Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 4

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 4
4 VIK A N Nr. 6, 1938 um og þjóðfélagsháttum hjá hinum mis- munandi þjóðum. Sumsstaðar var t. d. al- gengt að nota kvenfólk fyrir almennan gjaldmiðil, sem allir tóku í skiptum fyrir vöru sína. Ein vörutegund var það þó, sem snemma sýndi yfirburði sína, hinir svo- kölluðu dýru málmar, gull og silfur sér- staklega. Kostir þeirra lágu fyrst og fremst í því, að eftir þeim var almenn eftirspurn til skarts. Slíks gætti auðvitað framan af meira hjá frumstæðari þjóðum. Það var auðvelt að skipta þeim í svo smátt sem vera skyldi, ennfremur var auðvelt að geyma þá, sökum lítillar fyrirferðar í hlut- falli við verðmæti þeirra og þess, að þeir skemmdust ekki við geymslu. Ennfremur auðvelt að flytja þá með sér, hvert sem vera skyldi. Auk þess að dýru málmarnir voru þannig flestum vörum betur fallnir til að uppfylla hlutverk peninganna sem gjaldmiðill — að greiða fyrir viðskiptum um hönd frá hendi — voru þeir líka vel fallnir til þess að inna annað höfuðhlut- verk peninganna af hendi, nefnilega að vera verðmælir, sem miða mátti verðmæti allra annara vara við. Yfirburðir dýru málmanna á þessu sviði lágu í því að magn þeirra var lítt breytan- legt ár frá ári, sökum þess að framleiðsla þeirra var lítil í hlutfalli við það sem til var af þeim fyrir. Þannig voru þeir litlum verðsveiflum undirorpnir, miðað við aðr- ar vörur. Til skýringar á þessu má t. d. hugsa sér þann möguleika, að korn hefði verið notað sem verðmælir. Mæld á slíkan verðmæli hlutu öll verðmæti að verða mjög breytileg, vegna þeirra breytinga, sem upp- skeran var undirorpin ár frá ári. Eins og nefnt hefir verið, var það hin almenna notkun gulls og silfurs til skart- gripa, sem á sínum tíma átti þátt í, að málmar þessir voru notaðir sem peningar. Síðar fór gullið og silfrið að verða eftirsótt, fyrst og fremst sem almennur gjaldmiðill, sem viðstöðulaust gekk hönd frá hendi; nothæfni þess sem vöru gekk meira í skuggann. Og nú erum við komin það langt að geta skilgreint hvað peningar séu. Sérhver almennur gjaldmiðill, sem við- stöðulaust gengur hönd frá hendi eru pen- ingar. Það er traustið á því, að viss hlut- ur sé nothæfur til þess að inna af hendi hvaða greiðslu sem vera skal, sem er í einu nauðsynlegt og nægilegt skilyrði til þess að hægt sé að tala um peninga. Hvernig þetta traust skapaðist hefir minni þýðingu. Sú skoðun hefir fyrr verið útbreidd í peningafræðinni, að traustið á gjaldmiðl- inum hafi skapazt við þið, að hið opinbera setti stimpil sinn á mynt þá, er notuð var. Þessi skoðun er þó röng, en þó voru hin fyrstu afskipti hins opinbera af peninga- málunum allt annað en affarasæl. Er óþarfi að nefna hin mörgu dæmi sögunn- ar um það, að þjóðhöfðingjar, er voru í fjárhagsvandræðum, tóku myntsláttuna í sínar hendur og útveguðu sér fé til her- ferða og annars á þann hátt, að rýra verðgildi peninganna, þ. e. a. s. auka pen- ingamagnið, og komu peningamálunum þannig í óreiðu, svo traustið á myntinni hvarf, eins og nánar mun verða sýnt fram á, er lögmál þau, er ákveða verð- gildi peninganna, verða rædd. Þannig sýndi reynslan brátt, að ófært var að láta peningamálin vera undirorpin dutlungum þess þjóðhöfðingja er að völd- um sat. Voru því peningamálin falin sér- stökum stofnunum, er tóku sér fyrir hend- ur, að halda uppi nokkurn veginn heil- brigðu peningakerfi. Þessar stofnanir köll- uðust bankar. Grundvöllurinn að banka- kerfi því, er nú tíðkast víðast hvar, var lagður, er hinn skozki æfintýramaður William Paterson stofnaði Englandsbanka árið 1694. Þegar mönnum var orðið ljóst, að not- hæfni vöru, sem gjaldmiðils var ekki bund- in því skilyrði, að varan væri almenn neyzluvara, varð það einnig ljóst, að óþarfi var að nota gull og silfur sem gjaldmiðil, til þess var hægt að nota hvað sem var, aðeins ef almenningur hafði traust á stofn- un þeirri, er annaðist peningamótunina. Menn tóku þá að gefa út pappírsseðla þá, sem eru almennast notaðir sem gjaldmið- ill. Mönnum varð ljóst af fyrri reynslu, að hinn mesti voði var á ferðum, ef ekki yrðu settar strangar skorður fyrir seðlaútgáfu þeirra stofnana, er með hana fóru, þar sem nú þurfti aðeins að prenta seðla til að auka peningamagnið. Því var víðast hvar svo ákveðið með lögum, að bankar þeir, er seðlaútgáfuna höfðu með höndum, skuld- bundu sig til að innleysa þá með vissu magni gulls eða silfurs. Setti málmforði seðlabankanna því þannig takmörk, hve mikið þeir gátu gefið út af seðlum. Hvað ákveður nú verðgildi peninganna, kaupmátt þeirra gagnvart vörunum? Þetta er í sjálfu sér sama spurningin, sem mörg húsmóðirin leggur sjálfsagt fyr- ir sig nú um jólin, en aðrar bara eitthvað í þessa átt: „Hvers vegna eru allir hlutir svoná hræðilega dýrir?“ Að gefa fullnægjandi svar við þessari spurningu, mundi krefja langdreginna hagfræðilegra skýringa. En höfuð svar hagfræðinnar á sínu núverandi stigi er það, að verðgildi peninganna ákveðist af hlut- fallinu milli vörumagnsins og peninga- magnsins (,,kvantitets“-lögmálið). Að öllu öðru jöfnu ákveðst t. d. kaupmáttur ís- lenzku krónunnar af því, hve margar ís- lenzkar krónur eru í umferð annars vegar, og hins vegar af því, hver mikið er af vörum í landinu. Ef „dýrtíðin fer vaxandi" þá eru orsakir hennar í flestum tilfellum annað hvort þær, að fleiri krónur hafa verið settar í umferð, eða þá að vörumagn það, sem til er í landinu, hefir minnkað (t. d. sökum óhagstæðrar utanríkisverzl- unar, aflaleysis og annara arðvinnslu- bresta). Eins og minnst var á, hefir „kvantitets“- lögmálið ekki allan sannleika að geyma um þá krafta, er ákveða kaupmátt pening- anna. Það er ekki einungis hlutfallið milli vörumagnsins og peningamagnsins, sem ákveður verðlagið, heldur segir það líka /■ .............................. Vi k a n Útgefandi: VIKAN H.F. RITSTJÓRN OG APGREIÐSLA: Aust.urstræti 12. Sími 5004. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: Sigurður Benediktsson. Sími heima 3715. FRAMKVÆMDARSTJÓRI : Einar Kristjánsson. Sími heima 3236. Áskrif targjald : kr. 1,50 á mánuði. 1 lausasölu 40 aurar. STEINDÓRSPRENT H.F. - — mikið hve ört peningarnir ganga hönd frá hendi. Því örar sem peningunum er skipt móti vörum, því hærra verðlag að öðru jöfnu. Þetta sýndi sig á verðbólgutímun- um í Þýzkalandi, þegar traust almennings á markinu hvarf og allir flýttu sér að skipta þeim peningum, sem þeir höfðu yfir að ráða fyrir vörur, sökum hins ört hækk- andi verðs. Það er ljóst að maður, sem á 50 krónu og getur máske keypt sér buxur fyrir þær í dag flýtir sér að losa sig við krónurnar, ef hann væntir þess að fá ekki nema eina tölu fyrir þær á morgun. Með þessu er auðvitað ekki sagt, að aukin peningaumferð hafi ekki átt sinn þátt í verðbólgunni þýzku. En peningaum- ferðin jókst þó ekki svipað því í hlutfalli .við verðhækkunina. Ég hefi nú reynt lítilsháttar að skýra uppruna og eðli peninganna, þátt þeirra í lífi þjóðarinnar og einstaklingsins, og hvað ákveði kaupmátt þeirra. Mörgum lesand- anum mun finnast þetta of fræðilegt og sér lítt við komandi. En jólafátæktinni verður því miður ekki vikið frá hvers manns dyrum með einni blaðagrein. Þá væri búið að skrifa hana út á kaldan klaka fyrir löngu síðan. Hvernig einstaklingurinn eigi að afla sér peninga fyrir jólin og haga jólainnkaup- unum á sem hagkvæmastan hátt er ekki hægt að gefa nokkrar almennar leiðbein- ingar um. En svo mikið vildi ég þó að læra mætti, að orsök fátæktarinnar liggur ekki í því, að lítið sé til af peningum. Það stæði í valdi ríkisstjórnar og banka að fimmfalda tekjur hvers manns í krónum, en slíkt mundi ekki gera neinn ríkari. Af- leiðingin yrði nánast gagnstæð, því slíkt mundi valda ringulreið í fjármála- og við- skiptalífinu, sem mundi koma niður á há- um og lágum. Segjum t. d. að stjórn og ■ þing mundu ákveða að gefa öllum þurf- andi 1000 kr. hverjum, til jólaglaðnings. Afleiðingin yrði annað hvort sú að vöru- verðið mundi stórhækka svo að glaðning- urinn yrði lítils virði, eða að allar búðir myndi tæmast af vörum, svo tilfinnanleg- ur skortur yrði á öllu, er kæmi fram á veturinn. Níska móður náttúru setur því takmörk að ráða fram úr fátæktinni með þjóðfé- lagslegum umbótum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.