Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 19

Vikan - 22.12.1938, Blaðsíða 19
Nr. 6, 1938 VIKAN 19 Jólamaturinn. Uppskriftirnar eru allar mið- aðar við 6 manns. Kjamhúsið skorið úr. Soðnar i sykurlegi í 2—3 mín., teknir upp, látnir kólna og 1 sveskja eða 1 tesk. af berjasultu látin á hverja sneið. Aðfangadagskvöld. Hrísgrjónagrautur með möndlum og málsháttum. Rjúpur með rauðkáli og brúnuðum kartöflum, eplahringir. Hnetur, rúsínur og konfekt. Hrísgr jónagrautur: 1% 1. mjólk. 250 gr. stór hrísgrjón. Salt, smjör, kanelsykur. Grauturinn er soðinn við hægan eld í 1 klst. Látinn í skál, möndlunum og málsháttunum (sem hafa verið vafðir inn í smjörpappír) blandað sam- an við. Stykki af góðu smjöri er látið ofan í. Kanelsykur og rjómi eða öl borið með. Kjúpur: 6—8 rjúpur. 150 gr. smjör. % 1. rjómi. Hveiti, salt, pipar, spik, rabarbarasulta eða .géle (2 matskeiðar). Rjúpumar em hamflettar, hreinsaðar og þurrk- aðar vel með grófri rýju undinni upp úr heitu vatni. Fóhorn, hjörtu og lifrar er látið í kalt vatn og soðið. Salti og ögn af pipar er stráð innan í rjúpumar, síðan em þær brúnaðar í smjörinu. Gætið þess, að smjörið verði ekki of heitt. (Ef spik er notað, er bezt að skera það í þunnar sneiðar og binda utan um bringumar, en þræða það ekki í gegn, þvi við það fer mikill safi úr kjötinu, og það verður þurt). Sjóðandi soðinu af innmatnum er nú hellt yfir r júpumar og þær soðn- ar í %—1 klst. Ca. 10 min. áður en rjúpumar eru soðnar er rjóminn og sultan látin í. Sósan er síðan bökuð upp eða jöfnuð með sagomjöli. Höfð fremur ljós. Bringurnar em klipptar í tvennt og þeim raðað skáhalt, þversum á fat. Rauðkálið og kartöflum- ar sitt hvom megin við og eplahringimir í kring. Rauðkál: 1 rauðkálshöfuð. 1 dsl. edik. 150—200 gr. smjör. Rabarbarasulta eða géle. Rauðkálið er skorið i 4 hluta og stilkurinn skorinn úr því, síðan skorið í þunnar sneiðar. Smjörið og edikið er hitað saman í pottinum og kálið látið í. Soðið í 2—3 klst. Síðasta hálf- timann er potturinn hafður loklaus, og þá er sultan látin í og sykur, ef þurfa þykir. Eplahringir. Eplin em skorin í sneiðar, 1—1% cm. á þykkt. 1. Jóladagur. Kraftsúpa með fuglahreiðrum. Tómatar með ítölsku salati. Hamborgarhryggur með Bourgogne- sause. Rjómarönd með grænum tómötum. Kraftsúpa með fuglahreiðrum: 1% 1. kjötsoð. 3 egg. 1 matskeið smjör. 1 teskeið ansjósulögur. Salt. 2 matskeiðar sherry eða madeira. Kjötkraftur er soðinn af beinum og grænmeti. Soðið er litað ljósbrúnt og haft svo tært sem auðið er. Rétt áður en súpan er borin inn, er vinið látið í hana. Þarf að vera vel heit. Eggin em soðin í 10 mín. Skorin í tvent. Rauð- umar hrærðar með smjörinu og ansjósuleginum. (Ögn af salti ef þarf). Myndaðar litlar kúlur og látnar í hvítumar. Hálft egg látið i hvern disk. Tómatar með ítölsku salati: 6—12 tómatar (eftir stærð). 300 gr. ítalskt salat. Litlar agúrkur. Salatblöð. Tómatamir eru holaðir innan, salatið látið i þá, og agúrka, skorin í „riftu“ látin efst. Bomir á fati, skreyttu með salatblöðum. Hambor garhryggur: iy2—2 kg. Hamborgarhryggur. y2 1. rauðvin. Sykur. Hryggurinn er látinn í pott, rauðvíninu helt yfir og bætt við sjóðandi vatni, þar til flýtur yfir. Soðið í 45 mín. Tekið upp og himnan tekin af. Skúffan úr bakarofninum er smurð vel með smjöri. Kjötið látið I ofninn og sykri stráð yfir (nokkuð þykku lagi). Þegar það er fallega ljós- brúnt, er 1 1. af soðinu helt yfir og soðið í ofn- inum um stund. Þarf að vera vel soðið. Þetta soð er svo notað í sósuna. Kjötið er skorið frá hryggnum, sneitt þunnt, látið á beinið aftur og borið með soðnum eða frönskum kartöflum og stúfuðu spinati eða grænum baunum og gulrótum. Bourgognesauce: 150 gr. smjör. 100 gr. hveiti. 3—4 dsl. soð (af hryggnum). 1 dsl. góð saft eða 1 matskeið ribsgéle. Sinnep. Litur. Smjörið og hveitið er bakað saman, þynnt með soðinu, dálítið sinnep. Ef sósan er grá og ljót á litinn má láta ögn af rauðum ávaxtalit í hana. Kjómarönd með gr. tómötum: % 1. rjómi. 1 y2 msk. strásykur. 12 blöð matarlím. Vanille. Rjóminn er stíf þeyttur með sykrinum og vanille. Matarlímið er látið liggja í bleyti í köldu vatni í 5—10 mín., tekið upp og leyst upp í 1 dsl. af sjóðandi vatni. Þegar það er orðið kalt, er því blandað í rjómann. Látið í hringmót. Því er svo hvolft á fat, og hringurinn fylltur með grænum sultuðum tómötum eða öðrum ávöxtum. 2. Jóladagur. Hangikjöt með kartöflujafningi, græn- um baunum og gulrótum. Rabarbara-triflé. Rabarbara-trif lé: 2 bollar rabarbarasulta. 2—3 bollar vanillecréme. 1 bolli smáar makrónur. 1 dsl. sherry, madeira eða romm. % 1. rjómi. Makrónumar eru látnar í skál og víninu helt yfir. Því næst er látið lag af créme, þá lag af sultu og þannig á víxl. Skreytt með þeyttum rjóma. Vanillecréme: y2 1. mjólk. 2—3 eggjarauður. 50 gr. strásykur. 2 tesk. kartöflumjöl. Vanille. Hálsbindagerðin JACO GLEÐILEG JÓL! óskar öllum viðskiptavinum sínum Blikksmiðja Reykjavíkur, GLEÐILEGRA JÖLA! Laugavegi 53 A. Eggjarauðumar, vanille og syk- urinn er hrært vel saman, siðan er sjóðandi mjólkinni hellt í og hrært vel í á meðan og því næst kartöflu- mjölinu, sem hefir verið hrært út í ögn af mjólk. Látið í pott og látið komast að suðu. Hrært í þvi, þang- að til það er orðið kalt. Gleðileg jól! SITA. GLEÐILEG JÓL! Matardeildin, Hafnarstræti. Matarbúðin, Laugaveg 42. Kjötbúð Austurbæjar, Laugaveg 82. Kjötbúð Sólvalla. Kjötbúðin, Týsgötu 1. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiptavinum sínum. H.f. Hreinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.