Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 14

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 14
14 VIKAN Nr, 6, 1938 Orð í tíma töluð: OIGURÐUR GUÐMUNDSSON skóla- ^ meistari á Akureyri er viðurkenndur sem ágætur íslenzkukennari, og er hann oft skemmtinn í tímum. Eitt sinn var hann að prófa pilt, sem var að taka inntökupróf í skólann og kunni illa fræðin. Stamaði pilturinn og var öll frammistaðan hin óáheyrilegasta. Loks spurði skólameistarinn piltinn, hver hefði kennt honum undir skóla. — Hann — hann — Njáll kenndi mér. — Nú, kenndi Njáll þér, sagði skóla- meistari. — Jæja, hvaða orðflokk tilheyr- ir þá orðið „sprækur"? — Það er atviksorð, sagði pilturinn. — Ha, nei, sagði Njáll það? Hvemig stigbeygist orðið „mikill“? — Mikill — miklari — miklastur. — Nei, sagði Njáll þetta líka? En hvaða hljóðbreyting er það, þegar a verður e, t. d. maður — menn? — Hljóðskipti. — Hamingjan góða! sagði Njáll þetta líka? Ja, þetta var nú ljóta Njálan. Margir hafa heyrt getið um Havsteen gamla á Akureyri. Hann þótti orðheppinn mjög og ekki æfinlega gætinn í tali. Bóndi bjó upp í Kræklingahlíð, sem er skammt fyrir ofan Akureyri, sem Egill hét. Lá það orð á honum, að hann hirti ullina af kindum nágranna sinna á vorin um rúningstímann, ef þær komu á hans land- areign órúnar. Eitt sinn að vorlagi gengur Havsteen gamli út að glugga í húsi sínu og sér, hvar nýrúin ær labbar upp Strandgötu. Snýr hann sér þá að fólkinu í stofunni og segir: — A, kva, piltar, þarna fer þá ein Emileruð. # Havsteen var trúlaus maður fram*í and- látið. Þegar hann lagðist banaleguna vildi kona hans endilega, að hann næði prests- fundi og snéri frá villu síns vegar, áður en hann færi yfir um. Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson var þá sóknarprestur á Akureyri. Hafði hann, eins og kunnugt er, verið þríkvænt- ur. Hann var mikill vinur Havsteens gamla og gaf Havsteen það loks eftir, að Matthías mætti koma til sín og gerði Matthías það með glöðu geði. Þegar Matthías kom snéri Havsteen sér fram í rúminu, var mjög skrafhreyfinn, en vildi sem fæst tala um annað líf. Loks fór þó Matthías að sveigja talið að eilífðarmálunum og sagði, að á himnum hitti maður alla þá, sem maður hefði elsk- að í þessu lífi. Reis þá Havsteen upp við olnboga og sagði: — Trúir þú þessu, Matthías? — Já, sagði Matthías. — Jæja, góði, til hamingju með þínar þrjár. Og snéri sér til veggjar. Verðlaunakrossgáta Vikunnar nr. 1. Fyrir rétta ráðningu á þessari krossgátu, borgar VIKAN ein tíu króna verðlaun. — Berist blaðinu fleiri en ein rétt lausn, verður dregið um verðlaunin. — Ráðningarnar skulu sendar skrifstofu blaðsins í Austurstræti 12 fyrir kl. 2 á gamlársdag. Lóðrétt: 1. Sendandi. 2. Ónefndur. 3. Göng-. 4. Grastegund. 5. Drep. 6. Á reikningum. 7. Forsetning. 8. Umlyk. 9. Kven.m.nafn. 10. Skaða. 11. Frumefnistákn. 12. Kjáni. 16. Glöðum. 18. Varahluti í bíl. 20. Skyldmenni. 22. = 31. lárétt. 23. Hnökrar. 24. = 46. lárétt. 26. Litur kvk. 28. Verkur. 29. Fundur. 32. Öðlast 34. Húsdýr þf. 37. Utötuð. 39. Hafna. 41. Geta. 43. Stefna. 45. Heimsendir. 48. Hjónabands- aðiljinn. 50. Skip. 52. Viðurkenning. 53. Kennd. 54. Fæða. 55. Eyða. 56. Öflug. 58. Geri ósléttann. 61. Flík þf. 63. Kaldur. 65. Tveir eins. 66. Frumefnisheiti. 67. Matartegund. 69. Hús þf. 71. Hristi. 74. Spil. 75. Því næst. 77. Algeng skammstöfun. 78. Tveir eins. 79. Aigeng skammstöfun. 80. Tónn. Lárétt: 1. Harðindatímum. 13. Gyðinganafn. 14. Farartæki. 15. Tveir eins. 17. Ætijurt. 19. Bitvargur. 20. Tveir sam- hljóðar. 21. Reikir. 23. Ábreiða. 25. Ilmur. 27. Marðartegund. 28. Lifum. 30. Reykv. verzlun. 31. Fát. 32. Tónn. 33. Mjakaði. 35. llát. þf. 36. Hljóm. 37. Hroðvirkni. 38. Reitur. 40. Sandsteinn. 41. Líkamshluti. 42. Neitun. 44. Gangtæki kon unnar. sk.st. 46. Kvað. 47. Rúmmálsein- ing. 49. Heyr. 51. Sprunga. 54. Hrjá. 56. Titiil. 57. Hávaða. 59. Hryggur. 60. Var veikur. 61. Hlaða. 62. Heiti. 64. Þetta. 67. Orðið. 68. Kynstofn. 70. Skelfiskur. 71. Háu. 72. Tveir eins. 73. Fálm. 75. Koma fyrir. 76. Mynt. 77. Hlutir. 79. Flögr. 81. llátið þf. Þegar Jón í Yztafelli var drengur, kom hann einhverju sinni inn til mömmu sinn- ar með miklum látum og sagði: — Ef þú ætlar á annað borð að gefa hundunum skófirnar, mamma, þá ætla ég að biðja þig að láta mig sitja fyrir þeim. # I fyrrasumar hélt Jón í Yztafelli fyrir- lestur á samkomu í Yztafellsskógi. Þegar fyrirlesturinn stóð sem hæst, ruku allir hundar samkomunnar saman, svo ekki heyrðist mannsins mál. Var nú reynt að stilla til friðar og tókst það vonum fram- ar, nema hvað einn hundurinn gelti og ýlfraði allt hvað af tók. Þá kallaði Jón úr ræðustólnum: — Látið þið Hlíðarhundinn hætta að gelta, svo að ég geti haldið áfram. # Ágúst H. Bjarnason gaf út fyrir nokkru bók, sem hann kallaði: „Heimsmynd vís- indanna". Hann fór þess á leit við Dr. Ólaf Daníelsson, að hann skrifaði nokkur vel- valin orð um bókina. Ólafur færðist undan því, og sagði: — Nei, Ágúst minn, af því að ég er vinur þinn, þá geri ég það ekki. * Nokkrir sparneytnir drykkjumenn höfðu eitt sinn orð á því við Hallgrím Hallgríms- son bókavörð, að hann væri sí-drukkinn. — Það er ekki satt, sagði Hallgrímur, — ég bragðaði ekki dropa í tvo mánuði í ágúst í fyrra. 4 Fyndnasti maður vikunnar-------------- Fyrir bezta „orð í tíma talað“ borgar Vikan fimm króna verðlaun, auk nafnbót- ' arinnar: fyndnasti maður vikunnar. Nefnd skulu rétt nöfn viðkomandi sögu- persóna og ber ritarinn ábyrgð á, að rétt sé frá sagt, enda undirriti hann frásögn- ina með eigin hendi, því til staðfestingar. Skrítlurnar skulu sendar blaðinu í lok- uðu umslagi, merktu: „Orð í tíma töluð“, fyrir kl. 2 á gamlársdag. Blaðið áskilur sér rétt til að birta allar þær skrítlur, sem berast, þó það verðlauni aðeins þá, sem að þess dómi er bezt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.