Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 21

Vikan - 15.12.1938, Blaðsíða 21
Nr. 5, 1938 VIKAN 21 Picasso. Framh. af bls. 6. ist gaumgæfilega með því sem gerist í föðurlandi hans, lætur f jölskyldu sína, sem býr þar, fá peninga og hjálpar spönskum flóttamönnum og listamönnum í París. Þó að Picasso sé alltaf á ferðinni í París og sjáist þar á kaffihúsum, klædd- ur samkvæmt nýjustu týzku, þá er þar ekkert sérstakt kaffihús, sem hann sækir og enginn hópur af aðdáendum, sem eltir hann. Hann forðast allt slíkt. Picasso hefir sjálfur sagt það, sem hér fer á eftir um kubismann. — Kubisminn er ekki vitund ólíkur öðrum málarastefnum. Hann hvíhr á sömu undirstöðuatriðum og frumreglum. Það eru bara svo fáir, sem skilja hann. — Það er hvorki hægt að skýra kubismann stærð- fræðilega né flatarmálsfræðilega. Hann er blátt áfram tilraun til að sýna allt það, sem augað og skynsemin sér. Kubisminn er algerlega rökréttur, en margir þeirra, sem hafa fetað í fótspor mín, gera hann að einhverju, sem er óveru- legt og skringilegt, já, blátt áfram að helgisið. Þess vegna ættuð þér að skilja, hve mér er illa við þá menn, sem herma eftir mér list mína, vinnu og jafnvel venj- ur. Mér finnst ég vera fárveikur í hvert skipti, sem hermt er eftir mér. Picasso hefir haft mikil áhrif á listiðn- að, en hinn frægi málari er ekkert sérstak- lega hrifinn af því, þegar einhver segir honum, að þekktur byggingameistari hafi notað kubismann í nýju verki. Til dæmis hrópaði hann einu sinni bálreiður: — Hvað haldið þér, maður minn, að Michel Angelo hefði sagt, ef einhver hefði sagt honum, að bílafirma væri nýbúið að gera hjólbarða á bíla í sama stíl og mál- verk hans af Móse? Dómarinn: Framburði þínum ber eigi saman við það, sem meðákærði þinn segir. Ákærði: Þessu get ég trúað, hann lýgur sjálfsagt líka. * Grímur: Hvemig líður þér lagsmaður í þessari drykkjuholu? Láms: Ágætlega, ég hefi hér miklu betri stöðu en áður. Nú er ég aðeins hafður til að fleygja út ,,fínni“ gestunum. * Karlinn: Bölvaðu ekki börnunum, Björg mín, það getur komið fram á þeim á efsta degi helv.....ormunum þeim arna. Jóiadreglar Jólamunndúkar Jólaumbúðapappír Jólaumbúðagarn Jólamerkimiðar Jólakort með umslögum Jólapokaarkir mjög fallegt úrval. Ritfangadeild Verzlunin Björn Kristjánsson dömuklœðskeri kirkjuhvoli reykjavík saumar dömukápur og dragtir eftir nýjustu tízku sent gegn póstkröfu um land allt HANDSAPA — Mjúk eins og rjómi. — m Oviðjafnanleg fyrir viðkvœma húð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.