Vikan


Vikan - 28.01.1988, Side 15

Vikan - 28.01.1988, Side 15
Nýfædd í nuddi Ungbamanudd! Hvað er það? Varla þjást nýfedd böm af vöðvabólgu, bakverkjum eða stressi eins og flestir full- orðnir sem fera í nudd? Blaðamaður Vikunnar heyrði nýlega um konu sem var með nýfedda dóttur sína í nuddi og strax var farið af stað til að afla upplýsinga. „Oft er það fyrsta sem ég er spurð um hvort bömin hreinlega beinbrotni ekki þegar verið er að nudda þau,“ segir Ragnheiður Þormar sem kennir foreldrum handtökin við ungbamanudd. „En þegar böm eiga í hlut er ekki um eiginlegt nudd að ræða. Þetta em frekar strokur og aðaltil- gangurinn með þessu er að stuðla að vellíðan bamsins og að styrkja tengslin milli bams og móður eða föður. í meðgöng- unni em tengslin afar sterk og þegar mikil snerting er á milli bams og móður eftir fæðingu þá er hægt að halda tengslunum sterkum og segja má að nuddið sé eins konar framlenging á með- I»œu“i a iistmsKeioi i ungDamanuddi ftjá Kagnfteiði Þormar sem situr fyrir miðju og sýnir hand- tokm a dukku, en á námskeiðinu geta ekki verið eldri böm en 9 mánaða vegna þess að þau em þá ferin að hreyfa sig of mikið. Mæðumar geta samt sem áður komið á námskeiðið, en nudda þá bmðu í staðinn. 1 göngunni. Þegar móðir er með bam á brjósti þá myndast eðli- lega sterk tengsl þeirra á milli, tengsl sem faðirinn fer á mis við, en með ungbamanuddinu fá feð- urnir kærkomið tækiferi til að styrkja tengsl sín og bamsins." Ragnheiður kynntist ungbama- nuddinu fyrst í bókinni Kærlige Hænder eða Loving Hands, eins og bókin heitir á ensku. Bókin er skrifuð af franska lækninum Frédérick Leboyer en það var hann Honum Iíður vel þessum litla strák og ekki virðist móðirin njóta stundarinnar síður. Mikil áhersla er lögð á það að for- eldrar sitji á meðan á nudd- inu stendur, því ef þau standa þá lítur frekar út fyrir að þau séu á förum fljótlega. sem kynnti frönsku feðinguna. Ragnheiður segir að ekki sé nóg að lesa bókina til að læra aðferð- ina, til þess verði að fara á nám- skeið. Hún bjó í Danmörku og kynntist nuddinu þar og sótti námskeið í Kaupmannahöfh. Námskeiðin byggja á kennslu- prógrammi sem bandarísk kona, Pamela Schneider, gerði eftir bókinni og eftir að Ragnheiður flutti aftur til fslands hefur hún miðlað öðmm af þekkingu sinni með því að halda sams konar námskeið og kennt mæðmm handtökin, en hún nuddar sjálf ekki annarra manna böm. Fyrst í stað vom það einkum konur í Kópavoginum sem komu til hennar og þá í tengslum við heilsugæslustöðina. Konunum fíkaði námskeiðið og árangurinn af nuddinu mjög vel, æm.k. vom þær ekki lengi að segja fleirum frá, því eftirspumin óx og nú ferðast Ragnheiður til Keflavíkur og Grindavíkur og heldur nám- skeið. „Konurnar þar em alveg einstaklega áhugasamar. Þær smala saman í góðan hóp og hringja svo til mín og segja að nú séu þær tilbúnar í námskeið. Enn sem komið er hafa eingöngu kon- ur verið á námskeiðunum, líklega vegna þess að karlmenn hér geta ekki tekið sér frí frá vinnu og vinnudagurinn er svo langur. Er- Iendis er algengt að feðumir komi en vonandi læra feðumir hér aðferðina af konum sínum." Ævagömul indversk hefð ,Aðferðin við nuddið byggir á ævagamalli indverskri hefð, en á Indlandi nudda mæður böm sín,“ heldur Ragnheiður áfram. „Það er einnig hægt að nudda stærri böm en þá er aðferðin örlítið ffá- bmgðin þeirri sem beitt er við litlu bömin og í rauninni er ekk- ert bam of gamalt fyrir nudd. Lögð er áhersla á að þennan hálf- tíma á dag sem tekinn er í nuddið sé móðirin eða faðirinn ekki að gera eða hugsa um neitt annað. Fólk situr með bömin annað hvort flötum beinum á gólfinu, ef bakið leyfir, og bömin hvíla á fótleggjunum eða í annarri stell- ingu sem er þægileg fyrir bæði. Þegar fólk stendur þá lítur frekar út fyrir að það sé fljótlega á fömm, þess vegna er lögð áhersla á að setið sé á meðan á nuddinu stendur. Sá sem nuddar verður að vera afslappaður þvi bömin skynja alla spennu og geta orðið spennt sjálf ef sá sem nuddar er stressaður. Á sama hátt slappa þau af ef sá sem nuddar er af- slappaður. Ég hef verið með námskeiðin heima undanfarið og konumar koma þangað með bömin. Þær koma einu sinni í viku í fjögur skipti. Við fömm rólega af stað til að ömggt sé að þær læri vel það sem kennt er hverju sinni og einnig til að ofgera ekki bömun- um. Eg byrja á því að sýna hand- tökin við feturna því feturnir em ekki eins viðkvæmur lík- amshluti og t.d. maginn. Olía er borin á bömin. Ekki ungbarna- olía, heldur hrein jurtaolía og best er að nota möndlu- eða jarð- hnetuolíu sem hægt er að kaupa í apótekum. Það skiptir miklu máli i að nota góða olíu því olían sem I VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.