Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 17

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 17
VeHtolýðsboóttw - vdd eSa vesold? „Ég hef mjög gagnrýnt starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar, bæði Alþýðusambandsins og Verkamannasambands- ins ...“ segir Hermann Guðmundsson. Á hverju ári er háð hörð barátta hinna ýmsu stétta fyrir bættum kjörum. Oft fára hins vegar kjarasamn- ingar hljóðlega fram og til- kynnt er góðlátlega að að- eins hafi verið um samræm- ingu að ræða eða leiðrétt- ingu miðað við aðrar stéttir. En það eru kjarasamningar hinna fjölmennu stétta sem vekja athygli því að þá eru lagð- ar línur fyrir flestar aðrar stéttir til að miða við afkomu sína um kaup og kjör. Nú eru samningar lausir hjá flestum aðildarfélög- um Alþýðusambands íslands og margir spá því að það kunni að koma til harðvítugra átaka á vinnumarkaðnum, jafnvel verk- falla. Stjórnvöldum kann að vera vandi á höndum enda virðist mörgum að stjórnmálamönnum hafi verið mislagðar hendur á viðkvæmum tíma með því að leggja á söluskatt á matvörur sem óhjákvæmilega hefur tals- verða hækkun í för með sér á brýnustu matvörum. Þetta kem- ur harðast niður á þeim sem lægst hafa launin. Þetta er að sjálfsögðu eins og að skvetta olíu á eld á mjög viðkvæmum tímum þegar verkalýðsforystan er að móta kröfugerð sína á hendur vinnuveitendum. Verkafólk hefur dregist aftur- úr, telja verkalýðsforingjar, og það verður að leiðrétta. Jafnvel hefur því verið haldið fram að Hermann Guðmundsson var í forystusveit verkamanna. bilið milli hinna lægst launuðu og hæst launuðu hafi breikkað. Yfirleitt er viðurkennt að laun hinna lægst launuðu þurfi að hækka. Spurningin er hins vegar sú hvernig á að gera það án þess að hækkanirnar fari upp allan iaunastigann. Almenningur varð agndofa skömmu fýrir jól einmitt þegar þreifingar á milli vinnuveitenda og forystumanna í verkalýðs- hreyfingunni voru á viðkvæmu stigi. Þá bárust fféttir af því að bankastjórar Búnaðarbanka og Landsbanka hefðu fengið veru- legar launahækkanir og voru þeir varla á nástrái fýrir. Þetta gerðist á sama tíma og talsmenn vinnuveitenda tilkynntu að ekki væri svigrúm til mikilla launa- hækkana. Mörgum fannst eins og verið væri að gera grin að samtökum launafólks. En hvernig er forysta verka- lýðshreyfingarinnar í stakk búin til að gæta hagsmuna láglauna- fólksins? Verkalýðsleiðtogar hafa oft verið gagnrýndir fyrir að vera slitnir úr tengslum við það fólk sem þeir þykjast vera að berjast fyrir. Þeir hafa verið bornir þeim sökum að hafa meiri áhuga á pólitískum ffama en framgangi og högum verka- fólks. Enda hefur verkalýðsbar- áttan og stjórnmálabarátta á vinstri vængnum löngum verið samofin. Orðhagur maður sagði eitt sinn að verkalýðsforingjarn- ir væru bara sófa-kommúnistar. Það þarf engum að blandast hugur um háðið. Það hefiir oft vakið athygli að mikilsverðar ákvarðanir, eins og boðun verkfolla, hafo oft verið teknar af fámennum hópum inn- an verkalýðsfélaganna. Þó að fé- lagsfundir og aðrir samtakafund- ir séu auglýstir, þá mæta aðeins örfáir útvaldir og með atkvæð- um þeirra eru örlagaríkar á- kvarðanir teknar. Hvar er sam- kenndin og stéttarvitundin? Off hefur verið ritað og rætt um miðstýringu og valddreif- ingu og að það þurfi að dreifa valdinu á fleiri herðar í þjóðfé- laginu. Með verkfollsréttinum er verkalýðsforystu veitt mikið vald í lýðræðinu. En er verka- lýðshreyfingin þess umkomin að axla þessa ábyrgð og vald. Ef við lítum til þess hversu til- tölulega fáir fara með vald hinna fjölmennu stétta vaknar sú spurning hvort forystan eigi sök á þeim alkunna doða og áhuga- leysi sem virðist einkenna verkalýðshreyfinguna í heild. í ritinu „Fjarðarfréttir“, sem gefið er út í Hafnarfirði, birtist í nóvember s.l. athyglisvert viðtal við Hermann Guðmundsson sem í áratugi var í forystusveit verkamanna og hann segir m.a.: „Ég hcfí mjög gagnrýnt starf- semi verkalýðshreyfíngarinnar, bæði Álþýðusambandsins, Verkamannasambandsins og þessara æðri aðila í baráttunni eða þessara hærri aðila í skipu- laginu. Ég held því alveg ákveð- ið fram að þarna hafí orðið á mikil mistök og að forystu- mcnnina skorti baráttuvilja og verkalýðshreyfíngin gjaldi þess. En það skal fúslega viðurkennt að það getur verið erfítt að meta stöðuna hverju sinni fyrir menn sem eru komnir út úr sjálfri bar- áttunni. Það kann að vera erfítt að sjá baráttuna með sömu augum og mennirnir sem eru í þessu. Þessir menn nota þá afsökun að forystumennirnir fari aldrei lengra en fólkið vill og að það sé fólkið sem ekki hafí baráttuvilj- ann. Það séu breyttir tíma og unga fólkið standi í miklum framkvæmdum, í húsakaupum, bílakaupum og svo framvegis og þoli því ekki eða þori ekki að leggja til baráttu með verkföll- um og öðru því sem fylgir. Mér sýnist sem gömlum baráttu- manni að þetta sé rangur hugs- unarháttur. Þegar við börðumst sem harðast í verkalýðsbarátt- unni og náðum sem mestum ár- angri í starfí þá álitum við það lögmál gilda að enginn árangur VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.