Vikan


Vikan - 28.01.1988, Side 26

Vikan - 28.01.1988, Side 26
Einar Öm og Phil ræða málin. peysunni. Og Þór segir: „Æ, ég er farinn" og hverfur. ,^Vllt verður að fara,“ eins og Þorri Jóhannsson komst svo skemmtilega að orði í einu af ljóðum sínum. Daginn eftir vöknuðu allir í hláturkasti og síminn hrökk í lag. Ekki veitti af símanum. Einn morguninn fékk Derek fimmtíu upphringingar frá fólki sem spurði um Sykurmolana. Heim- ilisfangi Sykurmolanna í London var haldið leyndu til að halda ónæði í lágmarki en þangað var þó stöðugur straumur manna sem boðuðu fagnaðarerindi plötudreifingarfyrirtækja. Fyrir utan Berrí Strít Stúdíós (þar sem Sykurmolarnir tóku upp til dæmis Veik í leikföng) benti flutningabílstjórinn okkur á djönk fúdið í höndum Einars Arnar og spurði: „Hvað er þetta?“ Einar Örn: „Þetta er rokk og ról“ (this is rock and roll). Tán end kántrítón- leikarnir í London Tónleikarnir voru firábærir. Undirritaður táraðist af hrifh- ingu í öðru lagi Sykurmolanna. Sykurmolarnir eru betri á tón- leikum úti en heima. Af hverju? Bragi: Þegar maður kemst í svona græjur maður bara... Sándið á tónleikunum Crábært. Áhorfendakökunni þótti frá- bært að heyra sungið á íslensku og fólkið hvíslaði sín á milli í hávaðanum og undraðist stórum: — Nú er hann að syngja á ís- lensku. — Er hann að syngja á ís- lensku?? Þá var Einar að syngja: Bensín, bensín, bensín... Allskonar lið þvældist upp á sviðið meðan á tónleikunum stóð. Lífverðir voru víðsfjarri lengi framan af. Einhverjum gaur tókst að smella kossi á Björk og eyðilagði fyrir henni. Eins og hún sagði sjálf þá söng hún gegn honum í næsta lagi. Laginu Kabbojjí. Það kom upp úr kafinu síðar að gaurinn taldi sig vera í and- legu sambandi við hljómsveit- ina (?). Áhorfendur voru margir hverjir fúrðuhugsi og settu sig í gáfulegar stellingar sem breytt- ust smám saman í kúlheit: Enda voru þeir að heyra allt efni hljómsveitarinnar í fyrsta sinn, allt nema Ammæli. Og það er fúrðulegt að Sykurmolarnir hafi 26 VIKAN náð svona langt á einu lagi, jafn- vel Bretarnir skilja ekki hvernig þetta er hægt. Bretarnir halda að Sykurmol- arnir séu eina hljómsveitin á ís- landi. Þeini finnst ísland mjög dularfullt og skilja ekki hvernig rokkhljómsveit getur æft í snjó- húsi. Eftir tónleikana var auðvitað baksviðspartí og ekki einu sinni hljómsveitarmeðlimir komust inn í það partí nema að hafa bak- sviðspassa. Þrír meðlimir úr Fall mættu á staðinn, blönduðu sér jónu og fóru. Þeir voru óvið- ræðuhæfir. Þarna var og Anní Anixety. Hún hitaði upp fyrir Sykurmolana. Áltorfendur hneyksluðust. Ég fílaði hana hinsvegar í botn. Hún var tauga- veikluð og virtist vera drukkin. Hún hefur víst verið drukknari á sviði, er mér sagt. Undirspilið við sönginn hjá henni var af segulbandi. Svo komu Sykurmolarnir og byrjuðu á laginu Mótórkrass. Enginn komst hjá því að vera með eftir að Sigtry'ggur taldi í taktinn og byrjaði lagið á dúndr- andi slagkrafti. Hljóðfæri ferðarinnar var án efa nýja vasatrompetið hans Ein- ars. Mansjéster- tónleikarnir Tónleikarnir voru haldnir á International, hjákátlega bleik- um og allt að því kúrekalegum stað. Sviðið var heimilislega lítið, búningsherbergið allt út- krotað í slagorðum og áríðandi orðsendingum, Það vantaði hurð á klósettið. Við bjuggumst við að lenda á skítahóteli. En lentum þess í stað á fimm- stjörnuhótelinu Britanníu. Hótelið státaði af heimsins stærstu ljósakrónu, herbergis- þjónustu allan sólarhringinn (sem varð sumum nokkuð dýrt spaug) og í herbergjunum var svo meðal annars buxnapressa, hjónarúm, biblía og klósett, al- þakið marmara. Sykurmolarnir voru eins og álfar út úr hól á hótel Britanníu innan um allra þjóða greifa. Allir komust í gott skap strax í anddyri hótelsins efitir fimm tíma keyrslu frá London. Britannía var skreytt í tilefhi jólanna og að utan leit hótelið út eins og ferkantað jólatré úr steinsteypu. Og svo sannarlega er þetta endirinn, sagði einhver undir ljósakrón- unni. Um nóttina gerðu Þór og Bragi sér lítið fýrir og hentu tveim biblíum úr um gluggann, af þriðju hæð. Anní Anxiety heldur ekki vatni yfir því hvað Jón er góður mixermaður. Hún er alveg dol- fallin. Hún kemur til íslands í febrúar og heldur tónleika. Ég ætla að fara. Hún var meiriháttar góð á Internationaltónleikun- um, betri en í London. Sykur- molarnir voru líka betri í Man- sjéster og voru samt mjög góðir í London. Sándið var makalaust gott: Jón er hetja. Auk Anní hitaði hljómsveitin H.A.Þ. upp fyrir Sykurmolana á International. Enskir blaðamenn stagglast á því að Sykurmolarnir séu ekki stundarfýrirbrigði en hvað vita blaðamenn? Molarnir taka frelsi fram yfir peninga. Ef þeir fá ekki fúllkomið frelsi til listsköpunar þá gætu þeir þess vegna neitað öllum tilboðum. Sykurmolarnir gera sér fulla grein fýrir því að þeir eru eða eru að verða tísku- fýrirbæri. Að vinna í poppbrans- anum er hálfgerð byggingar- vinna og Sykurmolarnir eru einskonar verktakafyrirtæki sem sér um að slá upp hamingju. En það sem skapar hamingju er breytilegt á hverjum tíma. Eða er það ekki? Sykurmolarnir eru tilbúnir að storka öllu og öllum. Jafnvel hamingjunni. Súggarkúbbestón- leikar í Börberís í stál- borginni Börmingham Börberís troðfýlltist. Það hef- ur ekki gerst í manna minnum á þeim bæ. Staðurinn minnti á Saf- arí enda sándið ekki upp á það besta. Áhorfendur ætluðu að flæða inn á sviðið. Ljósmyndarar lágu í frygðarlegum stellingum fýrir ffarnan Björk og Braga. Lið- ið starði á Björk. Björk skemmti sér vel. Annars var ekkert stoppað. Keyrt á staðinn, sándtékk, borðað á ódýrum ind- verskum matsölustað, orðin of sein, Anní á sviðið, Anní út af sviðinu, Sykurmolarnir inn, keyrt í gegnum lögin, af sviðinu, græjurnar út í bíl og allir aftur til London. Sviðið var einn allsherj- ar hitapottur og svitinn lak af mönnum. Ljóskastarar eins og glóandi ofnar. Áhorfendur sáu ekki neitt fýrir troðningi nema í stórum spegli í loftinu fýrir ofan sviðið. Og það þótti spaugileg sjón að sjá áhorfendur stara upp í loft en ekki í áttina að sviðinu. Eitt er athyglisvert og það er að á sama tíma og Sykurmola- tónleikarnir voru haldnir voru haldnir tónleikar með Stiflf Littel Finger á öðrum stað í borginni. Það var uppselt hjá Stiflf á 2000 manna stað en samt hafði ekki annar eins fjöldi troðið sér inn í Börberís í manna minnum, eins og ég sagði áðan. Þegar Einar spurði áhorfend- ur á íslensku hvernig væri að eiga heima í Börmingham þá svaraði einn íslendingurinn í áhorfendafjöldanum: „Agætt".

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.