Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 7

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 7
Nr. 6, 1938 VIKAN 7 Annars var Julian Heath í ekkert góðu skapi þenna dag. En honum þótti vænt um, að menn hans sáu það ekki á honum,. því raunar langaði hann mest af öllu til að skæla eins og lítill drengur. Hann var farinn að verða hræddur um, að hann myndi missa kjarkinn. Hann hafði verið heima í orlofi viku fyr- ir jól, og honum þótti súrt í broti að þurfa að fara til vígstöðvanna á Þorláksmessu. Hann hafði alltaf verið heima á búgarði f jölskyldunnar í Sussex á jólunum. Vegna barnanna, yngri stystkina hans, átti líka að vera jólatré núna — þrátt fyrir stríðið. Julian stóð með móður sinni og elztu systur sinni í stofunni, þar sem jólatréð stóð skreytt og fullt af leikföngum. — Ég kenni í brjósti um þig, drengur minn, sagði móðir hans. — Þetta hlýtur að líta út sem háð í þínum augum. En mér finnst, að það þurfi ekki að koma niður á börnunum, þó að það sé stríð. — Nei, hamingjan góða, sagði Julian. — Það þýðir ekkert að taka stríðið alvar- lega. Það er líka eitthvað skringilegt við það, ef vel er að gætt. Heyrðu — má ég fá dálítið af trénu með mér? Ég hugsa, að mínum mönnum þyki gaman að því. Hann tók nokkrar flautur og munnhörp- ur, tvær litlar trumbur og önnur hljóð- færi, allt leikfong. Hann var með þetta í böggli, þegar hann kvaddi Betty á Viktor- íustöðinni. — Vertu nú varkár, sagði Betty og reyndi að láta ekkert á því bera, hvað hana tók sárt að skilja við hann. — Já, það skal ég gera, sagði Julian. — Ég skipti alltaf um sokka, þegar ég verð blautur í fæturna og svo skal ég hafa hitapoka í rúminu mínu. Betty fór að hlæja, þó henni væri grátur í hug. — Stríðið getur ekki staðið mikið lengur, sagði hún og hló djarflega. Julian Heath var líka bjart- sýnn. — I þrjá mánuði enn, sagði hann. Þetta var í desember 1915. Hvað eftir annað á leiðinni til vígstöðvanna — það var far- ið hratt yfir frá Folkestone til Boulonge — varð Julian hugs- að til böggulsins, sem hann var með. Þessar munnhörpur mundu áreiðanlega hressa þá í sprengi- virkjunum í Hooge. Sjálfur gat hann spilað á munnhörpu. Reyndar gat hann spilað á hvaða hljóðfæri sem var, ef hann æfði sig í 10 mínútur, svo góðum músikgáfum var hann gæddur. Birdseed, félagi hans, kunni líka að spila. Stundum höfðu þeir spilað á gaffla og skeiðar í skotgröfunum. Trumbuhljóðið framleiddu þeir með því að berja stöfum í tóman kassa. Þá spilaði Jago liðþjálfi forkunnarvel á flautu — allt frá Tipperary upp í Ave María. Vmsir hinna gátu líka leikið á hljóð- færi, t. d. Widgery, sem gat spilað á tenn- umar í sér með blýanti. Hann var snill- ingur í því. Þegar Julian kom til Hobge, var að- fangadagur. Við og við var hleypt af skoti til að minna á stríðið. Annars var hljótt. Birdseed og Widgery voru í sandpokavirkinu, þegar hann kom. Það var sami óþefurinn af klóri og blautri leðju. Þarna stóð sami gamh kassinn, sem var notaður fyrir borð. Á hon- um stóðu kerti. En samkomu- lagið á milli liðsforingjanna og Heath liðsforingi gekk í broddi fylkingar og spilaði aftur: „Heims um ból.“ upp sokkana sína, ef jólasveinninn kynni að koma í gegnum reykháfinn. — Þannig er mál með vexti, gamli vin- ur, sagði Birdseed, — að við erum allir að deyja úr heimþrá. — Rólegir piltar, sagði Julian Heath. — Hann gamli frændi ykkar er með jólagjafir handa ykkur. Bíðið þið bara, þangað til ég er búinn að taka þær upp. Það verða engin vonbrigði fyrir ykkur. Það er beint úr poka jólasveinsins. Hann opnaði böggulinn og tók upp munnhörpurnar, litla harmoniku, flauturn- ar og tvær litlar trumbur. — Nei, sko! hrópaði Birdseed, og augu hans ljómuðu. — Ég er snillingur á svo- leiðis hljóðfæri. Það er ekki til það lag, hinna óbreyttu hermanna var a^sem ég get ekki spilað á munnhörpu. ekki meira en svo gott. Það var ‘já — Kallið þið á Jago hðþjálfa og látið búið að drepa Tomkins. Aðstoð-\Vjhann koma hingað, sagði Julian. arforinginn hafði fengið skot í gegnum lungun. Þetta hafði skeð fyrir tveimur dögum. Síð- an hafði allt verið rólegt. Það var komið eins konar vopna- hlé. Sjálft stórskotaliðið var hætt að skjóta. — Það er jólahátíðin, sagði Birdseed djarflega. — Hvað gengur að ykkur? spurði Julian. — Ykkur langar líklega ekki í sprengikúlumar ? Þeim leið illa þarna í leðjunni í Hooge á aðfangadagskvöld. Birdseed var að hugsa um kær- ustuna sína í Streatham. Her- mennirnir voru daprir, því jólin minnti þá á heimili sín og f jöl- Og Jago liðþjálfi kom að vörmu spori. — Spilaðu þá á hana, sagði Julian og rétti honum flautuna. Liðþjálfinn spilaði jólasálm af hreinustu snilld. — Eru fleiri hljóðfæraleikarar í sveit- inni? spurði Heath liðsforingi. Jago liðþjálfi þekkti sína menn. Einn hafði áður fyrr leikið á lúður, annar á flautu í hljómsveit kórdrengja. Og einn sló tmmbu. — Hann spilar ágætlega, sagði Jago lið- þjálfi. — Þetta er prýðilegt, sagði Julian. — Nú skulum við skemmta Þjóðverjunum dálítið. Þannig hófust jólahljómleikarnir. Fyrst var spilað „Heims um ból“. Heath Hann stóð úti á miðju auðu svæðinu og söng „Annie Laurie“. skyldur. Tveir æringjar hengdu og Birdseed spiluðu á munnhörpur, Jago

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.