Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 3

Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 3
Nr. 5, 1938 VIK A N 3 Tungumálanám og málakennsla í skólum Eftir E>órhall Ðorgilsson, magister. VI hefir stundum verið hreyft hér á landi í ræðu og riti, að tungumála- nám sé stundað hér af helzt til miklu kappi í hlutfalli við aðrar fræði- greinir. Hefir því verið fundið margt til foráttu. Jafnvel það, að ómakið svari ekki til þess gagns, sem oss sé að því að kunna erlendar tungur. Þá er og einnig á sumum að heyra, að málfræði sé yfir höfuð lítt fallin til þess að auka menntunarþroska manna og þjálfa skilning þeirra. Það er náttúrlega álita mál; en hins vegar ekkert við því að segja, þó að einhverjum kunni að finnast sitt fag hafa gert kraftaverk í þá átt gagnvart sjálfum honum, miðað við það sem honum finnst, að önnur fög hafi áorkað við Pétur eða Pál. Um þess- konar persónuleg sjónarmið er vitanlega þarflaust að rökræða. Þá er á hitt að líta, hvort það svari ekki kostnaði fyrir oss að leggja kapp á það að læra erlend mál. Slík spurning þarfnast ekki langrar yfirvegunar frá mínum bæj- ardyrum séð. Sá Islendingur, sem kann að- eins móðurmál sitt, er ósjálfbjarga, hvar sem hann kemur utanlands. En nú er það engin nýuppgötvuð staðreynd, að vér get- um ekki lifað hverir á öðrum, eingöngu á innbyrðis viðskiptum, eða á gæðum lands vors, þótt þau eflaust séu mikil. Frá menn- ingarlegu sjónarmiði er það að segja, að þjóðleg menning er holl, sjálfsögð, nauð- synleg; menning vor á að vera þjóðleg, meðan vér þykjumst eiga kröfu til að vera frjáls og fullvalda þjóð. En sjálfstæði voru er ekki minni styrkur í því, að vér fylgjumst vel með erlendum menningar- straumum, tileinkum oss það bezta, sem menning stórþjóðanna hefir að bjóða og öflum oss raunhæfrar, hagnýtrar þekk- ingar á högum þeirra og háttum. Megi menntunarskrum og hundavaðsþekking aldrei þrífast hér! Það er engum blöðum um það að fletta, að skilyrði fyrir menn- ingu og velferð þjóðarinnar er það, að hér sé völ á sem flestum mönnum, er kunni erlend mál. Um nauðsyn þess geta tæp- ast verið skiptar skoðanir. Vér erum nú aðeins tæpar 120 þúsundir hér heima, að tölunni til sambærilegir við íbúa í einu hverfi hinna stærri borga erlendis. Hvað má oss finnast, minnstu þjóð heimsins, þegar stórþjóðirnar leggja annað eins kapp á tungumálanám, eins og raun er á? Tökum aðeins sem dæmi spænskunámið í Bandaríkjunum. Síðustu áratugina hefir það farið stórkostlega í vöxt þar í landi. Árið 1910 var tala spænskunemenda að- eins tæpar 5 þúsundir. En samkvæmt ný- legum skýrslum fræðslumálastjórnarinnar eru þeir nú um 250 þúsundir í undirbún- ingsskólum einum saman, 100 þúsundir í menntaskólum og 22 þúsundir í einkaskól- um, samtals 372,000. Og þó má til viðbót- ar geta þess, að við alla helztu háskól- ana er sérstök deild fyrir spænska tungu og bókmenntir. Nú eiga Bandaríkjamenn því láni að fagna að tala ensku, þetta al- heimsmál, sem strangt tekið myndi nægja þeim í viðskiptum þeirra við allar siðaðar þjóðir og á ferðum þeirra, hvar sem væri á hnettinum. En þeim finnst það ekki nóg. Þeir sjá sér hag í því að leggja mikið í kostnað, til þess að kynnast sem rækileg- ast viðskiptaþjóðum sínum, siðum þeirra og hugsunarhætti, sögu og bókmenntum, efnahag og atvinnulífi. Og leiðin til þess að afla sér svo alhliða þekkingar á ein- hverri þjóð, er ekki sú að tala mál, sem margir skilja þar í landi, heldur það mál, sem allur þorri landsbúa hugsar á, móður- mál þeirra. Hefði Bandaríkjamönnum ekki skihzt þetta fyrir löngu, hefðu þeir ekki lagt allt kapp á að efla spænskunám heima fyrir, þrátt fyrir enga aðkallandi þörf, eins og hér mundi verða sagt, hefði þeim eflaust ekki tekizt eins vel, og jafn- vel alls ekki tekizt að leggja fjárhagslega undir sig að meira eða minna leyti alla Mið- og Suður-Ameríku. Um hitt má deila, hvaða erlend tungu- mál vér ættum helzt að læra. Til greina koma allmargar þjóðtungur. Um nám þeirra þyrfti af sparnaðarástæðum að takast nokkurskonar verkaskipting með þjóðinni. Ekki svo að skilja, að hverjum ætti ekki að vera frjálst að læra það mál, er honum sjálfum sýndist, heldur ættu skólarnir að takmarka kennsluna við það eða þau mál ein, sem kæmu að drýgstum notum í því æfistarfi, er þeir hver um sig eiga að undirbúa. Tvímælalaust er enskan útbreiddasta mál heimsins. Hún er alheimsmál, og þess vegna sjálfsagt að kenna hana mest allra mála, meðan ekki hefir verið fundið upp hjálparmál, sem allar þjóðir geta orðið á eitt sáttar með að lögleiða í skólum, — og tilraunir með þessi svokölluðu „plan“- mál virðast hafa gefið heldur óbeysinn árangur, það sem af er. Enskuna á því að kenna mest allra erlendra mála hér á landi, í menntaskólum, verzlunarskólum, kennaraskólum o. s. frv., og undirstöðu- atriði hennar ættu jafnvel að vera kennd í efstu bekkjum barnaskólanna. Allir full- tíða menn ættu að vera færir um að segja og skilja hversdagslegustu setningar á því máli. Almennt þyrfti ekki að kenna annað erlent mál. En við hina ýmsu sérskóla ættu þýzkan, franskan, spænskan eða eitthvert Norðurlandamálið að skipa fremsta sess. I menntaskólunum ættu nemendur í efri bekkjunum að fá að velja á milh ger- mönsku og rómönsku höfuðmálanna, í stað þess að láta þá strita við að fá hald- litla nasasjón af þeim öllum. Spænskan á heima í verzlunarskólum og ætti hún þar fyrir löngu að vera orðin skyldunáms- grein, sem ætlaður væri jafn veglegur sess og enskunni — í þeim skólum. Gefa ætti verzlunarnemum kost á að velja um nokk- ur önnur mál, sem komið geta helzt til greina í viðskiptum við útlönd, svo sem ítölsku, þýzku, frönsku, dönsku. Við bún- aðarskóla skilst mér, að nauðsynlegt sé að kenna dönsku eða annað Norðurlanda- mál, eins og víðast mun nú gert, en óþarft væri að hafa þau fleiri. Það er tímabært íhugunarefni, hvemig haga mætti tungumálakennslunni við hina ýmsu skóla, þannig að ekki séu allsstaðar sömu málin lögð til grundvallar, heldur fari val þeirra meira eftir tegund skólanna og þess framtíðarstarfa, sem þeim er ætl- að að búa nemendur undir. Ætti þá ekki að þurfa að kenna eins mörg mál við hvern einstakan skóla, eins og nú, né íþyngja nemendum með málum, sem þeir hefðu lítil eða engin not fyrir síðarmeir. Jafn- framt væru málin fleiri, sem kennd væru samtals í skólum landsins. Mundi þjóðina þá síður skorta færa menn í öllum helzfu menningarmálum heimsins. Fyrir þetta hvort tveggja væri mikið gefandi, en sjálf-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.