytingar á skattlagningu fyrir- tækja, endurskoða allar reglur um skattalega meðhöndlun fjár- magns og eignatekna, meðal annars í samhengi við endur- skipulagningu á fjármagnsmark- aðnum. í stjórnarsáttmálanum er á- kveðið að breyta bankakerfinu, sameina banka og draga úr ríkis- eign og ríkispólitísku forræði og að þeir verði ábyrgar viðskipta- stofnanir í hlutafélagsformi. í því sambandi er nauðsynlegt að búa svo í haginn á fjármagns- markaðnum að það sé fýsilegt og arðbært fyrir almenning að eiga hlut í fyrirtækjum. Það gæti leitt til þess að bankarnir verði ekki bara seldir einhverjum stórum hagsmunaaðilum sem eru ekki að fjárfesta heldur að kaupa sér völd, samanber Út- vegsbankaklúðrið. En það þarf tíma til að undir- búa þessa hluti vandlega svo ekki verði árekstrar. Því við verðum að tryggja hagsmuni al- mennings, hins litla hlutafjáreig- anda og neytanda. Við erum örugglega betur til þess fallnir hér í fjármálaráðuneytinu en karlinn á kassanum í Miklagarði. Þessar breytingar eru hins vegar í andstöðu við ákveðna sterka sérhagsmuni og það getur svo sem farið svo að þeir reynist of sterkir og það þeim takist að koma í veg fyrir þessar breyting- ar. Ég hef þó trú á að þetta takist." Erlendir aðilar í fjármagnskerfið „Það þarf að auka samkeppni á fjármagnsmarkaðnum með því að hleypa inn erlendum aðilum sem kunna til verka, gætu kom- ið inn með ódýrara fjármagn og knúið hina, sem fyrir eru og vanir eru pólitískri verndun og fúskvinnubrögðum, til þess að aðlaga sig til að lifa af við harðn- andi samkeppni. Þá myndi margt af lánastarfsemi núver- andi ríkisbankakerfis ekki koma til greina." Þýddi það ekki að mikið af. núverandi starfsemi í landinu kæmi heldur ekki til greina í núverandi mynd? „Þetta myndi jú þýða það að það fjármagn sem nú ber lítinn arð eða tap myndi leita í annan farveg, þar sem það skilaði betri arði sem myndi líka þýða betri lífskjör og betri greiðslugetu at- vinnuvega. Hvað með þær nýju hug- myndir að tengja íslensku krón- una við Evrópugjaldmiðilinn ECU? Hvernig samrýmast þær þessum áætlunum? „Hingað til, lengst af, hefur gengisskráning íslensku krón- unnar verið afgangsstærð. Þegar allt hefur verið komið í kalda kol hafa menn bara fellt gengið og rofið þar með allan innri aga í fjármálastjórnun. Síðan hafa menn vanist á þetta eins og eit- urlyf og gengið út frá því sem gefnu að þeir geti leyft sér hvers kyns bruðl og sukk í trausti þess að að lokum komi ístöðulítil ríkisstjórn og leysi vandann með pennastriki. Þá byrjar ný verðbólguskriða og menn byrja að safna upp í næstu kollsteypu. Þetta breyttist í tíð fyrrver- andi ríkisstjórnar þegar hún tók up sína fastgengisstefnu við góðærisskilyrði en hélt henni ekki, þar sem stjórnleysi gerði það að verkum að kostnaðar- hækkanir innanlands ruku upp úr öllu valdi. Það þarf sam- ræmda efnahagsstefnu til þess að tryggja að hækkanir verði ekki meiri en í viðskiptalöndum okkar. Það samræmdist því ekki að reka ríkissjóð með viðvar- andi halla né að gera lánsfjár- áætlanir sem reyndust bara vera óskhyggja. Hegðun atvinnurek- enda á uppgangstímanum sam- ræmdist þessu heldur ekki. Það er að segja að vaða fram í fjár- festingum, þrátt fyrir háa og hækkandi vexti og reka svo upp ramakvein þegar þeir eiga að fara að borga. „Ég er alltaf í þessu bannsetta skólameist- arahlutverki." Þess vegna er það þýðingar- mikil tilraun, til að koma húsaga á þetta lið allt saman, að binda gegnið við einhverja skilgreinda viðmiðun og taka þar með geng- islækkunarvaldið úr höndum pólitíkusa. Þetta er nokkuð hörð aðgerð en spurningin er hvort hún er ekki orðin tímabær." Þýðir þetta ekki með öðrum orðum að það verði líka að leið- rétta of háa gengisskráningu krónunnar áður en hægt verður að tengja hana við t.d ECU gjald- miðilinn? „Það kallar annað hvort á það eða þá að þær aðgerðir sem þeg- ar hefur verið gripið til fari að bíta, þannig að hjöðnun verð- bólgu verði talsvert ör þegar líða tekur á árið, þannig að það náist þessi sami stöðugleiki við upphaf gjaldmiðilsbreytingarn- ar. Gengisfelling við núverandi aðstæður væri verri kostur þar sem hún myndi ekki hafa neina varanlega lausn í för með sér. Hún myndi bara kalla á nýtt fjárfestingarfyllerí. Við tókum þá ákvörðun á ís- landi 1960 að hætta að reka hér einangrað molbúasamfélag. Við fylgdum því eftir með inngöngu í EFTA árið 1970. Svo kom bakslag, vitlausi áratugurinn. Með tollabreytingunni erum við að reka endahnútinn á verk Við- reisnar. Nú þarf að ljúka þessu verki og koma íslandi inn í tuttugustu öldina í efhahagsleg- um skilningi og kenna íslend- ingum að það er ekkert til sem heitir frítt far. Þeir verða að reka sinn þjóð- arbúskap þannig að hann sé samkeppnishæfur. Það þarf að koma á húsaga hér, á skólakerfið og þjóðfélaigð. Það þarf að koma reglu og aga á þessa upp- lausn í þjóðfélaginu og hafa kjark til að bíða af sér stundar- óvinsældir. Sá skólastjóri sem tekúr við skóla þar sem allt er vaðandi í kjafthætti og uppsteyt kemur ekki á röð og reglu með silkihönskum. En síðan þegar krakkarnir eldast, þá muna þau ekki eftir öðrum kennurum en þeim sem tyftuðu þau til og létu þau læra. Seinna rennur það upp fyrir krökkunum að hinn aga- sami kennari var sá sem raun- verulega bar umhyggju fyrir þeim, þótti vænt um þá. Hinir gleymast." Sérðu þá sjálfan þig kannski ennþá sem tyftaiann í skóla- meistarahlutverkinu? „Ég er alltaf í þessu bannsetta skólameistarahlutverki," segir Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra. 10 VtKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.