Vikan


Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 38

Vikan - 28.01.1988, Blaðsíða 38
FINNLAND Heimsmet í ölvunarakstri Landbúnaðarverkamaður í Kuopio í Finnlandi hefur nú slegið heimsmet í ölvun- arakstri en hann var í síð- ustu viku dæmdur í 49unda skipti fyrir ölvun við akstur og hlaut þá fimm mánaða fangelsisdóm. Maðurinn missti ökuskírteini sitt til lífstíðar árið 1964 eftir ítrekuð ölvunarbrot en hann hefur stöðugt haldið áfram að keyra síðan, og síðustu fjögur árin hefur hann alls 11 sinnum verið dreginn fyrir dómara vegna þessa. Maðurinn mun hafa áfrýjað þessum síðasta dómi. SOVÉTRIKIN: Landanum hellt niður Heimilisiðnaðurinn hinn eini sanni á undir högg að sækja í Sovétríkjunum um þessar mundir. í kjölfar krossferðar félaga Gorba- chev gegh áfengisneyslu hafa aðgerðir gegn heima- bruggi og -suðu verið hertar til muna. Á þessu ári og því síðasta hai'a rúmlega niilljóii tæki til landasuðu verið gerð upptæk og yfir fjórum millj- óniiin lítra af íanda hefur verið hellt niður. Þessar upplýsingar komu fram þegar innanríkisráðherr- ann, Alexander Vlasov, svaraðí lesendabréfi í Prövdu. Hann skýrði einnig frá því að sykur- neysla hefði á sama tíma aukist um 1,5 milljónir tonna og að 1600 manns hefðu verið dregn- ir fyrir dómstóla ákærðir fyrir sykurstuld. Einnig lét hann þess getið að gerþjófnaður hefði tvö- faldast að undanförnu. Æðstu stjórnendur vilja meina að þessar hörðu aðgerðir hafi skilað sér í mikilli minnkun á drykkju Sovétmanna. Bent er á að heildarneyslan hafi minnkað úr 14 milljörðum lítra 1984 í rúmlega 8 milljarða lítra árið 1986. í fyrra gerðist það líka í fyrsta sinn í tuttugu ár að dánar- tíðnin lækkaði í Sovétríkjunum. Að auki fækkaði umferðarslys- um vegna ölvunaraksturs um 34% frá 1984. Gcrf Kaipov ef fljóf I? Einvígi Garrí Kasparovs og Anatoly Karpovs í Sevilla í desember var hápunktur skákársins 1987. Þetta var fjórða einvígi þeirra félaga. Fyrst háðu þeir einvígið endalausa í Moskvu 1984- 1985 svo tefidu þeir aftur á sama stað 1985, síðan í London og Lenigrad sumar- ið 1986 og loks í SevUla. Fyr- ir Sevillustríðið höfðu þeir teflt 96 sinnum saman í heimsmeistaraeinvígjum og staðan var 48 Vz — 47 Vi Kasp- arov í vU. Því var nokkuð ljóst fyrirfram að hvorugur myndi sigla hinn í kaf í hafn- armynninu. Frá fagurfræðilegum sjónar- hóli var talsvert minna í rimmu þeirra spunnið en baráttu Fisc- hers og Spasskys í Reykjavík 1972, sem jafnan er talið skemmtilegasta og magnaðasta heimsmeistaraeinvígið. Langur kafli í einvíginu einkenndist meira að segja af algjörri heið- ríkju. Þá var heimsmeistarinn Kasparov með vinningsforskot og ætlaði bersýnilega að halda sínum hlut með því að stýra Jón L. Árnason SKAK fleytu sinni í jafhteflishöfn. Þar kom að Karpov jafnaði vinn- ingatöluna en breytti þó ekki gangi mála. Vígstaða Kasparovs var betri, því að honum nægði jafntefli í einvíginu, 12-12, til að halda heimsmeistaratitlinum. Er tveim skákum var ólokið var staðan 11-11 og þá færðist heldur betur fjör í leikinn. Tuttugasta og þriðja skákin og sú næstsíðasta var æsispenn- andi. Karpov hafði hvítt og náði undirtökum og er skákin fór í bið eftir 40 leiki var staða hans betri. Samt var afar tvísýnt um það hvort honum tækist að knýja fram sigur. Er þeir héldu biðskákinni áfram voru báðir taugaósyrkir og lentu í tíma- hraki. Sífellt hallaði á Kasparov og er tími hans var að fjara út greip hann til þess ráðs að fórna hrók ef það mætti verða til að hræra upp í stöðunni. Allt kom fyrir ekki. Karpov tók hraustlega Yiirsást Karpov möguleiki á jafhtefli í viðureigninni við Kasparov sem hefði nægt liommi til að endurheimta heims- meistaratítilinn? á móti fórninni og er tíma- mörkunum var náð gafst von- svikinn Kasparov upp. „Karpov er orðinn heims- meistari" sögðu flestir, enda hafði það aldrei gerst í sögu heimsmeistaraeinvígjanna að lokaskákin breytti stöðunni. Karpov hafði 12 vinninga gegn 11 vinningum Kasparovs. Hon- um nægði jafntefii til að hreppa titilinn. Kasparov ætlaði þó greinilega að selja sig dýrt. Lokaskák einvígisins var, kynngimögnuð. Er hún fór í bið eftir 41 leik hafði Kasparov peði meira í endatafli; hafði drottn- ingu og biskup gegn drottningu og riddara Karpovs. Sérfræðing- ar treystu sér hvorki til að dæma stöðuna unna á Kasparov né jafntefli. Sigurlíkur Kasparovs voru metnar á bilinu 50—90% og allra augu beindust að Sevilla laugardaginn 21. desember er biðskákin var tefld. Þá tefldi Kasparov frábærlega vel og eftir 64 leiki var þessi staða á borð- inu: abcdefgh Karpov sem hafði svart sá fram á hrun í næstu leikjum því að hvítur hótar Bd2-f3-e4 og drepa síðan á g6. Uppgjöf Karp- ovs í stöðunni kom því engum á óvart. f skákblaði einu var sagt: „Hugsanleg lok eru 64. — Dd5+ 65. BS Dc5 66. Be4 Db4 67. Bxg6 og vinnur." Einn lesanda blaðsins sætti sig ekki við þessa athugasemd, því að hann sá gildru í stöðunni sem liklegt er að Karpov hafi sést yfir. Eftir 67. - Db7+ 68. Kh2 Dhl + !! 69. Kxhl er svarturpatt og staðan er jafntefli! Það hefði óneitanlega orðið sögulegt ef heimsmeistaraeinvíginu hefði lokið með þessum hætti. Sigur hvíts í lokastöðunni er því hreint ekki eins augljós og talið var en staða hans er þó vitaskuld unnin ef hann sýnir aðgæslu. í stað 67. Bxg6!! sem leiðir til jafhteflis leikur hann 67. Kh2! og nú má svartur ekki drepa biskupinn. Eftir 67. — Dxe4 68. Dxf8+ Kh7 69. Df7+ Kh8 70. Dxe6 vinnur hvítur auðveldlega. Betra er 67. — Dc5 68. Bd3 Db4 69- Bxg6 Rxg6 70. Dxg6 Dxh4+ en með 71. Kg2! (ekki 71. gxh4 og svartur er aft- ur patt) vinnur hvítur taflið. Peðsendataflið eftir 71. - Dg4 72. Dxg4 hxg4 73. f4 gxfí fr.hl. 74. Kxf3 Kg7 75. kg4 Kg6 76. Kh4 Kf5 77. g4+ Kxe5 78. g5 Kf5 79. Kh5 er unnið á hvítt. Máltækið góða: „Enginn vinn- ur skák með því að gefa hana" kemur ósjálfrátt upp í hugann. Karpov getur nagað sig í hand- arbökin um ókomin ár fyrir að hafa misst af þessu tækifæri. Hver veit nema Kasparov hefði fallið í gildruna og þá væri Karp- ov heimsmeistari næstu þrjú árin. 38 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.