Vikan


Vikan - 28.01.1988, Page 21

Vikan - 28.01.1988, Page 21
Krossferð dóms- málaráðherra Bandaríkjanna gegn klámi snýst upp í herferð gegn tjáningarfrelsi Um mitt arið 1985 stofnaði Edwin Meese, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, nefnd sem átti að leggja fram tillög- ur um aðgerðir í baráttunni gegn klámi. Þessi nefnd hef- ur orðið fyrir óvæginni gagn- rýni frá hendi margra fjöl- miðla fyrir að leggja samtök- um „rétttruaðra“ á borð við „Siðprúða meirihlutann" lið. Playboy í mál Eitt útgáfufyrirtæki, Play- boy Incorporated, hefur meira að segja höfðað mál gegn dómsmálaráöherran- um og nefndinni fyrir stjórn- arskrárbrot vegna tilraunar til ólöglegrar ritskoðunar. Playboy vann málið fyrir undirrétti en það hefur ekki enn verið tekið fyrir í hæsta- rétti þar vestra. Málið var höfðað vegna þess að nefndin sendi ýms- um verslanakeðjum bréf þar sem sagði að þær stæðu að sölu oq útbreiðslu kláms. í kjölfar hótana nefndarinnar og öfgasinnaðra kristinna samtaka hættu nokkrar verslanakeðjur, þar á meðal 7-Eleven sem er sú stærsta í Bandaríkjunum, að selja Playboy og Penthouse. Þessum aðgerðum hefur verið harðlega mótmælt á þeim forsendum að um ólög- lega ritskoðun og skerðingu á prentfrelsi sé að ræða. Hef- ur ýmsum þótt skjóta skökku við að æðsti maður landsins í dómsmálum skuli þver- brjóta svona grundvallar- reglur um mannréttindi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.