Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 30

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 30
Stríðsleikur — Ósköpin munu dynja yfir snemma morguns, milli klukkan þrjú og fjögur. Of margir munu vita hvað sá dagur ber í skauti sér, of margir munu verða hræddir og of margir munu slas- ast alvarlega áður en yfir lýkur. Hætta er á að margir, úr báðum liðum, liggi í valnum... Því hópur stjórnmálamanna hefur tekið ákvörðun: „Ryðjið Krist- janíu!" - Á þennan hátt dramatísera dönsku blöðin hugsanlegar að- gerðir gegn Kristjaníu og full- yrða að leynileg áförm séu full- mótuð, bæði hjá lögregluyfir- völdum og íbúum Kristjaníu. Jafnframt er velt vöngum yflr því hvort það verði lögreglan eða herinn sem ræðst til atlögu — eða . jafhvel sameiginleg aðgerð. Hvort skotvopn verði notuð og hvort Kristjaníubúar séu reiðubúnir til að mæta slíkri árás og hve lengi þeir telji sig geta varist. Talið er víst að fyrstu aðgerð- ir lögreglu eða hers verði að loka öllum inngönguleiðum inn í Kristjaníu til að koma í veg fyrir utanaðkomandi aðstoð frá hústökufólki og öðrum stuðn- ingsmönnum. Því vitað er að Kristjaníubúar hafa komið sér upp símaaðvörunarkerfi til að geta m.a. kallað á utanaðkom- andi hjálp. Síðan mun stríðs- leikurinn hefjast með tilheyr- andi tækjum og tólum og hraðri stígandi. Sextán ára kaffltíma- snakk löggæslumanna verður loks raunveruleiki. En er það í verkahring lög- reglunnar að ata sig út fyrir póli- tíkusa sem óttast að missa at- kvæði? spyrja sumir. Aðrir láta sig það litlu varða, glæpahyskið skuli á brott. Kristjanítar og rokkarar Hverjir eru þá þessir Kristjan- íubúar, þetta glæpahyski sem á að uppræta og helst tortíma? Varla er gamla hippalífið enn í algleymi þarna í Kristjaníu? Af lestri sumra dagblaða mætti í fljótu bragði ætla að íbúarnir væru glæpamenn upp til hóþa því varla líður sú vika að ekki blasi við flennifyrirsagn- ir og myndir af alls kyns glæpum sem framdir eru á staðnum. Og nýlega gerðist það að póstmenn og aðrir opinberir starfsmenn hættu að fara inn í hverfið. M.a.s. lögreglan er treg til. En staðreyndin er sú að það er æði mislitur hópur sem held- ur til í Kristjaníu. Kristjanítarnir svokölluðu, eða hinir þvottekta 30 VIKAN Indkebscentralen og útsýnisturn. Kristjaníubúar, hafa búið á staðnum í mörg ár, sumir allt frá upphafi. Þeir voru um tíu þús- und er flest var en eru nú um eitt þúsund að staðaldri og eru flestir hverjir ósköp venjulegar heiðvirðar sálir á fertugs- og fimmtugsaldri. Þetta fólk hefur byggt upp sitt eigið samfélag, sitt eigið ríki, sem út á við líkist hverju öðru smáþorpi. Það kýs að fá að lifa áfram í friði og ró samkvæmt eigin lögum og reglum. Aðrir íbúar eða dvalargestir hafa leitað skjóls í fríríkinu af dálítið öðrum ástæðum en hinir fyrrnefndu. Þeirra á meðal eru rokkararnir svonefndu, hvers kyns smáglæponar sem og eftir- lýstir afbrotamenn. Það er fyrst og fremst þetta utangarðsíölk sem sér fjölmiðlum fyrir æsi- fréttum. Kristjanítarnir eru eðli- lega lítt hrifnir af þessum ná- grönnum en hafa reynt að sýna þolinmæði og beðið átekta. Upp úr sauð þó nýlega hjá Kristjanít- unum eftir að foringi rokkara- hljómsveitarinnar Bullshit varð uppvís að morði og líkið fannst þakið steinsteypu í gólfi mótor- hjólaverkstæðis hljómsveitar- innar á staðnum. Kristjanítarnir fengu lögregluna til að fjarlægja eigur rokkaranna, lokuðu hús- inu og vakta nú svæðið í sjálf- boðavinnu til að varna þeim inngöngu. Óvíst er hver eftir- máli þessara aðgerða verður, því Bullshit meðlimirnir eru óhemju atkvæðamiklir og höfðu þar að auki tögl og hagldir í fíkniefnasölu staðarins. Sumir eru þeirrar skoðunar að hin „félagslega tilraun" í Kristjaníu hafi mistekist, því óhjákvæmilega sæki utangarðs- fólk og afbrotamenn í sælu frí- ríkisins. En aðrir kenna um sí- felldu óvissuástandi sem ríkt hefur um framtíð staðarins, það hafi komið í veg fyrir að tekið hafi verið raunhæft á málum í tíma. Einnig er talið víst að helstu ástæðuna fyrir brottflutn- ingi margra Kristjaníta megi rekja til hins síðarnefhda — þó einhverjir kunni einfaldlega að hafa týnt draumnum sínum. í næstu Viku: Stefnumót við Ole í Kristjaníu. — Er Krist- jania algjört ruslabæli sem þyrfti að tortíma hið bráð- asta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.