Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 20

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 20
Hvaðgæti klaustrið heitið? Bandaríski spaugarinn Bob Hope fékk nýlega menningar- verðlaun í heimalandi sínu. Hann gaf þegar í stað allar millj- ónirnar sem hann fékk til stofn- unar menningarmiðstöðvar í Palm-Desert í Kaliforníu. Menn- ingarsetur þetta verður svo skírt í höfuðið á meistara Hope. „En,“ sagði Hope, „að skíra menning- armiðstöð í höfuðið á mér er eins og að skíra klaustur í höfuð- ið á Gary Hart.“ Sorgí Astralíu Landnám hvítra manna í Ástral- íu telst vera 200 ára á þessu ári. Upp á það ætla Ástralíumenn að halda af ekki minni stæl en Reykvíkingar 1986. En frum- byggjar Ástralíu, þeir sem hafa alla tíð byggt hina víðlendu álfu, halda ekki upp á neitt. Þeir hafa reyndar lýst árið í ár sérstakt sorgarár. Frumbyggjunum hefi.tr nefnilega fækkað um helming síðan hvítir rnenn komu til Ástr- alíu. í áströlsku ríkisstjórninni situr ráðherra málefna frum- byggjanna. Sá heitir Gerry Hand og hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka neinn þátt í há- tíðahöldum innrásaraðilanna. Ömurieg áramót Frú Kyveli Papaioannu, 76 ára, búsett í Limassol á Kýpur, varð að dúsa í lyftu fastri á milli tveggja hæða alla nýárshelgina, þar eð allir aðrir í húsinu voru í burtu. Sem betur fer var hún að koma heim frá því að kaupa í matinn þegar lyftan festist... 20 VIKAN Jóhann Sigurðarson og Sigurður Sigurjónsson að störfúm á hinu óvenjulega bílaverkstæði sem nú er verið að sýna á Litla sviðinu. BíloverlcstæðiÓ á filmu Senn líður að því að úthlutað verði styrkjum til innlendrar kvikmyndagerðar úr Kvik- myndasjóði. Sem fýrrum mun sjóðsstjórnin eiga erfitt með að gera upp á milli umsókna, enda eru milljónirnar sem til úthlut- unar eru enn ákaflega fáar, inn- an við fimmtíu. Vikan hefur frétt af einum þremur vænlegum bíó- myndum sem sjóðurinn hlýtur að styrkja eins ríflega og írekast er unnt: Þeir Lárus Ymir Óskars- son leikstjóri og Ólafúr Haukur Símonarson sækja um styrk til að filma „Bílaverkstæði Badda“ eftir ÓHS, nýtt handrit sem byggir á samnefndu leikriti sem uppselt hefúr verið á í allan vet- ur á Litla sviði Þjóðleikhússins. Og svo er það Umbi með Kristnihaldið og hann Þráinn Bertelsson sem hefur sent sjóðnum orðsendingar í fjöl- miðlum frá í sumar. Að maður tali ekki um hinn hógværa Hrafn Gunnlaugsson sem er vanur því að fá að skrapa það úr sjóðnum sem hann hefur þurft. Yanhelgul flugvél íranska flugfélagið Iranair frest- aði öllu sínu flugi til London skömmu fýrir jól. Ástæða frest- unarinnar var sú að tollurinn breski hafði farið með hunda um vélar félagsins í leit að eitur- lyíjum. Múslimar biðja oft bænir sín- ar opinberlega í flugvélum, en þeir geta ekki beðist fy-rir á stöðum þar sem vanhelguð og óhrein dýr, eins og þeir telja hundinn vera, hafa verið. Iranair er farið að fljúga aftur — atliugasemdalaust — og breskir tollverðir segjast áfram ætla að nota hunda gegn eitursmygli. Mofiulist Luciano Liggio heitir fyrrurn mafíuforingi á Sikiley. Hann sit- ur í fangelsi í Palermo, dæmdur í lífstíðar grjótvist fyrir niargs konar óhæfúverk. Hann notar tímann til að mála með vatnslit- um. Svo er að heyra sem honum hafi tekist vel með akvaraellurn- ar því um daginn var höfð sýn- ing á verkum hans, að honum fjarstöddum. Myndirnar seldust upp, fóru á 12 til 400 þúsund krónur. Kannski gamlir félagar hafi keypt, fanganum til stuðnings, eða að mafían geti hrætt menn til að kaupa verk eftir væna drengi. Slcakki tuminn í borginni Pisa á Ítalíu er heims- frægur turn sem stöðugt hallar undan fæti fyrir. En þó er það bót í máli fyrir turn þennan og borgina, sem lokkar svo rnarga ferðamenn til sin vegna þessa mannvirkis, að nú sígur hægar á ógæfúhlið turnsins en áður. 1986 seig hann 1,26 mm en í fyrra 0,7 mm. Haldi turninn áffam að síga með sama hraða og hingað til mun hann standa í 100 ár enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.