Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 34

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 34
Semnikonon Ég hafði verið í sendiferðum fyrir hús- bónda minn úti í bæ og skrapp nú inn í skrif- stofuna til þess að athuga hvaða pantanir hefðu komið meðan ég var fiarverandi. Ég datt ofan á þennan miða: „Herra F.d. vefnaðarvörusali í Drottning- argötu pantar lokaðan vagn með fjórum sæt- um út í Hagalund klukkan sjö S kvöld." Það voru nú svo sem átta mánuðir síðan ég ók konunni hans fyrrverandi út í Norrbacka kvöldið góða en eigi að síður hrökk ég harka- lega við þegar ég sá nafn þessa manns. Og mér fannst ég heyra aftur orðakastið sem ég af tilviljun varð vitni að, svo geðugt sem það var, þetta kalda vetrarkvöld. Eitt er til sem er enn verra en að drýgja glæp og það er að verja glæpinn, einkum þegar vörnin er ekki annað en ruddalegar móðganir í garð þess sem saklaus er svívirtur eins og þar var gert. Geri ég ráð fyrir að þetta hafi verið ástæðan til þess hve rótgróið ógeð ég hafði á þessum manni þótt ég gerði mér það varla Ijóst Það var naumast vegna þess eins að hann var ótrur, slíkt er nú einu sinni svo algengt í heimi hér, því miður. Nú, og svo er það nokkuð sem konunum einum kemur við. Ég ákvað í skyndi að setjast sjálfur í öku- sætið í stað manns þess er ferðina bar að fara og aka herra F.d. í eigin persónu út í Haga- lund. Hvað kom mér til að gera þetta man ég hreinskilnislega sagt ekki. Ætlaði ég að láta hestana fælast og gera út af við vefnaðarvöru- salann? Ekki held ég það. Auk þess hefði naumast verið unnt að fæla blessaða klárana, þeir voru svo stilltir. En eins og maður vill gjarnan umgangast góða menn til þess að læra af þeim eða votta þeim virðingu sína þannig icemur það og stundum að manni að Ieita samvista við ómenni í því skyni að koma þeim í klípu. Ég setti upp gljáleðurskaskeitið, varpaði ökumussunni á axlir mér og ók á tilteknum tíma upp að hliðinu hjá F.d. Kom hann út að vörmu spori en ekkí var kvenmaður í för með honum, sem ég hafði þó sannarlega bú- ist við, heldur unglingsmaður. Fannst mér ég kannast þar við einn af búðarsvemum kaup- mannsins. Ég lék eftir bestu getu hlutverk það er ég hafði tekið að mér og opnaði vagn- dyrnar. Þeir stigu inn en ég upp í mitt virðu- lega sæti og svo var haldið af stað. Þetta var koldimmt slagveðurskvöld í lok septembermánaðar. Við komum nú út í Hagalund án þess að lenda í neinum ævintýrum. Ég stöðvaði þar hestana fyrir framan gistihúsið. Kaupmaður- inn og bókarlnn flýttu sér inn í húsið en ég ók inn í skúrinn með „brauðbúðina" mína, en svo voru þessir hestvagnar iðulega nefnd- ir í gamla daga, Ég beið í skúrnum því að mig langaði ekkert til að láta sjá mig í fjölmenni íklæddan einkennisbúningi þeim er ég hafði nú neyðst til að skrýðast til að geta leikið hlutverk ökusveins. Það mun hafa verið liðinn svo sem hálftími er búðarþjónninn kom til mín með skipun um að aka að dyraþrepum gistihússins. „Þegar þú ert búinn að koma þangað með vagnínn geturðu farið inn í ölstofuna," bætti hann við. „Þar geturðu fengið þér í staupinu og brauðbita eða ölflösku ef þér sýnist en þú verður að hafe hraðann á því við verðum að flýta okkur." Hann var rokinn áður en ég gat afþakkað boðið. Við því mun hann heldur ekki hafa búist. Ég gekk aðeins inn í forsalinn til þess að vera í Méi fyrir óveðrinu. Er ég var nýkom- inn þangað heyrði ég fótatak efst í stiganum sem Iá upp á loftið. „Ertu nú viss um að ökumaðurinn sé inni í salnum þarna niðri?" heyrði ég vefnaðar- yörusalann spyrja. ,Já, herra minn," svaraði pilturinn, „og þar veit ég að hann situr meðan dropi er eftir í flöskunni og brauðmoli í bakkanum." „Gott er það," rumdi í kaupmanni. „Við skulum þá leggja í að bera hana niður, hina fögru mey." „Hana-nú," hugsaði ég. „Datt mér ekki í hug að kvenmaður væri með í spilinu." En einkennilegt fannst mér það. Fyrir það fyrsta hvers vegna þurfti að bera „hina fögru mey" niður og í öðru lagi hvers vegna var það nauðsynlegt að ég sæti að snæðingi á meðan sú athöfn færi fram? Ég smokraði mér út í horn í ganginum, en þar var meira en hálfdimmt. Ég heyrði nú að þeir komu niður stigann, svo hægt og hljóðlega sem þeim var unnt, og báru á milli sín líkama sem hlaut að vera all- þungur því að þeir blésu og stundu af erfiði. Þeir gengu íiram hjá horninu sem ég stóð í án þess að veita mér athygli og niður tröppurn- ar. Ég heyrði þá opna vagninn og loka hon- um eftir nokkur andartök. Síðan hlupu þeir léttstígir upp stigann, hvísluðust á og flissuðu lágt. Ég snaraðist út að vagninum. Gluggarnir voru skrúfaðir upp og tjöldin dregin fyrir. Það var að vísu nið- dimmt inni i vagninum en ég þóttist þó geta greint mannlega veru í aftursætinu með slá yfir sér, hatt á höfði og slæðu fyrir andliti. Hún sat þögul og grafkyrr. „Mætti égbreiðahestverju undirfæturnaá yður?" sagði ég í því skyni að afsaka frekju mína. Ekkertsvar. Ég ætlaði að fara að endurtaka spurninguna en í því heyrði ég hávaða innan úr húsinu svo ég lokaði dyrunum í skyndi og nam staðar hjá hestunum og lét sem ég væri að dútla við aktygin. Herra F.d. og búðarsveinninn komu í ljós. „Og þú fórst ekki inn í ölstofuna eins og ég sagði þér," mælti hinn síðari við mig. „Nei, ég var hvorki svangur né þyrstur," ansaði ég. „Hvar hefur þú verið?" „Ég labbaði hérna upp veginn." JNú, það er gott. Þú skalt fá ríflegt þjórfé í staðinn. Upp i sætið með þig og aktu svo til bæjarins strax." Við héldum nú heim á leið. Ég nam staðar hjá „bómunni". Þar fór ætíð fram tollskoðun. Tveir tollþjónar nálguðust vagninn. Annar þeirra hélt á ljóskeri. Dyrnar voru opnaðar og rannsóknin var þetta venjulega. Þeir þukl- uðu veggi og gólf í vagninum. „Heyrið þið, piltar góðir," sagði F.d. „Fyrir alla muni gætið að því að vekja ekki konuna mína... Henni varð snögglega illt á leiðinni en nú hefur hún sofhað til allrar guðs lukku." „Konuna hans," hugsaði ég og það vðkn- uðu hjá mér ýmislegar umþenkingar. Tollverðirnir lokuðu vagninum og voru í þann veginn að snúa baki við okkur. „Heyrðu, vektu frúna," hvíslaði ég að þeim sem var var nær mér. „Það gæti skeð að þú iðraðist ekki eftir það." „Hinkraðu við," hrópaði hann aftur til mín. Þeir skilja hálfkveðna vísu þessir karlar. Svo opnuðu þeir vagninn að nýju. „Hvað gengur nú á?" spurði F.d. Mér fannst ekki eins rólegur hreimur í röddinni og áður. „Ég ætlaði aðeins að vita hvort frúna lang- aði ekki íeitt vatnsglas,"svaraði tollþjónninn og fór að athuga vagninn betur. „Vatnsglas?" svaraði F.d. „Nú, hún sefur eins og ég sagði, og svo er..." , Ja, hvert í heitasta," gall í þjóninum. „Náð- ug frúin hlýtur að sofa svefninum langa fyrst hún verður ekkert vör við að ég klíp hana í fótinn." Ég varð ekki var við að þessari athuga- semd væri svarað. „Herrarnir vildu nú ef til vill gera sér það ómak að skreppa snöggvast út úr vagninum," mælti hinn tollheimtumaðurinn ósköp hógvær. „Við skulum þá reyna að hressa upp á frúna ef hún er veik." Ég leit til hliðar og fjarska sýndust mér farþegar mínir eitthvað niðurdregnir þegar þeir stigu út úr vagninum. Ég sá nú að toll- þjónninn dró frúna svona sofandi út úr vagn- inum og bar hana með aðstoð félaga síns inn í varðstofuna að mér fannst án þess að sýna persónu af hennarkyni tilhlýðilega virðingu. Ég fór inn á eftir hinum. Tollst jóranum var gert orð að koma. Og hann kom. Þetta var 34 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.