Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 5

Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 5
Nr. 5, 1938 VIKAN 5 Svipir úr rfaglep lilli: „Litli og Stóri-------------------------" STBÁKARNIR á götunni kalla hann dverginn — en gætna fólkið nefnir hann bara: litla manninn að vestan. I rúmt ár hefir hann trítlað hér um göt- umar. Hvert sem hann fer glápa allir á eftir honum með sama undrunar og með- Þegar Guðbjöm stendur upp á háu borði getur hann klappað á öxlina á Ólafi. aumkunarsvipnum og segja ýmist hátt eða í hljóði: Sá er nú ekki hár í loftinu. En þó öllum finnist hann lítill og allir virði hann fyrir sér, eins og óviðjafnanlegt furðuverk smæðarinnar, þá trítlar hann samt áfram í áttina að einu takmarki: — framtíðar atvinnu. Þetta litla furðuverk heitir Guðbjörn Helgason. Hann er 17 ára gamall og annað elzta barn foreldra sinna, hjónanna í Unaðsdal í ísafjarðardjúpi. Þeim hjónum hefir orðið 15 barna auðið og eru öll hin kröftuglegustu, nema Guðbjöm. Hann fæddist með beinkröm og var hin mesta písl og heilsuleysingi fram á fermingar- aldur. Þá tók hann að rakna úr rotinu, hvað heilsuna snerti og er nú hinn hraust- asti. En lítið tognaði úr vesalingnum — og nú er hann aðeins 40 kíló á þyngd og 122 centímetra hár. 1 fyrra kom þessi smávaxni unglingur hingað til Reykjavíkur með þeim einlæga ásetningi að verða klæðskeri, hvað sem hver segði. En hann fékk fljótt að kenna á því, að hér í höfuðborginni láta menn sig það furðulitlu skipta þó 40 kíló- gramma maður berji í borðið og heimti að verða klæðskeri. Nóg framboð var af burðameiri unghng- um — og þó það sé ekkert höfuðatriði að klæðskerar séu mikhr vexti og sterkir, þótti öllum litli maðurinn að vestan vera alltof líitll. Mánuð eftir mánuð gekk hann frá manni til manns og hlýddi á fortölur hinna reyndu, eins og allir, sem sækja að fjar- lægu takmarki. Loks djarfaði til sólar á himni áformanna, og Guðbjörn fékk vinnu sem lærlingur á saumastofu einni hér í bænum. — Þá hef ég orðið glaðastur á minni æfi, þegar ég fékk vinnuna — og nokkrum dögum síðar náði hamingja mín hámarki, er Vilmundur landlæknir útvegaði mér 400 króna námsstyrk. Fjögur hundruð krón- ur, maður! Það eru mestu peningar, sem ég hef haft handa á milli. En svo kom það á daginn, sem allir óttuðust — nema ég. Starf- ið var mér ofraun. Ég var of lítill og þróttlaus — og þegar reynslumánuðirnir voru hðnir hjá, var ég látinn fara og ráðið frá að reyna nokkurntíma fram- ar til að nema skraddaraiðn — þá einu iðn, sem mig langaði til að nema. Síðan ég man fyrst eftir mér hef ég verið að búa mig undir að verða skraddari, er mér yxi fiskur um hrygg. Svo fór það svona. Ég hef saumað út og bróderað dúk við dúk í mörg ár, og mér hefir verið sagt og talin trú um, að það væri vel gert. En hvað stoðar það, ef ég get ekki fengið að sauma mig inn í framtíðina og gegnum lífið! Ég fór hingað suður til að geta unnið fyrir mér í framtíð- inni — og síðan skraddarahug- sjónin brast, ráða mér nú allir til að nema úrsmíði, eða eitt- hvert shkt og því líkt þýðingar- laust pett! En ég er frábitinn öllu vélafitli, og nú er eina von- in að fá atvinnu sem innanbúð- armaður eða rukkari. Það er framtíðin. — Skrifstofustörf ? — Nei, ekki skrifstofustörf. Það get ég ekki. Ég kann held- ur ekkert til þeirra starfa. Fyrst yrði ég að ganga í skóla — og hver vill kosta mig í skóla? Foreldrar mínir eru fátæir. Fósturforeldrar mínir á Isafirði farlama gamalmenni. Aðra á ég ekki að — nema svo K. F. U. M. Ég borða í K. F. U. M. og bý vestur í bæ — þangað til eitthvað rætist úr fyrir mér. Og ég er ekki í nokkr- um efa um, að þetta lagast alltsaman. Ég er eins viss um það og að Ólafur lögreglu- þjónn er hærri en ég. Guð er góður — og guð hjálpar mér, af því ég er svo lítill. Annars væri gaman að vera á hæð við Ólaf. Einu sinni dansaði ég töluvert og synti mikið. En nú er ég steinhættur allri slíkri léttúð síðan ég kom í K. F. U. M. — Læt ég mér nú nægja að lesa „andlegar” bæk- ur. Það er alveg jafn hollt fyrir unglinga — kannske meira að segja miklu hollara. Annars er ég þeirrar skoðunar, að ég hafi styrkzt mikið og fengið heilsuna við að iðka sund í Reykjanesskólanum. Þar synti ég einu sinni þrjá kílómetra í einni lotu. Ég gat vel stungið mér af háa brettinu — og synt í kafi. — Hvers munduð þér óska yður, ef þér ættuð eina ósk? — Þó mig langi mikið til að vera ögn stærri en ég er, mundi ég sennilega ekki óska þess. Heldur mundi ég óska eftir framtíðar atvinnu sem klæðskeri. Það er takmark lífsins að vera góður klæðskeri! Ólafur Guðmundsson, lögregluþjónn, er 200 centimetrar á hæð og 200 pund á þyngd.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.