Vikan


Vikan - 28.01.1988, Qupperneq 31

Vikan - 28.01.1988, Qupperneq 31
Litið inn í Keiluna'LÖskjuhlíð Jón Sverrir Erlingsson „Úlfur“ kastar hér kúlunni í glæsilega „fellu“. Það var aldeilis líf í tusk- unum í keilusalnum í Öskjuhlið eitt fimmtudags- kvöldið þegar Vikan leit þar inn. Keppni í 3. deild ís- landsmótsins stóð yfir eins og flest fimmtudagskvöld. Létt var yfir mönnum og með stuttu millibili heyrð- ust fagnaðarlæti eða lófa- klapp yfir vel heppnuðu skoti. Ótrúlega mikið bræðralag virtist rikja á milli andstæðinga og þó keppt væri af fúllri hörku var létt yfir mönnum. Jónamir tveir úr Úlfún um með lukku- dýrið Ágústu eftir frækilegan sigur á Gúmmíköppum. Inn á milli komu glæsilegar „fellur" og þá slógu liðsfélagarn- ir í lófana hver á öðrum og hvöttu hvern annan til dáða. Þegar skot misheppnuðust svo algerlega tóku menn mátulega létt á því, glottu og sögðu „kem- ur næst“. Enga ásökun var að finna í svip liðsmanna þess sem átti misheppnaða skotið eins og er svo algengt í öðrum íþrótt- um. Átta þúsund manns á viku Þegar Vikumenn komu á stað- inn tók Ásgeir Hreiðar leiðbein- andi á móti okkur og leiddi okk- ur í allan sannleika um það sem fram fer í keilunni. „Hingað kemur mikill fjöldi fólks og yfir- leitt er allt fullt hérna á kvöldin og um helgar en eitthvað er ró- legra á daginn. Ætli það séu ekki um það bil 500 manns sem mæta hingað einu sinni í viku eða oftar. Svo eru auðvitað fjöl- margir sem stunda þetta ekki jafri reglulega. Annars er mesti fjöldinn sem við höfúm fengið hingað á einni viku 8000 manns. I VIKAN 31 LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.