Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 11

Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 11
Nr. 5, 1938 VIKAN 11 — Hann er að koma, hrópaði Dolly áköf, — ég ætla að hlaupa niður og spyrja hann, hvað honum finnist. Hún hljóp út, og ég gekk út að glugganum og sá Ib koma gangandi eftir garðstígnum. Hann var ljóm- andi laglegur í grárri peysu og tígl- óttum pokabuxum. — Ástin mín, hvíslaði ég, þegar ég horfði á hann. Síðan fór ég í bað- sloppinn minn og fór á eftir Dolly. Ég varð að biðja Ib um að fara með henni í ferðina. En þegar ég kom til þeirra, sá ég, að það var óþarfi. Þau voru búin að ákveða að fara án mín. — Stella mín! Okkur þykir mjög leiðinlegt, að þú skulir ekki geta komið með, sagði Ib, og mér fannst hann segja það eins og hann hefði orðið fyrir vonbrigðum. Hefði ég at- hugað hann betur, mundi ég hafa séð, að svo var alls ekki. Hann var líkastur skóladreng, sem fær frí, þeg- ar hann býst ekki við því. Laus við allar áhyggjur horfði ég á þau aka í burtu í litla, ljóta bíln- um hans, — og fór síðan að hátta. Á síðustu þrem árunum hefi ég marg oft hugsað um það, hvering ég gat verið svona róleg þenna dag. Ég mátti vita, að hamingju minni mundi vera lokið — þennan fagra vordag. En ég vissi það ekki! Áköf og óþolinmóð beið ég eftir því, að þau kæmu heim seinni hluta dagsins. Ég fór á fætur, fór í fallegasta kjólinn minn og stóð og veifaði til þeirra, þegar bíllinn rann upp að hús- inu. Ég heyrði þau koma þögul inn í ganginn. Dolly hljóp beint upp í herbergið sitt, og það þótti mér dá- lítið grunsamlegt. En ég gleymdi því, þeg- ar ég hljóp á móti Ib. — Ég er búin að baka vöfflur fyrir þig með kaffinu, sagði ég glaðlega, — en þegar ég sá svipinn á honum, þagnaði ég fljótt. Það varð þögn dálitla stund. Síðan hróp- aði ég hrædd: — Ib! Hvað er að? Hann lagði- hamingju mína í rústir, er hann stóð fyrir framan mig náfölur. — Það er allt búið á milli okkar, Stella, sagði hann. — Ég á við ást okkar. Ég fer með Dolly í kvöld. Reyndu að gleyma mér og finna hamingjuna hjá einhverjum öðrum. Augun í honum voru óeðlilega skær og ljómandi, en hann horfði ekki framan í mig. — Það var allt of fagurt til að geta haldizt, og ég er ekki verður þín. Hann þagnaði. — Það, sem þú heldur um mig, Stella, er satt. Það var allt saman mér að kenna — ekki henni Ég stóð rétt hjá honum, en snerti hann ekki. Það var alveg eins og eitthvað brysti innan í mér, og ég fann hræðilega mikið Viltu giftast mér, Stella, sagði hann rólega í öllum hávaðanum. og hann orðaði það sjálfur. Hann bauð mér á dansleiki og hljómleika og kom mér til að hlæja að fyndni sinni. Hann um- gekkst mig með allri þeirri nærgætni, sem gleður hjarta konunnar ósjálfrátt. Ég dáð- ist að honum og virti hann fyrir þetta, en elskaði hann ekki. Ég sagði honum frá Ib, og hann vissi, að ég mundi elska þennan unga, Ijóshærða mann, sem hafði eyðilagt hamingju mína að eilífu. Og hann skildi mig. Hann hugsar alltaf fyrst og fremst um aðra. Ég var búin að þekkja hann í eitt ár, þegar hann bað mín. Það var á nýárs- dansleik og við vorum að dansa. Allt í einu hætti hljómsveitin að spila og það var hrópað „miðnætti". Það varð dauðaþögn andartak á meðan klukkurnar hringdu ný- árið inn. Síðan var leikinn fjörugur vals, og ég brosti framan í Helga, þegar ég óskaði honum gleðilegs nýárs. Hann horfði á mig. Pramh. á bls. 20. til. Ég glápti á hann; á hinar sterklegu, sólbrenndu hendur, sem svo oft höfðu strokið yfir hár mitt. Allt í einu hreyfð- ust þær ósjálfrátt, eins og þær ætluðu að grípa mig, — en duttu svo niður. — Vertu sæl, sagði hann og flýtti sér í burtu. Þá sá ég Dolly. Hún stóð í neðsta stigaþrepinu. Þarna hefir hún staðið og athugað okk- ur. Hún brosti ekki, en það var samt eins og hún brosti í laumi. Hún tók rólega undir handleginn á Ib og þau leiddust út. Ég hreyfði mig ekki í margar, margar mínútur. — Hann er farinn, sagði ég við sjálfa mig. — Hann er farinn, og ég er ein eftir! # Þetta var fyrir þremur árum. Einu ári síðar kynntist ég Helga. Hann er tíu árum eldri en ég — rólegur maður með brún, vingjarnleg augu og feimnislegt bros. — Þegar ég hitti hann fyrst, hlýt ég að hafa minnt hann á afturgöngu — föl og grönn. Og þó að ég málaði varir mínar eldrauðar, komu augun upp um mig. Þetta sá Helgi, og fór að bisa við ,,að láta stjörn- umar i augum mínum skína á ný“, eins

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.