Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 20

Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 20
20 VIKAN Nr. 5, 1938 Framh. af bls. 11. — Viltu giftast mér, Stella, sagði hann rólega í öllum hávaðanum. Ég elskaði hann ekki. Það vissum við bæði, en að giftast honum var eina leiðin til að komast út úr þeirri tilveru, sem ég hafði búið við síðan Ib sveik mig. — Já, sagði ég brosandi og varir mín- ar skulfu. Gleðisvipurinn í augum hans kvaldi mig. — Ó, Helgi, sagði rödd í sálu minni. — Ég verðskulda ekki ást þína. Ég get að- eins tekið — ekkert gefið. Við opinberuðum á páskunum og ákváð- um að gifta okkur 1. nóv. Við fórum strax að leita að litlu húsi og ósjálfrátt valdi ég hús, sem var alveg eins og það, sem við Ib vorum svo oft búin að tala um. Nú var húsið tilbúið og ég átti aðeins eftir að fara inn og setja blómin í skálina á borð- inu. Ég gekk hægt út úr bílnum, opnaði útidyrnar og gekk inn í dagstofuna til að setja blómin í vatn. Ég leit í kringum mig. Geislar haustsólarinnar vörpuðu hlýjum bjarma yfir stofuna. Það fór hrollur um mig. Allt í einu tók ég eftir því, að ég var ekki ein í stofunni. Rödd, sem ég þekkti vel, sagði: — Þetta verður yndislegt hús. Ég sneri mér fljótt við. Blómin duttu á gólfið. Ég skalf öll. Ib stóð fyrir aitan mig, — sá sami Ib og fyrir þremur árum, með sömu gráu augun og úfna hárið, — en samt ekki alveg sá sami. 1 andlit hans var kominn einhver hörkulegur svipur. Hve lengi við stóðum þama og horfðum hvort á annað, hefi ég enga hugmynd um. En að lokum hvíslaði ég nafn hans — Ib! Hann þreif mig í fang sér og kyssti mig hvað eftir annað. Ég ýtti honum frá mér. — Ib — hvaðan kemur þú ? Hvers vegna ertu héma. — Ég er að sækja þig, Stella. — En Dolly? Ég skalf enn. Hann hló. — Ó hún! Við erum skihn. Og nú er ég kominn aftur til þín. Við verðum áreið- anlega hamingjusöm. Þetta gamla sjálfstraust hljómaði í rödd hans og skein út úr augum hans. Það var einmitt þetta, sem ég hafði beð- ið um, dreymt um og vonað. Nú rættist það. Ég þurfti að hitta Ib. En ég losaði mig úr örmum hans og sagði: — Nei, við áttum hamingjuna einu sinni, og þá slepptum við henni. Nú er hún okkur töpuð. Hann glápti á mig. Síðan fór hann að hlægja. — Þú meinar þetta ekki, Stella. Þú elsk- aðir mig. Hann þagnaði. — Þú hefir alltaf elskað mig. Ég veit vel að ég var þorpari,*. en nú er það allt liðið og við byrjum á ný. Hann faðmaði mig aftur. Ég varð að beita kröftum til að losna. — Hættu, Ib, sagði ég hranalega. — Ég elska þig hvorki né hata. Ég elska annan. Hann glápti á mig. Síðan fór hann, og ég stóð ein eftir í tómri dagstofunni og tíndi upp blómin og setti þau í skálina. Ég fór að gráta, og það þótti mér und- arlegt, því að ég hafði aldrei getað grátið í þessi þrjú ár. Síðan fór ég út, læsti dyr- unum og stóð hreyfingarlaus á tröppun- um. — Húsið okkar Helga, sagði ég hvísl- andi. Helgi! Nafnið fékk allt í einu nýja þýðingu fyrir mig. Ég hafði sagt honum, að ég gæti aldrei elskað hann. En það var ekki satt! Ég elskaði hann meira en ég hafði nokkurn tíma elskað Ib. Hingað til hafði Ib átt mig, nú átti Helgi mig. En ég sagði honum ekkert, ekki einu sinni á brúðkaupskvöldinu, þegar við fór- um inn í nýja húsið okkar. Hann greip báðar hendur mínar í aðra sína, en hann tók mig ekki í faðm sinn, eins og mig lang- aði til. Ég vissi, að hann var hræddur um að hræða mig. Hann hafði rétt þor- að að kyssa mig eftir giftinguna. — Ég vona, að þú verðir hamingjusöm hérna, Stella mín, sagði hann lágt. — Ég varð alltaf hamingjusöm héma, svaraði ég, — því að húsið eigum við, og þú átt mig, Helgi. Hann horfði andartak á mig, síðan tók hann mig í fang sér. — Ég elska þig, Helgi, og bara þig ein- an, sagði ég hvíslandi. Manchettskyrtur Hálsbindi Flibbar Hálsklútar Nærfatnaður Sokkar Náttföt Axlabönd Sokkabönd Bindakassar Enskar húfur Flughúfur Regnkápur Skinnhanskar Ferðatöskur Ullarteppi Vattteppi Peysur Handklæði »GEYSIR« FATADEIIDII Rykfrakkar I f jölbreyttu úrvali Til jólanna!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.