Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 28

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 28
Hún er lærður smiður þessi og var önnum kafin við brúarviðgerð. Hárskeri staðarins Texti: Cuðrún Alfreðsdóttir Myndir: Valdís óskarsdóttir Eitt af húsi um í „miðj bænum“ / ;j-S& fi m Lövehuset er nú friðað en hér á þar í upphafi síðasta áratug. Útréttir armar bjóðandi hassmola á tilboðsverði var eitt það íyrsta sem mætti okkur er við gengum inn í Kristjaníu í Kaupmanna- höfn einn fagran desem- berdag. Við, útsendarar Vikunnar, voru ekki alveg óttalausar við þessa innrás í fríríkið. Bæði vegna tíðra ofbeldisfrétta þaðan að undanfömu og vitandi að staðarmenn líta fjölmiðla- fólk ekkert of hým auga, vegna fremur neikvæðrar umfjöllunar yfirleitt um Kristjaníu. Og vopnaðar myndavélatösku og þrífæti litum við hreint ekki út fyrir að vera neitt annað en fréttasnápar. En við settum upp ofur vinsamlegan svip og reyndum að vera eins lítið rannsóknarblaða- mannslegar (!) og við gátum - og fuilvissuðum okkur um að það hefði tekist er móttökunefiidin fyrmefnda opnaði faðm sinn. Hasspípur af öllum gerðum vom svo boðnar fram í nærliggjandi sölu- tjaldi, þar sem þær lágu þolinmóðar innan um skartgripi, skrautmuni og eldhúsáhöld. En kurteis- lega afþökkuðum við góssið og héldum áfram ferð okkar lengra inn í Kristjaníu, að „reiðhjóla- verkstæðinu rétt hjá smiðj- unni“, en þar áttum við stefinumót... árum áður hýsti þetta hús íslendinga nýlenduna sem blómstraði Sælíegir krakkar á Solyst-barnaheimilinu Gegnumtrekkur Kristjanía, fríríkið — draumur hippa og annarra hugsjóna- manna í byrjun áttunda ára- tugarins, heyrir ef til vill bráð- um fortíðinni til. Pað hefur verið eilífúr gegn- umtrekkur á staðnum síðan þetta fólk, sem vildi stofna eig- ið ríki — óháð hinu borgaralega og kapitalíska, settist að í leyfis- leysi á fyrrum athafnasvæði hersins. Opinberlega tilheyrir þetta 35 ha. svæði varnarmála- ráðuneytinu en þegar á reynir vísar það gjarnan á borgaryfir- völd sem aftur vísa á stjórnvöld. Að meðaltali annað hvert ár hafa dönsk stjórnvöld tekið málið til meðferðar en ekki hefur tekist að finna viðunandi lausn á þessu sérstæða fyrirbæri. í fyrstu var m.a. gefinn frestur meðan ákveðið skyldi hvað gera ætti við svæðið, svo úrskurðaði hæstiréttur að svæðið skyldi rýmt hið fyrsta, en síðan var blaðinu snúið við og til stóð að leyfa fríríkið. Ákveðið var þá að verja um fimm milljónum danskra króna til endurbóta á friðuðum húsum í Kristjaníu. Vinstri flokkarnir svokölluðu hafa löngum stutt fríríkið, nefndu það á sínum tíma „fé- lagslega tilraun", en borgara- flokkarnir eru því andvígir. Pó hefúr stuðningur eitthvað riðf- ast að undanförnu og ráða þar mestu auknir glæpir og ofbeid- isverk á staðnum. í kjölfar mik- ilia umræðna, sem blossuðu upp heitari en nokkru sinni, hélt danska þingið sérfund um framtíð Kristjaníu í nóvember sl. til að afgreiða málið í eitt skipti fyrir öll. Ekki náðist þó sameiginleg niðurstaða þá frek- ar en fyrri daginn, því þrátt fyrir allt er enn meirihluti á þinginu með vernd Kristjaníu. Stjórnar- flokkarnir, með Schlúter í broddi fylkingar, vilja hins vegar ekki una því og ætla sér að leggja fram lagafrumvarp um að svæðið verði rýmt í áföngum á tveimur árum. VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.