Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 14

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 14
anin og þó ekki væri nema bara vegna þessa þá ættu menn að fara í nudd. Og þegar þú spyrð hvort fólk eigi að hætta í nuddi þegar nuddið hefur orðið til þess að það hefur losnað við þann kvilla sem þjáði það, þá svara ég með því að segja að fólki geti aldrei liðið of vel - og þess vegna er í rauninni aldrei hægt að hætta í nuddi." Þeir sem aldrei hafa farið í nudd halda flestir að mikil átök og kraftmikil handtök séu þar viðhöfð og að nuddinu fylgi mikill sársauki. Þannig er þetta ekki; handtökin eru yfirleitt mjúk, mismunandi þó eftir því hvar og hvers vegna er verið að nudda, sársauki fylgir aðeins ef mikil bólga er í líkamanum eða ef viðkomandi hefur meitt sig. Eins og fyrr segir er algengt að fólk komi fyrst í nudd vegna vöðvabólgu og fyrst í stað getur bólgusvæðið verið grjóthart og helaumt viðkomu og þá er nuddið ekkert sérlega þægilegt. En þegar búið er að fara nokkr- um sinnum í nudd er líðanin orðin allt önnur vegna þess að bólgan hefur hjaðnað eða horfið og með henni allur sársauki og jafnvel þráláti höfuðverkurinn sem oft er fylgifiskur vöðva- bólgu í herðum og þá fyrst er orðið reglulega gott að fara í nudd. Rick sagði að nudd væri einnig mikið notað á þá sem skaddað hafa hina ýmsu vöðva líkamans og nefndi í því sam- bandi meiðsli á öxl sem sund- menn verða t.d. oft fyrir, einnig skaddast axlavöðvarnir oft þeg- ar verið er að lyfta einhverju mjög þungu að ekki sé talað um bakvöðvana. Einnig er nuddi beitt á svæði þar sem stöðugur og nagandi verkur þjáir viðkom- andi. Nudd er viðurkennd aðferð til að lækna ýmis meiðsl og kvilla sem hrjá menn og því eru ýmis tryggingafélög í Banda- í námunda við nafla eru punktar sem slaka á ristli og maga ef á þá er þrýst. Ristil- punkturinn er þrem fingrum i'yrir neðan nalla og síðan eru punktar sitt hvoru megin við íiaila, utan í magavöðvanum. ríkjunum farin að greiða kostn- aðinn við nuddið fyrir þá við- skiptamenn sína sem á því hafa þurft að halda. Hér á landi greiða tryggingar nudd fyrir fólk sem að læknisráði fer í nudd hjá sjúkranuddara. Slysum getur enginn gert við en Rick Gaines telur að hægt sé að koma í veg fyrir ýmsa líkam- lega kvilla með því að hugsa vel um sig og að nuddið geti komið þar að gagni. „Það sem gerist þegar menn eiga við vöðvabólgu að stríða er að vöðvarnir eru sífellt krepptir í svæðanuddi er allur fóturinn nuddaður, en í fætinum eru taugaendar allra líffæra líkam- ans. Þannig að þegar fóturinn er nuddaður má segja að í rauninni sé verið að nudda lík- amann. Rick Gaines sagði að þetta nudd væri lítið þekkt í Bandaríkjunum og að íslensku nuddararnir væru betur að sér í svæðanuddi en hann. Hér áður þegar mennirnir gengu og stífir en í nuddi eru þeir „minntir á" að þeir þurfa að slakna. Fari menn reglulega í nudd, þar sem þeir verða að slaka á og þar sem er kannski eini staðurinn sem þeir gefa sér tíma til að hugsa um sjálfa sig og hvert líf þeirra stefnir, þar sem þeir spyrja sig spurninga eins og: Hvenær gerði ég eitthvað síðast með syni mínum?, þá kemur að því að þeir læra að hægja aðeins á ferð- inni og að slappa af - og þá er síður hætta á að menn fái vöðva- bólgu. Ég hef orðið var við að sumum nuddaranna hér finnst það nudd sem ég er að kenna of „mjúkt", en mér finnst skipta miklu máli að kenna að nudda „innri" manninn. Nudd kemur ekki að fullu gagni fyrr en næst að láta fólkið slaka vel á. Þetta kemur einnig að miklu gagni þegar um gamalt fólk er að ræða. Gamalt, rúmliggjandi fólk sem á ekkert framundan nema dauðann er oft mjög hrætt og líður því illa. Nuddið hjálpar því að slaka á og finna innri ró og um leið á það betra með að sætta sig við það sem framund- an er." Streituþjóðfélagið fer illa með okkur á margan hátt og glöggt gestsaugað er ekki lengi að sjá að við erum þjóð sem ekki kann að slaka á og njóta lífsins á heil- næman hátt. Rick Gaines finnst að nauðsynlegra sé fyrir okkur að fara í nudd en margar aðrar þjóðir, því auk þess að öðlast þá líkamlegu vellíðan sem nuddið veitir þá veiti okkukr ekki af að öðlast þá andlegu, sem hann telur að skorti á í þessu landi vinnuálags og streitu. Víst er það að við sem höfum kynnst þessari vellíðan getum ekki hugsað okkur að vera án hennar og erum hjartanlega sammála Rick þegar hann segir: „Það er aldrei hægt að láta sér líða OF vel." B.K. Svæðið umhverfis herðablöðin er oft mjög stíft og aumt. Þarna er mikið um festingar og svæðið þarf að nudda sérlega vel til að losa vel um stífnina - helst að „losa" herðablaðið, segja nuddararnir. að mestu berfættír þá nuddað ist fóturinn sjálfkrafa, nú koma nuddararnir nútímamanninum til hjálpar, með því að ákveðin svæði á fótunum er hægt að hafa bætandi áhrif á aumt líffæri. 14 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.