Vikan


Vikan - 28.01.1988, Síða 13

Vikan - 28.01.1988, Síða 13
Texti: Bryndis Kristjánsdóttir Myndir: Páll Kjartansson - enda gerir það okkur gott fró vöggu til grafar „Það hafa allir gott af því að fara í nudd, þó ekki vaeri nema einu sinni í mánuði og menn þurfa alls ekki að vera líkamlega þjáðir til að fara í nudd,“ segir Rick Gaines sem var með nám- skeið fyrir íslenska nuddara í vetur. Rick kemur reglu- lega til landsins og kennir nuddurunum það nýjasta sem er að gerast í nuddi í hans heimalandi, en Rick starfar í bænum Boulder í Colorado sem er ein af faum miðstöðvum nudd- stofa í Bandaríkjunum. Þar er einnig besti nuddskóli Bandaríkjanna og kennir Rick við hann. íslenskir nuddarar eru mjög metnaðarfullir í starfl sínu og leggja áherslu á að viðhalda þekkingu sinni, jafnframt því að auka reglulega við hana. Sem Her eru hnúamir notaðir, í stað fingranna, til að hita upp bakvöðvana. Bakið er þá hnoðað með hnuunum og hitað vel upp fyrir nuddið. Það slaknar á vöðvunum og þetta losar vel og djúpt um. betur fer virðist umhyggja fyrir líkamlegri og andlegri heilsu verða stöðugt almennari og leitar fólk víða til að bæta heilsu sína og halda henni eins góðri og mögulegt er. Einn liður þar í er nudd. Algengast er þó líklega að fólk leiti til nuddara þegar vöðvabólga er orðin mjög slæm en einnig er algengt að íþrótta- 4 Silja Kristjánsdóttir nuddar hér þ með nýrri aðferð sem Rick Gaines kenndi á námskeiðinu og kölluð er „mænuvökva- flæði". Byrjað er á því að þrýsta lauflétt á sérstaka punkta á bringunni og við það hefst slökunin. Síðan er þrýst létt á ákveðið svæði á höfðinu og við það á mænuvökvaflæði að auk- ast upp í höfúðið. Þetta virkar á miðtaugakerfið og sérlega vel slaknar á likamanum - svo vel að algengt er að fólk sofni efitir 3—5 mínútur. Andleg slökun við þessa aðferð er góð og einnig hefúr þetta mjög góð ahrif á sjón, bólgur í andliti og höfði þannig að jafnvel mígrenihöfúðverkur hverfur. menn, dansarar og líkamsrækt- arfólk fari í nudd. í viðtali við blaðamann Vikunnar sagði Rick Gaines að sér fyndist ástæða til að hvetja fólk til að fara í nudd þó það fyndi hvergi til, sérstak- lega finnst honum íslendingar hafa þörf fyrir að fara í nudd: „Fólk hér vinnur alveg ótrú- lega mikið og hraðinn er óskap- legur. Ég held að fæstir hér gefi sér tíma til að setjast niður og hugsa um eigið líf. Fólk hér fer sjaldan eða aldrei í kirkju en í kirkju sitja menn í nokkurn tíma kyrrir á sama stað og margir öðl- ast þar innri ró enda andrúms- loftið afslappað og þó messa fari fram þá gefet þar samt tækifæri til að hugsa um farinn veg og hvert lífið stefnir. f nuddi er lögð áhersla á að fá fólk til að slaka vel á og því meira sem menn ná að slappa af því betri verður líð- VIKAN 13 Ekki nokkur leið aðhættaínuddi

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.