Alþýðublaðið - 02.03.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.03.1923, Blaðsíða 3
alþyðu:blaði:ð 3 yrði því frumbýlingnum gersam- lega ókleift að rækta land sitt og auka bústofn. Væri nú frum- býlingurinn fjölskyldumaður og ætti við þessi kjör að búa, myndi brátt koma í ljós, að með þessu fyrirkomulagi fengi hann ekki rönd við reist og þar af leiðandi ekki lifað sjáltstæðu lífi til lengd- ar á þann hStt. Verður því að finna annað öruggara ráð, sem að fyllri notum kæmi. Þess ber að gætá, að hér á landi er óiíkt og í Danmörku að því leyti fyrst og fremst, að loftslag er þar að mildum mun mildara en hér og sumarið þar af leiðandi miklu lengra og styttri vetur. Við getum því ekki í þessu efni með góðu móti stælt irændur okkar, heldur verðum við að sníða okkur stakk ettir vexti. Það er leið til lífsins, annað ekki. Kaupendur Alþýöublaðsios eru ámintir um að gera afgreiðslunni aðvart, ef vanskil • verða ú útburði blaðsins. — Afgreiðslumaður. Erlend símskeyti. Khöfn, 28. febr. Hernámið aukið enn. Frá Bevlín er símað: Frakkar hafa enn fært út takmörk her- tekna svæðisins að amerízka gæzlu- beltinu, sem áður var, og enn- freinur á 30 rasta svæði í áttina að enska gæzlubeltinu og með bví einangrað að nokkru leyti að- gang að öðrum euda Kölnar-brú- atinnar yfir Rín. Skaðabætur til Norðmanna. Stjórn Bandaríkjanna hefir greitt norskum útgerðarmönnum 12 mill- jónir dollara eftir úrskurði gerðar- dómsins í Haag. Frakkar neita milligöngn. Frá París er símað: Milligöugu Holiendinga er synjað af Frökkum, er beiðast undan erlendum afskift- um; Þjóðverjar verði sjálfir að fara sarnninga á leit. Bretar og Frakkar. Frá Lundúnum er símað: Enski Hjálparstöð Hjúkrunarfélags- ins >Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. n —12 f. h. Þriðjudaga ... — 5—6 e. -- Miðvikudaga . , — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e- -- Laugardaga . . — 3—4 e. - Hvergi er betra að auglýsa með smáauglýsingum eftir ýmsu, er fólk vantar, en í Alþýðublaðinu, sem er útbreiddasta blaðið í borginni. austurlandaflotinn hefir skyndilega verið kallaður heim frá Smyrnu. Er það svarleikur af Breta háltu gegn leynisamningum Prakka við Rússa. Skip til sölu. Frá Washington er símað: Sigl- ingadeild stjórnarinnaf hefir stungið upp á að selja skip ríkisins, er lagt hefir verið, en rífa þau, er ekki seljast. ■ í' 'ii....ii Edgar Rice Burroughs: Tarzan snýr aftup. að sigla burtu á stóra eintrjáningnum, sem lá -Úti á höfninni, urðu þeir mjög1 hryggir. Ean þá höfðu komumenn ekki séð þá Thuran og Tennington. Þeir höfðu um mörguninn farið á veiðar. „Hann verður hissa, maðurinn sem þú segir að heiti Rokoff, þegar hann sér þig,“ sagði Jane við Taizan. „Tað verður skammvinn undrun," svaraði apa- maðurinn giimmiiega, og hljómurinn í íöddinni kom' henni til að lita upp. fað, sem hún las í svip hans, ‘staðfesti ótta hennar, því hún lagði höndina á handlegg hans og bað hann að afhenda frönsku yfirvöldunum Rússann. „í þykkni skógarins," mælti hún, „þar sem þú getur ekki náð rétti þínum nema með vöðvastyik þínum, mundi þér leyfast að láta manninn sæta ábyigð eins og hann á skylda, en það væri morð að drepa h'ann, þegar þú getur náð til yfiivalda. Jafnvel vinir þínir yiðu að sætta sig við fangelsun "þína, eða, ef þú streittist á móti, myndiiðu aftur gera okkur ógæfusöm. Eg þoli ekki að missa þig aftur, Tavzan minn. Lofaðu mér því, að þú skulir að eins afhenda Dufranne skipst.jóra hann, og láttu lögin um úrslitin, — dýiið er ekki þess virði, ab við hættum gæfu okkar hans vegna.“ Hann fann vísdóminn í beiðni hennar og lofaði. Hálfii stundu síðár kömu þeir Tennington og Ro- koff fram úr skóginum, í’éir gengu samsíða. Tennington varð fyrri til að sjá gestina í búðunum. Hann sá svarta hermenn innan um hermennina af skipinu, og tröllvaxinn brúnn maður talaði við d’Arnot og Dufranne skipstjóra. „Hver skyldi sá vera?“ sagði Tenningt.on við Rokofi. Þegar augu Rússans mæ'ttu gráum augum apamannsins, riðaði haun og fölnaði. „Djöfullinnl" hrópaði hann, og áður en Tenning- ton áttaði sig á, hver ætiun haná var, hafði hánn miðað byssu sinni beint á brjóst Tarzans og hleypt af. En Englendingurinn var fast hjá, — svo nærri, að hönd hans snart hlaupið broti úr sekúndu áður en perlan sprakk,- og kúlan, sem ætluð var hjarta Tarzans, þaut skaðlaus yfir höfuð hans. Áður en Rússinn gat skptið aflur, háfði Tarzan stokkið á hann og þrifið af honum byssuna. Duf- ranne skipstjóri, d’Arnot og nokkrir sjómenn höfðu hlaupið til við skotið, og nú afhenti Tarzan þeim þegjandi Rússann. Hann var búinn að skýra Frökkunum frá málavöxtum, og gaf fóringinn jafn- skjótt skipun um að færa Roköff í fjötra og flytja hann á skipsfjöl. Rótt áður en farið var með fangann út í bátinn, bað Tarzan leyfis að mega leita á honum, og sér til mikillar gleði fann hann stolnu skjölin á honum, Skotið hafði lokkað Jane Porter og þau hín út úr kofanum, og þegai: uppþotið var búið, heilsaði hún Tennington, sem ekki varð lítið hissa. Tarzan kom til þeirra, er hann hafði tekið skjölin af Ro- I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.