Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 8

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 8
8 VIK AN Nr. 6, 1938 á flautuna og trumbuleikarinn á tvær barnatrumbur, Frá skotgröfunum heyrð- ust dynjandi fagnaðaróp. Liðsforingjarnir og hermennirnir í fylk- ingunni voru yfir sig hrifnir. — Annað vers, sagði Julian Heath. Þeir spiluðu annað vers og félagarnir tóku undir. Það var nóg að syngja tvö vers af þess- um sálmi. Heath liðsforingi, hljómsveitar- stjórinn, tilkynnti næsta sálm og byrjaði að spila: „I Betlehem er barn oss fætt.“ Þegar þeir höfðu spilað þennan sálm, dundu ný fagnaðaróp frá mönnunum í skotgröfunum, sem þá og þegar bjuggust við dauða sínum. Allt í einu kom dálítið undarlegt fyrir. Julian Heath varð þess fyrst var — — Fagnaðaróp frá óvinunum. — Þetta tekst vel, sagði Julian. — Vin- um okkar, óvinunum, virðist falla þetta vel. Heyrðuð þið, að þeir hrópuðu húrra? — Nú skulum við spila eitthvað fjör- ugt., sagði Birdseed, sem var yfir sig hrif- inn. — Hvað segið þið um þennan. Allir tóku undir. Söngurinn og hljóð- færaslátturinn barst yfir auða svæðið og aftur var því tekið með dynjandi faðnað- arlátum. Þeir lágu allir á gægjum bak við grænu sandpokana. — Nú er tækifæri fyrir þá að skjóta, sagði Jago liðþjálfi og sló væt- una úr flautunni sinni. — Sjáið þið langa slánann þarna, sem ber við sjóndeildar- hringinn. Þegar þeir höfðu spilað' einn jólasálm í viðbót, virtist stríðinu við Hooge vera lokið. Mennirnir birtust báð- um megin við auða svæðið. Tinar konung- legu riffilskyttur höll- uðu sér yfir virkisgarð- inn eins og þeir stæðu á Putneybrúnni og væru að horfa á kappróður. Bæheimsbúar sátu á grænu sandpokunum og veifuðu og sungu. Einn þeirra gekk rólega út á auða svæðið. Það var hái sláninn, sem Jago liðþjálfi hafði tekið eft- ir. Hann staðnæmdist úti á miðju auða svæð- inu, aleinn og hrópaði eitthvað til Bretanna. Þeir hlustuðu og hann kallaði aftur. Jago liðþjálfi var drepinn, þegar varpljósin blossuðu upp frá Þjóðverjunum. — Spilið þið Annie Laurie! — Nú hefi ég aldrei —• ! hrópaði Birdseed. — Við skulum gera það, sagði Julian. — Þetta ætlar að verða vinsamlegasta sarnkoma. Byrjum, piltar! Annie Laurie — með tilfinningu! Þeir spiluðu gamla sönginn, og langi sláninn stóð- úti á miðju auða svæðinu og söng dásamlega. Hann hafði falleg- an tenór, skæran, blíðan og hrífandi. Julian Heath, sem var stór, söngelskur drengur, 20 ára að aldri, varð stórhrifinn. Hann hafði aldrei heyrt neinn syngja „Annie Laurie“ svona vel. Honum fannst eitthvað guðdómlegt við það. Það var eins og að heyra ástarsöng í helvíti. Nú urðu faðnarlætin mest hjá Bretun- um. Söngvarinn á auða svæðinu bað' um ann- að lag. Þá kom dálítið fyrir aftur. Það kom al- veg óvænt. Hermennirnir tóku að flytja sig nær, báðum megin við auða svæðið. Fyrst einn, tveir eða þrír —• síðan heilir hópar. — Komið, komið, hrópaði Julian. — Það er aðfangadagskvöld. Við kærum okkur kollótta um stríðið. Við skulum fara yfir til þeirra og gefa þeim eitthvað gott. Heath liðsforingi gekk í broddi fylking- ar út á auða svæðið og spilaði aftur „Heims um ból“, Bæheimsbúar komu á móti, syngjandi og veifandi. Örfáum mínútum síðar klöppuðu. menn- irnir, sem samkvæmt lögum stríðsins voru svarnir óvinir, á axlir hvers annars. Ensk- ir og þýzkir hermenn skiptust á gjöfum, hlógu og töluðu á ýmsum tungumálum. Julian Heath stóð allt í einu augliti til auglits við háa manninn, unga, sem hafði sungið „Annie Laurie“. — Gleðileg jól, sagði bæheimski liðs- foringinn. — Sömuleiðis, gamli vinur, sagði Julian vingjarnlega. — Hvernig stendur á því, að þér talið ensku svona vel og kunnið sönginn um Annie Laurie“ og allt það? Framh. á bls. 28. Heath liðforingi tók í hann. — Það er aðfangadagur í dag, dreng- ur minn, — mundu það. Friður á jörðu og vellíðan hjá mönnunum. — Mér þykir að þeir séu farnir að vera nokkuð léttúðugir, hvíslaði Birdseed. — Þeir klifra yfir virkið. Heldur þú ekki, að við ættum að hætta? — Nei, þú getur reitt þig á, að það ger- um við ekki, svaraði Julian. — Nú erum við fyrst að byrja.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.