Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 25

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 25
Þór Eldon pælir í götulífinu í London Björk og greinarhöfiindurinn baksviðs á tónleikum. gao til ao drekka katfi?" Og blaðamaðurinn spyr: Hvaða dýr vildirðu vera? Sykurmolarnir fara í allt að átta viðtöl á dag; blaðamenn bíða í biðröðum, mismunandi heimskir eins og gengur og gerist, gulir, rauðir og grænir poppsérfræðingar, vopnaðir segulbandstækjum. Þetta eru gamaldags nútímamenn sem þykjast vita allt og eru sumir hverjir ekki komnir til að kanna skoðanir Sykurmolanna; þeir eru frekar komnir til að skjóta stoðum undir sína persónulegu heimsmynd: Það er þeirra feill. Einn blaðamaðurinn spurði Björk hvernig háralit hún vildi hafa á kærastanum sinum. Annar spurði Braga af hverju hann not- aði þennan bassa en ekki ein- hvern annan. Ég ætla ekki að segja ykkur hverju Björk svar- aði, he-he-he, en Bragi sagði náttúrlega frá því að hann keypti bassann vegna þess að þetta var fallegasti bassinn í búðinni. Bragi hefur sem betur fer ekkert vit á tæknilegu hlið- inni. Bragi hefur vit á fegurð. Bragi er skáld. Bragi vill vera andlegt tákn hljómsveitarinnar og berst því ekki um að fá að vera kyntákn hljómsveitarinnar eins og Einar Örn og Sigtryggur. En ég var ekki alveg búinn að rakka niður aumingja blaða- mennina, þessa dulbúnu farísea, þessi víðlesnu laumuskáld, þessa tæknimenn. 1 einni blaða- grein um Sykurmolana, með fyrirsögninni „Sugarcubism", var því slegið upp í undirfyrir- sögn að fyrir nokkrum árum hefði kirkjan bannað dans á ís- Sigtryggur slappar af fyrir tónleika. landi af því að hann væri ósið- legur. Eins og allir íslendingar eiga að vita þá bannaði kirkjan ekki dans á Islandi fyrir nokkr- um árum heldur nokkrum öldum. Þetta einstaka dæmi skiptir í sjálfu sér ekki megin- máli en er dæmigert fyrir hvern- ig blaðamönnum hefur tekist að slíta einföldustu hluti úr sam- hengi og raða þeim saman upp á nýtt og fá þannig út kúbíska martröð eða snöggsoðið afþrey- ingarlesefni handa fólki sem þarf að eyða tímanum í vitleysu. En það ku vera til nóg af svo- leiðis fólki. Heimsffrægð? Derek, taóista-anarkisti og umboðsmaður Sykurmolanna, bíður við Sykurmolaíbúðina og er að háma í sig spurningamerki þegar við, Sigtryggur, Bragi, Jón mixermaður, Þór og ég, komum úr hljóðfærabúðarferð. Derek er búinn að bíða í marga klukku- tíma í þessum enska skítakulda og allar tímaáætlanir eru farnar úr skorðum vegna misskilnings. Og svo er síminn í íbúðinni dauður. Við göngum allir upp stigann nema Þór. Hann fer með lyftunni. Jón opnar dyrnar með lykli. Nokkru síðar kemur Einar Órn. Æfingu, sem átti að verða um kvöldið, er frestað vegna sam- skiptaörðugleika. Einar er æstur. Einar fær nýjan trompet frá Syk- urmolunum. Einar er glaður og kyssir alla Sykurmolana. Ég fer út í búð og kaupi meiri bjór. Útvarpsfólk varð líka frá að hverfa vegna samskiptaörðug- leika. Derek kom með það fyrr um daginn en þá var enginn heima, ekki einu sinni slavneska konan sem tekur til í íbúðinni og heldur langar ræður um glæpalýð Lundúnaborgar á með- an við borðum hádegismatinn. Nú sitjum við í íbúðinni og allir eru dasaðir eftir daginn og horfa á nýjustu tækni og vísindi þeirra í breska sjónvarpinu. Björk finnst þetta skrýtnasti þáttur sem hún hefur séð og hverfur. Jón opnar gluggann. Jón reykir ekki sígarettur. Það kemur kalt loft inn um gluggann. Þór og Bragi plokka strengi. Það er þyrla í sjónvarp- inu. Jón horfir á sjónvarpið og er að hlusta á vasageislaspilar- ann hennar Bjarkar. Hann hlust- ar á Sinéad O'Connor. Hún prýddi nýlega forsíðu emm og emm. O'Connor er með sama lögfræðing og Sykurmolarnir. Hann heitir Djonn Pí Kennedí. Lukkulögfræðingur það. Einar Örn er enn í pissgrænu VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.