Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 3

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 3
Nr. 6, 1938 V I K A N 3 Peningarnir og jólin. Eftir Ólaf Björnsson, cand. polit. Segjum t. d. að stjórn og þing mundu ákveða að gefa öllum þurfandi 1000 kr. hverjum, til jólaglaðn- ings. Afleiðingin yrði annað hvort sú að vöruverðið mundi stórhækka svo að glaðningurinn yrði lítils virði, eða að allar búðir myndi tæmast af vörum, svo tilfinnanlegur skortur yrði á öllu, er kæmi fram á veturinn. Eg lifi alltaf svona og svona, sama er bölvuð fátæktin. Ég er alltaf að vona og vona hún víki frá mér daginn hinn. En ástsemi hennar æ er ný., olnbogar mínir lýsa því. ANNIG kvað íslenzkur stúdent í Kaupmannahöfn fyrir rúmum hundrað árum, og hve margir eru ekki þeir, sem finnst vísan sú arna kveðin út úr sínu hjarta? Líklega er engin ósk jafn almenn og óskin um fleiri krónur í budd- unni, og skyldi hún nokkurn tíma vera al- mennari en núna fyrir jólin, þegar öllum finnst þeir hafa svo mikið með peninga að gera. Og það er ekki að furða. Peningarnir eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Þeir eru eins og óskasteinninn í þjóðsögunum, sem gat galdrað fram alla þá hluti, sem hugurinn girntist. En þó umhugsunin um það, hvernig menn eigi að fara að afla sér meiri peninga og hvernig menn eigi að fá sem mest fyrir þá, sé ef til vill sú, sem hugur flestra hefir dvalið lengst við, þá munu þeir miklu færri, sem orðið hefir á að velta því fyrir sér, hver sé uppruni þeirra og hvert hlutverk þeir hafi í þjóð- félaginu. Fáar fræðigreinar munu eiga jafn litl- um áhuga að fagna meðal almennings og fræðigrein sú, sem tekið hefir peninga- málin til meðferðar----hagfræðin. Fáar greinar í blöðum og tímaritum munu vera minna lesnar eru þær, sem f jalla um pen- inga og gengismál, lánsf járstarfsemi bank- anna og þess háttar. Ef til vill er þetta eðlilegt. Viðfangsefnin munu vera einhver þau flóknustu, sem mannsandinn hefir fengizt við, og einhver þau, þar sem nið- urstöður vísindanna eru skemmst á veg komnar. En þar sem þekkingin á eðli pen- inganna er eitthvert nauðsynlegasta skil- yrðið fyrir því, að menn geti gert sér ljós- ar þær leiðir, sem færar mundu vera til þess að ráða bót á fátæktinni, bæði á jól- unum sem endranær, þó menn finni máske mest til fátæktarinnar um jólin, þá vil ég í eftirfarandi hugleiðingum reyna að skýra nokkuð eðli peninganna, hlutverk þeirra og þýðingu frá sjónarmiði þjóðfélagsins og einstaklingsins,og að síðustu benda lítilsháttar á takmörk þau, sem því eru sett, að þeir, sem peningamálunum ráða, geti bætt úr fátæktinni, þrátt fyrir góðan vilja. Eins og flestum greindum mönnum mun ljóst, er löngunin til þess að eignast pen- inga ekki sprottin af því, að menn ágirn- ist peningana sjálfa, — slíkt gerir enginn nema nirfillinn. Menn æskja eftir pening- um vegna þeirra gæða, sem þeir geta fengið fyrir þá. Það er vegna jólagjafanna, sem menn óska sér, að þeir væru orðnir ríkir fyrir jólin. Geri menn sér þetta ljóst, þá eru peningar og verðmæti ekki eitt og hið sama. Peningarnir eru ávísanir á verð- mæti, ekki verðmætin sjálf. Að vísu má segja, að peningar og auðæfi séu eitt og hið sama frá sjónarmiði einstaklingsins, sem metur eignir sínar í peningum. En frá sjónarmiði þjóðfélagsins eru pening- arnir ekki verðmæti, meira að segja má halda því fram með nokkrum rétti, að peninganotkunin sé fremur vottur fátækt- ar en auðlegðar. Og hvað eru þá peningar? Þeir eru þjóðfélagslegt fyrirbrigði. — Robinson Crusoe hafði enga þörf fyrir peninga á eyðiey sinni. Ennfremur er það skilyrði fyrir því að peninganotkun eigi sér stað í einu þjóðfélagi, að vöruskipti eigi sér stað milli einstaklinganna. En skil- yrði vöruskiptanna eru aftur á móti þau, að skortur sé á þeim lífsgæðum, sem þjóð- félagið á yfir að ráða, þannig að sérhver geti ekki fengið nóg af öllu því, er hann óskar og þarf. Á Sælueyju Strindbergs var engin þörf fyrir vöruskipti og þar af leið- andi, engin þörf fyrir peninga. Þannig má segja að það sé skortur lífsgæðanna, en ekki gnægð þeirra, sem er skilyrði fyrir því að peninganotkunin komi fram. Það er fyrst þegar gæði náttúrunnar fyrirfinnast ekki í svo ríkum mæli, að hver einstakling- ur getur ekki aflað sér þess sem hann þarf, að nauðsyn viðskiptanna kemur fram. Og í kjölfar þeirra siglir notkun peninga. Áður en friðsamleg vöruskipti hófust þekktu menn eina aðferð til þess að afla sér f jár úr annars garði, nefnilega rán og herferðir. Og áður en eiginleg vöru- skipti hófust, tíðkaðist, sem kunnugt er úr fornsögum, sá siður, að vinir skiptust reglulega á gjöfum, saman ber vísuna í Hávamálum: Vápnum ok váðum skulu vinir gleðjask þat’s á sjálfum sýnst viðrgefendr erusk vinir lengst ef þat bíðr at verða vel. Seinna hófust hin beinu vöruskipti; bóndi og veiðimaður hittast t. d. og skipt- ast á korni, sem bóndinn hefir meira af en honum þykir nauðsynlegt til eigin þarfa, en veiðimaðurinn vill aftur á móti skipta á skinnum og korninu. Það liggur í augum uppi að öll slík bein vöruskipti hlutu að vera meira og minna tilviljuninni undir- orpin, að þau gætu yfirleitt átt sér stað, var undir því komið, að tveir menn hitt- ust, sem gagnkvæmt girntustu þær vörur er hver um sig hafði á boðstólum. Bóndi, sem fer með kú sína í kaupstaðinn til þess að selja hana og fá í staðinn nauðþurft- ir til heimilisins, á ekki víst að hann mæti manni, sem gjarna vill kaupa kú og hefir einmitt þær vörur á boðstólum, sém bónd- inn þarf. Það mundi greiða mjög fyrir viðskiptunum ef til væri einhver almennur gjaldmiðill, sem allir taka á móti í staðinn fyrir þær vörur er þeir vilja selja. Slíkur almennur gjaldmiðill mun líka hafa kom- ið snemma til sögunnar eftir að þjóðfélags- leg viðskipti hófust. Venjulega var vara sú, er þannig var notuð, einhver vara, er almenn þörf var fyrir, svo að hver sem tók hana í skiptum fyrir sína vöru, gat notað hana sjálfur, ef ekki vildi betur til. í forn- sögunum er oft talað um vaðmál sem slík- an gjaldmiðil. Annars voru margir hlutir notaðir í þessu skyni, svo sem korn, skinnavara og fiskur, allt eftir staðhátt-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.