Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 22
Forsaga málsins er sú að
Meese, sem alltaf hefur verið
hallur undir harðlínusamtök
hægrisinnaðra kristinna manna
(það hefur reyndar Reagan for-
seti einnig verið), ákvað að
eitthvað þyrfti að gera gegn
þeim óhemju fjölda ofbeld-
is og kynferðisglæpa sem
framdir eru í Bandaríkjunum.
Svo virðist bara sem nefndin hafi
misst sjónar á markmiði sínu og í
staðinn fyrir að berjast gegn
klámi og ofbeldi var hún komin á
nornaveiðar sem beindust gegn
allt öðrum hlutum.
Vel þekktur blaðamaður í
Bandaríkjunum, Robert Scheer,
fylgdist með störfum nefndar-
innar það eina ár sem hún starf-
aði fyrir blað sitt, Los Angeles
Times. Á þessum tíma komst
hann í nokkuð náin kynni við
nefndarmeðlimina og kynntist
því hvernig nefndin starfaði.
Af brigðilegt að njóta
ásta með maka
Hann byrjaði á því að heim-
sækja nefndarformanninn,
Henry Hudson, saksóknara í Ar-
lington í Virginíufylki. Hudson
er þekktur fyrir að ganga hart
fram í baráttu gegn klámi og
hann hefur lokað fjölda bara þar
sem veitingastúlkurnar gengu
um berbrjósta. Hann hefur líka
verið aðgangsharður í baráttu
sinni gegn myndbandaleigum og
segir nú hreykinn að ekki sé hægt
að fá leigða bláa spólu í um-
dæmi sínu.
Hudson hefur lýst því yfir að
hann líti áþað sem skyldu sína að
leiða þjóðina aftur til „hinna
gömlu góðu daga". Þegar Scheer
spurði hann hvort hann meinti
þá gömlu góðu daga þegar bæk-
ur rithöfunda eins og James
Joyce, Kurt Vonnegut og D.H.
Lawrence voru bannaðar, svar-
aði hann því til að hann hefði
aldrei lesið bók eftir þá og gæti
þess vegna ekki sagt til um það.
„Ég hef ekki tíma til að Iesa bæk-
ur eða sjá kvikmyndir."
Þegar hann var beðinn um að
skilgreina klámið sem hann væri
að berjast gegn kom svolítið fát á
hann, en svo kom svarið: „Klám
er að vissu marki eins og orðið
ást, það hefur mismunandi þýð-
ingu í mismunandi samhengi...
Annars get ég skilgreint það sem
efni sem er ætlað til að örva les-
andann kynferðislega, sem sýnir
afbrigðilegheit, kynferðislega
niðurlægingu eða ofbeldi."
Þegar Hudson er spurður að
því hvað sé afbrigðilegheit verð-
ur honum ekki svarafátt. Eins og
hann lítur á lögin í Virginíu og
22 VIKAN
ýmsum öðrum fylkjum þá er það
lögbrot að eiga munnleg sam-
ræði við maka sinn, jafnvel innan
veggja heimilisins. Það er af-
brigðilegt kynlíf að hans mati.
Það er heldur ekkert sem Hud-
son álítur löglegt með gervilim,
þar með talið að bora í eyrað á
sér með honum.
Verkfæratöskumorðin
í lagi en ekki samf arir
Að mati Hudsons er ofbeldi í
kvikmyndum í lagi svo fremi að
ekki sé kynferðislegur keimur af
því. Myndbandaleigur í Arling-
ton sem mega ekki hafa á boð-
stólum vægar klámmyndir eins
og „Debbíe Does Dallas" stór-
græða á því að leigja út myndir
eins og „I Spit on Your Grave" og
„Tool Box Murders", en þau
nöfn myndu útleggjast Ég hræki
á gröf þína og Verkfæratösku-
morðin á íslensku. Útleigaáþess-
um myndum er látin óátalin af
saksóknaranum vígamóða.
Eins og einn eigandi mynd-
bandaleigu orðaði það: „Ég get
leigt út myndir sem sýna fólk af-
limað og drepið á hinn hroðaleg-
asta hátt en ekki þær sem sýna
kynlíf. f þessari sætu mynd er
kvenmaður í sólbaði við á þegar
morðingi kemur og heggur höf-
uðið af henni með skóflu svo að
blóðið spýtist um allt. Síðan fer
myndin versnandi upp frá því.
En hún er álitin lögleg þar sem
ekkert beint kynlíf er sýnt í
henni."
Þegar Hudson er spurður að
því hvernig honum geti fundist
sundurlimun á kvenfólki vera
vænlegri til áhorfunar en
samfarir fólks svarar hann: „Ég
framfylgi bara lögunum. Og lög-
in kveða á um kynlíf en ekki of-
beldi."
Skoðanir Hudsons myndu
kannski ekki skipta miklu máli ef
Edwin Meese hefði ekki útnefht
hann formann nefhdarinnar sem
átti að flnna leiðir til að berjast
gegn útbreiðslu kláms. Það er
augljóst að maður sem lítur
svona á málin getur varía verið
hæfur til að fjalla hlutlaust um
hvað sé skaðlegt fyrir áhorfend-
ur og hvað ekki.
Einlitur hópur
í nefndinni
En Hudson var vissulega ekki
einn í þessari nefnd. Hann hafði
einn sérlegan skósvein sér til að-
stoðar, Alan Sears, sem var sak-
sóknari eins og Hudson. Hann
hafði líka getið sér orð fyrir að
berjast hatrammlega gegn þeim
sem dreifðu klámi.
Sá sem mest hafði sig í frammi
auk Hudsons var séra Bruce
Ritter, kaþólskur prestur sem fór
ekki leynt með þá skoðun sína að
kynlíf til annars en að geta börn
væri „sóun á sæðinu". Hann lét
líka hafa eftir sér á einum fundi:
Edwin Meese dómsmálaráðherra Bandaríkjanna þarf nú
að svara til saka fyrir rétti asamt nefhdinni sem hann
stofnaði til baráttu gegn klámi.
„Ég myndi segja að klám sé sið-
laust og heimildir mínar eru
Guð, ekki félagsleg vísindi."
Meðal annarra meðlima má
nefhajames Dobson, „rétttrúað-
an" útvarpsprédikara, Diana
Cusack sem varð þekkt í heima-
byggð sinni fyrir'að leggja til
að myndir yrðu teknar af bíl-
um manna sem færu á klám-
myndir og þær birtar í dagblaði
staðarins og Harold Lezar sem
átti hugmyndina að stofnun
nefhdarinnar.
Aðrir meðlimir nefndarinnar
dönsuðu eftir pípu þessara
manna í einu og öllu með þrem-
ur undantekningum. Park Deitz
sem 'er sálfræðingur og afbrota-
fræðingur með ofbeldisglæpi og
kynlífstruflanir sem sérgrein hélt
því statt og stöðugt fram að of-
beldi en ekki klám væri hættu-
legt. Að hans áliti gæti ofbeldi í
kvikmyndum og blöðum getið af
sér ofbeldi en ekki klám nema í
því fælist einnig ofbeldi.
Konur í andstöðu
Hinir tveir nefhdarmeðlim-
irnir, sem reyndust Hudson og
meðreiðarsveinum hans erfiðir,
voru þær Judith Becker og Ellen
Levine. Becker var tvímælalaust
sú sem mesta reynslu hafði af
kynferðisglæpum þar sem hún
var sálfræðingur og forstöðu-
maður stofhunar sem sérhæfði
sig í kynferðisglæpamönnum.
Hún var undir lok ársins orðin
uppgefin á því að reyna að fá
hina nefhdarmeðlimina til að
skilja að engar sannanir væru til
fyrir tengslum á milli kláms og
ofbeldis. Hún lýsti því líka yfir
opinberlega að nefhdin hefði
misnotað og mistúlkað tölfræði
gróflega skoðunum sínum til
framdráttar.
Levine var sú sem hæst hafði í
mótmælum gegn Hudson og fé-
lögum. Hún er ritstjóri tímarits-
ins Womans Day, og hún Iýsti
skoðunum sínum á þennan veg:
„Það sem er mér að skapi er er-
ótík og það sem þér líkar er
klám. Hvernig á nokkur maður
að geta sagt til um hvað aðrir
eiga að líta á sem klám?"
„Holræsageimfarar"
Þessi nefhd starfaði svo í eitt
ár að því að finna klám í öllum
myndum í Bandaríkjunum. Kurt
Vonnegut kallaði nefhdarmenn-
ina holræsageimfara í gríni, en
komst víst nokkuð nærri sanni
því Scheer lýsir því í grein sinni
að hann hafi ásamt nefhdinni
skoðað að mestu leyti skít og
það í eiginlegri merkingu.
Nefhdin var nefhilega alls ekki
að leita að venjulegu klámi sem