Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 15

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 15
Nr. 6, 1938 VIKAN 15 HERMANN WILDENVEY: Dísa í Felli. IJti um grænan byggðarboga bæi grillir, hóla og múga, meðan norðurljós í loga lágnótt djúpa gulli brúa. Fljótið speglar fleti gljáum fjöllin, skýin, stjörnuljósin, bugðast hægt í hlykkjum smáum, hverfur loks í fjarðarósinn. Marrar hljótt á malarsandi. Mjúkleg spor á elfurhleinum. Ýtt er báti út frá landi, urgar kjalarjárn á steinum. Dísa á Felli fer í bátinn, fljóta lætur niður ána. Dísa snöktir . . . Gegnum grátinn glóir brún á hálfum mána. Dísa á æfi ósköp þunga. Unnustinn, sem var hjá smiðnum, fældist kvak um klerk og unga — kom sér brott að degi liðnum. Og í bátnum svölun sinna sorga hún leitar, vot um brána, oft, er hálfur, meira og minna, máninn skimar niðr á ána. Dísu eltir ólán bara, en við bátsferð léttir grátnum. . . . Þar til hún á heimsborgara hæfan til að stýra bátnum . . . Magnús Ásgeirsson. Ingimundur krókur mætti bónda á Öskjuhlíð með nokkra hesta í taumi, á leið til Reykjavíkur. Nautshúð var á milli klyfja, bundin við boga. Ingimundi leizt vel á húðina, skar á bandið og fór með hana. Þegar bóndinn lítur aftur, sér hann, að húðin er horfin og dettur strax í hug, að Ingimundur muni hafa stolið húðinni. Hann snýr því við og nær Ingimundi, tekur af honum húðina og íiúðskammar hann fyrir tiltækið. Ingimundur svarar engu, þar til hann segir rólega: „Hvaða ósköp liggur illa á þér, maður. Mér fyndist nú, að þú megir vera harðánægður að vera svo stálhepp- inn að fá húðina aftur.“ * ? Kennari yfirheyrir dreng í eðlisfræði, og spurði hann meðal annars um verkanir hit- ans á hlutina. Drengurinn svarar því, að hitinn þenji þá út, en kuldinn minnki þá. „Rétt er það,“ segir kennarinn. Við þetta verður drengur svo hreykinn, að hann vill sýna kunnáttu sína betur og bætir við. „Þess vegna eru dagarnir svo langir á sumrin í hitanum, en stuttir á veturna í kuldanum.“ Læknirinn: Hvernig líður honum Guð- mundi ? Bóndinn: Hann er mesti aumingi. Læknirinn: Það þyrfti að taka lungun úr honum og setja ný í staðinn. Bóndinn: Getur nokkur gert það hér á landi ? Læknirinn: Nei! Ég sagði þetta í spaugi. Bóndinn: Ja — en — gætu þeir ekki gert það utan lands, ef hann sigldi. „Aldrei hefi ég orðið svo aumur,“ sagði karlinn, „að ég hafi misst vitleysuna — -----vitið, ætlaði ég að segja.“ * Gestur kom rétt í því að setjast átti til miðdegisverðar með þá fregn, að móðir húsfreyjunnar væri ný dáin. Franz litli, sem var orðinn svangur, segir þá: „Pabbi minn, þurfum við að gráta strax, getur það ekki beðið þangað til að búið er að borða?“ Hún: Eigið þér fátæka ættingja! Hann: Enga, sem ég þekki. Hún: En ríka? Hann: Enga, sem þekkja mig. # Sonurinn: Ef ég væri guð, þá skyldi ég láta koma þurrk, svo að allt heyið okkar þornaði. Móðirin: Já, ekki held ég, að þig vanti gáfurnar til þess, elskan mín, nóg ertu greindur. En það gengur svona. Það hefir ekki átt fyrir þér að liggja. Forsíðumynd þessa blaðs tók Edvard Sigurgeirs- son, ljósmyndasmiður á Akureyri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.