Vikan


Vikan - 28.01.1988, Page 27

Vikan - 28.01.1988, Page 27
Björk ásamt bílstjóranum Phil. Ensku sviðsaðstoðarmennirn- ir í Börberís voru kolruglaðir og sungu og töluðu eins og þeim hefði verið borgað fyrir það. En þeir stóðu sig nú samt vel í því að aftra því að mannfjöldinn flæddi inn á sviðið og yfir Sykur- molana. Daginn eftir sáum við í Mel- ódímeiker að Ammmæli hafði verið kosið smáskífulag ársins og Björk kosin „chapess of the year“ af sérffæðingum blaðsins. Sama dag var mér sagt að Syk- urmolarnir væru með sama lög- ffæðing og Mikk Djakker; hver sem það nú er. Og Derek hringdi og vildi fá að tala við litlu poppstjörnurnar sínar. 17. desember 1987 Molarnir vöknuðu klukkan 7:30 og sátu rúmlega klukku- tíma i bíl á leið í viðtal við ein- hverja sjónvarpsstöð. í ljós kom að viðtalið átti bara að vera við Einar og Björk. Þór: Erum við komin hingað til að drekka kaffi? Svo hljóp Þór í áttina að lyft- unni og einhver spurði hann hvað hann ætlaði að gera. Þór sagðist ætla að fara að kaupa sígarettur og hvarf. Bragi gekk í gegnum vitlausar dyr og kom af stað eldvarnarkerfi sjónvarps- hússins. Síðan var farið á skrif- stofu Vorner broðers í London. Ef til er helvíti á þessari jörð, þá er miðja helvítis skrifstofa Vor- ner broðers (eða Wea eins og hún er kölluð). Þeir hefðu sleikt tærnar á meðlimum hljómsveit- arinnar ef þess hefði verið krafist. Samningaviðræðurnar við Wea voru komnar svo langt að í rauninni var fátt eftir nema að skrifa undir. Þarna um morguninn upphóf- ust miklar og undarlegar um- ræður við Wea. Þeir gengu meira að segja svo langt að þeir spurðu Einar undir rós hvort hann vildi ekki bara hætta í hljómsveitinni, sem er fyrir mér það sama og að reka jörðina úr sólkerfinu. Auðvitað kom þetta ekki til greina. Sykurmolarnir eru eitt. En það lá í loftinu að Wea ætlaði að nota sviðsffam- komu Einars sem tylliástæðu fyrir því að geta stöðvað samn- ingana. Björk tók af skarið og sagði við Malkolm, málpíu Wea-fyrir- tækisins: „Þú meinar nei.“ Wea-samningurinn sprakk. Einhverjir á æðri stöðum innan fyrirtækisins kipptu í spotta. Gekk málpípa Wea of langt í að samþykkja kröfur Sykurmolanna um listrænt ffelsi? Ef Molarnir hefðu skrifað undir hjá Wea, hefði Wea þá smátt og smátt rekið alla úr hljómsveitinni nema Björk? Standa fyrirtæki við samninga? Eru draugar í popp- heiminum? Björk: Nú stríðum við Malk- olm og gerumst heimsfræg. Þór: Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Sigtryggur: Dauður. Um kvöldið breyttist Bragi í draug og flaug um íbúðina í gegnum matarlúgu. Stólar ultu um koll, láslausar hurðir læstust og Bragi vaknaði í sárum daginn eftir. Hrollvekja í sjónvarpinu. 18. desember 1987 Dagurinn hófst á heimsókn til heitra póleidormanna. Síðan var farið á krá með þeim í hádeginu. Spil tekin upp og allir fóru að spila póker við einn póleidor- manninn og samræðurnar gengu út á þetta venjulega bransatal. 1 miðjum pókernum spurði Sig- tryggur manninn hvaða stöðu hann gegndi innan fyrirtækisins. „I am the boss.“ Menn kyngdu vatni og Jó- hamar, lífvörður hljómsveitar- innar, notaði tækifærið og sagði við bossann: „Where is your horse?“ Björk og Einar fóru af kránni í enn eitt sjónvarpsviðtal og lentu í leiðinni í spurningaþætti í beinni útsendingu á meðan bossinn hellti bjór í okkur hina. Bossinn er stálharður eldhugi og næstum því heiðarlegur bissnismaður. Hann viður- kenndi að hann vildi selja plötur og græða peninga. Hann sagði að sumar hljómsveitir vildu ekki selja plötur og að Sykurmolamir gætu ekki horft framhjá þeirri staðreynd að ef hann ætti að selja plöturnar þeirra yrðu þær að innihalda seljanlega tónlist. Hann skildi líka að Sykurmol- arnir vilja ekki láta neinn vinna fyrir sig og að Sykurmolarnir vilja ekki vinna fyrir neinn, eða réttara sagt: Að Sykurmolarnir vilja vinna með fólki. Hann skóf heldur ekki utan af því, að ef nauðsyn krefúr, skipta stórfyr- irtækin sér af öllu í sambandi við tónlistina, jafhvel eyðunum á milli laganna. Því auðvitað er þögnin söluvara eins og hvað annað. Allt þetta vissu Molarnir fyrir en það var mikill léttir að heyra bissnismann loksins tala beint út. Bossinn hélt áffam að tala og lagði undir í pókernum. Hann sagði að vissulega yrðu Sykur- molarnir að leiða lýðinn en ekki öfúgt. Þeir yrðu sem sagt að vera á undan öllum öðrum með öðruvísi tónlist. Og tónlistin verður að breytast því tímarnir breytast. Og allt er þetta í smá- atriðum í biblíunni; hvar annars- staðar? Það er grátbroslegt að á ís- landi er öðruvísi tónlist (skrítin tónlist?) fyrirlitin af meginþorra þjóðarinnar og kannski mest af bissnismönnum, á meðan enskir bissnismenn líta á slíka tónlist sem gullnámu. Bossinn lagði meira undir og viðurkenndi án þess að blikna að mikill óheiðarleiki væri í gangi hjá stórfyrirtækjunum. Menn standa ekki við loforð sín af því að margir flytjast á milli fyrirtækja eftir stuttan tíma. Menn eru reknir miskunnar- laust ffá þessum fyrirtækjum ef þeir standa sig ekki. Enda eru miklir peningar í spilinu. House Martins poppuðu inn á krána. Þór talaði við einn þeirra sem talaði ffá sér allt vit á fimm mínútum. Bossinn sagði að Ho- use Martins væru inni í þessu (poppheiminum) til að skemmta sér en hann vildi ekki viðurkenna að þeir væru trúar- legir ofstækismenn. Þeir eru það nú samt. Jólalögin dundu á okkur á kránni og reyndar kom eitt lag með House Martins en ekki fyrr en þeir voru farnir. Þeir voru að vinna í kvikmyndaveri í grennd- inni. Síðan var skokkað aftur í pól- eidorbygginguna og Derek hvarf ásamt bossanum á mikil- vægan fúnd (?). Við lentum í kaffibið.. bið... bið... Eftir dúk og disk vorum við keyrðir af póleidorundirtillu til heimsffægs ljósmyndara. Sá hafði komið skilaboðum til Syk- urmolanna um að hann langaði að taka myndir af liðinu, ókeyp- is. Umræddur ljósmyndari lyftir annars ekki litlafingri nema fyrir stjarnffæðilega háar peninga- upphæðir. Hann hlaut að hafa fengið uppljómun. Við flettum í gegnum ljósmyndamöppur hjá strák og sáum að hann hafði tek- ið myndir af súperstjörnum eins og KRff Ridsjard, Pol Makkkart- nei, Tínu Törner og guð má vita hvað þetta allt saman heitir. Sumar af myndunum hafa lent á plötualbúmum. Ljósmyndatak- an tók óratíma en maðurinn þótti kurteis. Það eru útsmognir djöflar allt í kringum Sykurmolana. Derek passar Sykurmolana eins og þau væru hans eigin börn. Ekki veit- ir af. Þetta er skrítinn heimur! VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.