Vikan


Vikan - 28.01.1988, Page 20

Vikan - 28.01.1988, Page 20
Hvaðgæti klaustrið heitið? Bandaríski spaugarinn Bob Hope fékk nýlega menningar- verðlaun í heimalandi sínu. Hann gaf þegar í stað allar millj- ónirnar sem hann fékk til stofn- unar menningarmiðstöðvar í Palm-Desert í Kaliforníu. Menn- ingarsetur þetta verður svo skírt í höfuðið á meistara Hope. „En,“ sagði Hope, „að skíra menning- armiðstöð í höfuðið á mér er eins og að skíra klaustur í höfuð- ið á Gary Hart.“ Sorgí Astralíu Landnám hvítra manna í Ástral- íu telst vera 200 ára á þessu ári. Upp á það ætla Ástralíumenn að halda af ekki minni stæl en Reykvíkingar 1986. En frum- byggjar Ástralíu, þeir sem hafa alla tíð byggt hina víðlendu álfu, halda ekki upp á neitt. Þeir hafa reyndar lýst árið í ár sérstakt sorgarár. Frumbyggjunum hefi.tr nefnilega fækkað um helming síðan hvítir rnenn komu til Ástr- alíu. í áströlsku ríkisstjórninni situr ráðherra málefna frum- byggjanna. Sá heitir Gerry Hand og hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka neinn þátt í há- tíðahöldum innrásaraðilanna. Ömurieg áramót Frú Kyveli Papaioannu, 76 ára, búsett í Limassol á Kýpur, varð að dúsa í lyftu fastri á milli tveggja hæða alla nýárshelgina, þar eð allir aðrir í húsinu voru í burtu. Sem betur fer var hún að koma heim frá því að kaupa í matinn þegar lyftan festist... 20 VIKAN Jóhann Sigurðarson og Sigurður Sigurjónsson að störfúm á hinu óvenjulega bílaverkstæði sem nú er verið að sýna á Litla sviðinu. BíloverlcstæðiÓ á filmu Senn líður að því að úthlutað verði styrkjum til innlendrar kvikmyndagerðar úr Kvik- myndasjóði. Sem fýrrum mun sjóðsstjórnin eiga erfitt með að gera upp á milli umsókna, enda eru milljónirnar sem til úthlut- unar eru enn ákaflega fáar, inn- an við fimmtíu. Vikan hefur frétt af einum þremur vænlegum bíó- myndum sem sjóðurinn hlýtur að styrkja eins ríflega og írekast er unnt: Þeir Lárus Ymir Óskars- son leikstjóri og Ólafúr Haukur Símonarson sækja um styrk til að filma „Bílaverkstæði Badda“ eftir ÓHS, nýtt handrit sem byggir á samnefndu leikriti sem uppselt hefúr verið á í allan vet- ur á Litla sviði Þjóðleikhússins. Og svo er það Umbi með Kristnihaldið og hann Þráinn Bertelsson sem hefur sent sjóðnum orðsendingar í fjöl- miðlum frá í sumar. Að maður tali ekki um hinn hógværa Hrafn Gunnlaugsson sem er vanur því að fá að skrapa það úr sjóðnum sem hann hefur þurft. Yanhelgul flugvél íranska flugfélagið Iranair frest- aði öllu sínu flugi til London skömmu fýrir jól. Ástæða frest- unarinnar var sú að tollurinn breski hafði farið með hunda um vélar félagsins í leit að eitur- lyíjum. Múslimar biðja oft bænir sín- ar opinberlega í flugvélum, en þeir geta ekki beðist fy-rir á stöðum þar sem vanhelguð og óhrein dýr, eins og þeir telja hundinn vera, hafa verið. Iranair er farið að fljúga aftur — atliugasemdalaust — og breskir tollverðir segjast áfram ætla að nota hunda gegn eitursmygli. Mofiulist Luciano Liggio heitir fyrrurn mafíuforingi á Sikiley. Hann sit- ur í fangelsi í Palermo, dæmdur í lífstíðar grjótvist fyrir niargs konar óhæfúverk. Hann notar tímann til að mála með vatnslit- um. Svo er að heyra sem honum hafi tekist vel með akvaraellurn- ar því um daginn var höfð sýn- ing á verkum hans, að honum fjarstöddum. Myndirnar seldust upp, fóru á 12 til 400 þúsund krónur. Kannski gamlir félagar hafi keypt, fanganum til stuðnings, eða að mafían geti hrætt menn til að kaupa verk eftir væna drengi. Slcakki tuminn í borginni Pisa á Ítalíu er heims- frægur turn sem stöðugt hallar undan fæti fyrir. En þó er það bót í máli fyrir turn þennan og borgina, sem lokkar svo rnarga ferðamenn til sin vegna þessa mannvirkis, að nú sígur hægar á ógæfúhlið turnsins en áður. 1986 seig hann 1,26 mm en í fyrra 0,7 mm. Haldi turninn áffam að síga með sama hraða og hingað til mun hann standa í 100 ár enn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.