Vikan


Vikan - 28.01.1988, Qupperneq 37

Vikan - 28.01.1988, Qupperneq 37
Blóð drekcms Á Kanaríeyjum vex ein hávaxnasta tegund dreka- trjáa, Dracaena draco. Það getur orðið allt að 20 metra hátt með ákaflega tröllslegan og afskræmdan bol sem nær að verða 4 V2 metri í þvermál. Þar trúa hjátrúar- fullir innfæddir eyjaskeggjar því að kvoðan sem vætlar úr sárum á stofni þess og blöð- um sé drekablóð! Drekatré eða Dracaena eru af liljuætt en orðmyndin er grísk að stofhi til og þýðir einfaldlega kvendreki. Annars eiga drekatré uppruna sinn að rekja til hita- beltis og heittempraðra land- svæða í Afríku og Asíu, s.s. Zaire, Eþíópíu, Gíneu, Cameron, Ma- dagaskar og Japan en í þessum löndum vaxa um 40 villtar teg- undir. Fjölbreytileikinn er all mikill og þó að hávöxnustu drekatréin nái 20 metrum á hæð í heim- kynnum sínum eru flest þeirra ívið lægri eða um 5 metra há og þaðan af lægri. Blaðgerðin er mismunandi eftir tegundum en yflrleitt eru blöðin mjó og ílöng enda þótt dæmi finnist um annað sbr. D. Godseffiana en hún er með smá ljósdröfnótt blöð allt að því sporöskjulaga. Á stórvaxnari tegundum geta blöðin orðið allt að 90 cm löng og breið að sama skapi. Miðstrengurinn er ýmist ljósari eða dekkri en blaðrend- urnar í ýmsum grænum og gul- leitum litum og yfir í rautt til dæmis á D. marginata „Color- ama" og „Tricolo“. Drekatré hafa verið ræktuð sem pottaplöntur í fjöldamörg ár og hafa þau á allra síðustu misserum orðið eitt alvinsælasta stofublómið víða um lönd. Hollendingar flytja til að mynda út drekatré í milljónatali og þar í landi hafa þau verið með vinsælustu blaðplöntum um árabil og víst er að svo á eft- ir að verða hér einnig. Texti: Steinn Kárason garöyrkjufræöingur \ HEIMIUÐ . Dracaena fragrans „Lindenii" vex fólki tæplegayfir höfúð í stofúm inni þó það geti orðið æði hávaxið í heimkynnum sínum. Ódrepandi pottaplanta Flestir þeir sem eiga drekatré í hýbílum sínum munu taka vmdir þau orð að þessi pottaplanta er nánast ódrepandi hvort sem hún stendur ein stök eða í plötnukerjum í sambýli við aðrar plöntur. Drekatré þarftiast sáralítillar umönnunar, mun minni en ætla mætti miðað við þá miklu ánægju sem þau veita eiganda sínum árum saman. Drekatrjám fellur best að vera í mikilli birtu og þannig nýtur blaðfegurðin sín besf. Standi plantan í ónógri birtu fölnar lit- ur blaðanna. Hins vegar er það svo með drekatré eins ogflestar aðrar pottaplöntur að standi þau í mjög sterkri sól geta blöð- in brunnið illilega. Staðsetning Sveigðum og oddmjóum rauð- gulleitum blöðunum á Draca- ena marginata „Tricolor" má likja við lafandi drekatungu. plöntu í íbúðinni ræður því mestu um þrif hennar. Drekatré þurfa jafna og góða vökvun yfir sumarmánuðina ásamt hæfilegum skammti af blómaáburði í vökvunarvatnið hálfsmánaðarlega. Yfir veturinn er dregið úr vökvun og áburðar- gjöf hætt nema þar sem fúll- nægjandi plöntulýsingar nýtur. Plantan má aldrei standa í vatni, það orsakar rótarfúa og á hinn bóginn má moldin ekki þorna alveg upp því það getur valdið brúnum blaðendum. Að sumri til þegar mestrar birtu nýtur er rétt að úða með fínum vatnsúða eða sprauta yfir með sturtuhausnum. Það fjarlæg- ir ryk af blöðunum og plantan verður frísklegri. Auk þess eyk- ur það loftraka og dregur úr vökvunarþörf. Blaðglans eða blómabón er óhætt að nota á svo sem tveggja til þriggja mánaða fresti en of- notkun þess í skammdeginu veldur iðulega blaðskemmdum. Kjörhiti fyrir drekatré er venjulegur stofuhiti eða um 20 gráður. Plantan má því hvorki standa nálægt heitum ofni né vera í kulda og trekki. Lágmarks- hiti er 13 gráður en við slíkar aðstæður þarf að draga mjög úr vökvun. Umpottunar er ekki þörf nema annað til þriðja hvert ár og þá í mars, apríl eftir að dag tekur að lengja. Settur er grófúr vikur í pottbotninn til að tryggja gott afrennsli. Gömul mold er fjarlægð varlega án þess að skerða ræturnar og best er að nota „spagnum“ mold ögn leir- eða vikurblandaða. Við umpottun og á vorin á að klippa plöntuna til ef með þarf því eftir dimman vetur hafa neðstu blöðin oft skrælnað og látið á sjá og skulu því fjarlægð. Mörg drekatré ná að blómg- ast í stofúm, til dærnis D. fragr- ans „Massangeaná' en blómin sem eru i klasa eru yfirleitt lítil og óásjáleg og því er plantan fyrst og fremst ræktuð blaðanna vegna. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.